Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 85

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 85
FRÁ STEPHANI GUTTORMSSYNI 85 „Pegar á fyrstu árum komust eldri bræður mínir í kynni við unga námsmenn í Nýja Islandi. Sumir voru að byrja námsferil á æðri skólum, aðrir komnir nokkuð á veg. I þeim liópi voru þeir J. Magnús Bjarnason, Jón Kernested, Hjörtur Leó, Thorvaldson bræður, Sveinn, Porvaldur og Þorbergur; Jóhann Sólmundsson, Jóhannes Eiríksson, og ýmsir fleiri. Stefán bróðir minn má teljast með þeim hópi. Flestir af þessum ungmennum náðu fundum saman af og til. Það sem einkenndi allan hópinn var frábær námsfýsi; þeir fóru ekki skólaveginn bara til að „komast áfram“, þeir höíðu yndi af náminu sjálfu. Það var bersýnilegt, að baðstofu- menningin, sem ég lýsti áður, var þjóðareinkenni. Þessir menn voru hver frá c .u landshorni, svo að segja, og allir höfðu þeir yndi af að tala um alls konar lærdóm. Enginn þeirra var held ég kostaður til náms nema að örlitlum parti. Þeir unnu á sumrin fyrir vetrarnámi og misstu oft tvær til fjórar vikur af skólaárinu.“ Víkur nú sögunni til fyrrnefnds bróður sr. Guttorms, Stephans Guttormssonar, en um hann segir svo í Vestur-íslenzkum ævi- skrám I, 150, að hann var fæddur 5. maí 1877 í Krossavík, en „fluttist með foreldrum sínum vestur um haf 1893. Hóf nám í Central Collegiate, Winnipeg, og lauk þriðja stigs kennaraprófi 1897. Stundaði síðan nám við Wesley College og lauk B.A. prófi 1904 með miklu lofi (magna cum laude). Hann hlaut silfurmedal- íu fyrir hæstu einkunnir í stærðfræði. Lauk verkfræðiprófi frá Manitobaháskóla 1916, einnig með loílegum vitnisburði, og hlaut tvær gullmedaliur ásamt verðlaunum í peningum fyrir frábær námsafrek. Hann vann síðan að landmælingum í Winnipegborg og umhverfum hennar um fjörutíu ára bil... Skrifaði ýmsar greinar í vestur-íslenzku blöðin á yngri árum.“ Fyrsta grein Stephans, sem mér er kunnug, nefnist „Fátt er of vandlega hugsað“ og birtist í tímaritinu Svövu á Gimli 1898-1899, bls. 49—64. Tilefni greinarinnar er saga Jóhanns M. Bjarnasonar, Söfnuðurinn í Þistilhverfi, er birzt hafði þá nýlega í Lögbergi. Stephan rís gegn þeirri staðhæfmgu söguhöfundar, að Islending- ar hafi almennt minna af fegurðartilfmningu en aðrar siðaðar þjóðir og hafi yfir höfuð lítið yndi af blómum. Grein Stephans snýst upp í hugleiðingu um fegurðarskyn almennt, og bendir hann á ýmis dæmi fegurðarskyns Islendinga, ekki sízt eins og það birtist í tungu þeirra og skáldskap. En greininni lýkur hann með þessari herhvöt til Vestur-íslendinga: „Eg hefi farið fljótt yfir og rúmsins vegna sleppt mörgu úr, er ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.