Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 79

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 79
VIÐTÖKUR ÍSL. BÓKMENNTA í JAPAN 79 um Eirík rauða (1974), og fylgja þar þýðingar. Hann hefur þýtt verk Vilhelms Gr0nbechs „Nordiske rnyter og sagn“ og oft endur- sagt norrænar goðsögur. Hann er þannig frumherji, er beint hefur athygli okkar að fornöld Islands. Málvísindamaðurinn Genkuro Yazaki (1921-1967) þýddi 1962 Grettis sögu í fyrsta sinn tir frummálinu. En hann lézt fyrir aldur fram mér til mikillar hryggðar. Þá ætti ég að nefna Kenji Matsutani (1928-), því að hann þýddi Grettis sögu 1966, ennfremur valdi kafla úr Eddu. En hann hvarf úr háskólanum vegna stúdentaóeirðanna og vinnur nú við þýðing- ar á vísindaskáldsögum og heimildarritum. Ég er í rauninni þýzkufræðingur. Sérsvið mitt var þýzk málsaga og miðaldabókmenntir. Þegar ég 1959-1960 lagði stund á mið- aldafræði, urðu tímahvörf í námi mínu. Ég hélt frá miðöldum aftur á fornöld og sökkti mér niður í gotnesku biblíuna. Því meir sem ég hrærðist í fornþýzkum bókmenntum, því tvíræðnari og óskýrari urðu mér líf og andi Germana. Og að sarna skapi varð efniviðurinn stöðugt rýrari. Þegar mér gramdist þetta, varð eitt sinn á vegi mínum í Munchen sænskur aðstoðarkennari frá háskólanum í Lundi. Hann sagði mér, að á Norðurlöndum væri til fjöldi verka, er jöfnuðust á við Niflungaljóð. Mér brá við ummæli hans, því að mér hafði aldrei dottið neitt slíkt í hug. Ég svaraði honum blátt áfram, að ég mundi, væri þetta satt, hefja í Japan nám í forníslenzku. Það var 1960. Hann hafði á réttu að standa. Við heimkomuna las ég fyrir þýzka málsögu og miðaldabókmenntir við háskólann, samtímis því að ég hóf sjálfur nám í forníslenzku. Ég las verk þau, er Yamamuro hafði kynnt, og aðrar fornsögur í þýzkum og enskum þýðingum. Ég las vandlega frumtexta þeirra sagna, er mér voru tiltækar, og þýddi þær hægt og bítandi á japönsku og birti í japönsku tímariti eins hóps bókmenntaáhugamanna. „Jómsvíkinga saga“ var fyrsta sagan, sem ég þýddi. Það var árið 1964. Það var þó afleit þýðing, finnst mér núna, þegar ég les hana. Ég hélt samt áfrarn og þýddi Eiríks sögu rauða, Grænlendinga sögu, Egils sögu Skalla-Gríms- sonar, Hrafnkels sögu Freysgoða, Gísla sögu Súrssonar, Ynglinga sögu, Víga-Glúms sögu (1980). Það ár hætti tímaritið að koma út. Þegar ég birti Egils sögu í áföngum á sex árurn, var kappinn Egill orðinn mér mjög hugstæður rétt eins og hann væri japönsk hetja, og hann birtist mér oft í draumum mínurn. Mér finnst t.a.m.,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.