Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 68

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 68
68 KRISTÍN BRAGADÓTTIR Menn hafa leingi fundið til þess, hve óheppilegt það hefir verið fyrir margra hluta sakir, að menn hafa ekki komist upp á að prenta myndir í Reykjavík svo í nokkru lagi sé [...]. Trúa vor er að íslenskt myndablað ætti að geta borið sig, ef alþýða manna vill styðja það.3 Var ætlast til, að það heíði mynd fremst á hverju blaði, fyrst af þálifandi íslenskum, merkum mönnum eða þá ágætum útlending- um, sem hafa verið á Islandi eða þeim sem unnið hafa íslenskum bókmenntum vel. Pétur biskup Pétursson prýðir svo fyrstu síðu 1. tölublaðs. Síðan er þessu fylgt, og margir framámenn eru kynntir með mynd og stuttri grein í upphafi hvers blaðs. Má nefna prófessor Willard Fiske, velþekktan velunnara íslands, Jón skóla- meistara Þorkelsson, Tryggva Gunnarsson, Jón Olafsson og Konrad Maurer, sem skrifað hefur margt um íslenskar bókmennt- ir. Allt eru þetta þekkt nöfn úr íslandssögunni. Ekki voru menn á einu máli um, hvernig til tókst, og segir Benedikt Gröndal (1826-1907) svo frá í Dægradvöl: I „Sunnanfara" (1896) er mynd sem á að vera af Brynjólfi [Sveinssyni], en hún er ekkert lík því semjeg man eptir. Dr. Jón Þorkelsson (yngri) fjekk þessa mynd hjá frú Katrínu Þorvaldsdóttur og sýndi mjer hana og vildi endilega að þetta væri mynd af Brynjólfi, en jeg sagði lítið um það til þess að styggja ekki Jón. Myndin er eins og af einhverjum Idiot; maðurinn les ekki á bókina, en það er eins og hann hlusti eftir, hvort hún segi ekki eitthvað.4 Ef myndin er grannt skoðuð, þá er lýsing Benedikts ekki fjarri sanni. Það þótti samt sem áður mikil uppheíð að fá birta mynd af sér í virtu blaði, og Þorsteinn Gíslason (1867-1938), sá er síðar tók við ritstjórn Sunnanfara, eftir að blaðið var ílutt heim, kveður svo að orði: Almenningur haíði þá tröllatrú á blöðunum og á því, sem „var á prenti“, og það þótti lengi mikill sómi að komast í blöðin, og það var á við dannebrogskross, var einu sinni sagt, að fá mynd af sér í Sunnanfara [...].' Jón gaf blaðið út í 5 ár og fluttist þá heim til íslands. Hann seldi það þá Þorsteini, sem unnið hafði með honum við tímaritið um hríð. Jón tók aftur við ritstjórn þess ásamt Guðbrandi syni sínum í Reykjavík árin 1912-1914, en eftir það hætti Sunnanfari að koma út. Þorsteinn skrifaði mikið í Sunnanfara og tók síðan alveg við hlaðinu með 6. árgangi þess 1896 og gaf það fyrst út í Kaupmanna- höfn og síðan í Reykjavík til ársins 1900. Tók þá Björn Jónsson við ritstjórn þess, og var hann eigandi til ársins 1903.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.