Vísbending


Vísbending - 03.03.1994, Blaðsíða 1

Vísbending - 03.03.1994, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 3. mars 1994 9. tbl. 12. árg. Afkoma fyrir- tækja 1993 - Fyrstu tölur Benedikt Jóhcinnesson Nú eru fyrstu aðalfundir fyrir- tækja haldnir einn af öðrum og þá verður smám saman Ijóst hver af- koman var árið 1993 í ýmsum atvinnu- greinum. Margir eru þegar orðnir spenntir en aðalfundavertíðin er jól áhugamanna um viðskipti og rekstur fyrirtækja. Nú þegar er hægt að draga nokkrar ályktanir um hvar helst verði að leita hagnaðar eða taps á liðnu ári. Hér á eftir verður rakið hvaða útkomu má telja líklegasta miðað við þróun ýmissa hagvísa. Þessari grein verður fremur líkt við það þegar barn gengur kringum jólatréð og giskar á innihald pakkanna með því að líta á lögun þeirra en að kíkt sé í pakkana sjálfa, þó vissu- lega hafi greinarhöfundur reynt að rífa pappírinn frá hér og þar. Fjármálamarkaðurinn - upp og niður Afkoma bankanna verður líklegast skárri en árið 1992 en þó er ekki við því að búast að þeir skili miklum hagn- aði. Mjög miklu hefur verið bætt í af- skriftasjóði og þrátt fyrir að vaxtamun- ur hafi verið öllu meiri en árin áður þá verður bókhaldsleg afkoma bankanna alls ekki viðunandi. Búnaðarbankinn hefur þegar greint frá um 50 milljóna króna hagnaði og búast má við að Landsbankinn verði einnig nálægt núlli. Ekki verður fullyrt að Islands- banki nái að sýna hagnað. Sparisjóðum mun almennt ganga betur en bönkum eins og undanfarin ár, en á stöku stað munu staðbundnir erfiðleikar setja mark sitt á afkomuna. Fæstir sparisjóð- anna hafa stórfyrirtæki í viðskiptum og þeir hafa því losnað að mestu við stóru skellinasemduniðhafaábönkun- um. Hins vegar er líklegl að árið 1994 geti orðið sparisjóðunum erfiðara en undangengin ár því atvinnuleysi og minnkandi greiðslugeta almennings fara nú að segja til sín. Afkoma verðbréfafyrirtækja á liðnu ári var betri en á árunum 1991-1992. Það skýrist fyrst og fremst af þrennu: Munmeiri veltu,miklu aðhaldi í rekstri eftir erfið ár og hagnaði í kjölfar vaxtalækkunarinnar. Mjög líklegt er að arðsemi eiginfjár verði vel yfir 10%, en til samanburðar hefur afkoman verið í kringum núllið í tvö ár. Þegar hefur verið skýrt frá á þriðja tug milljóna króna hagnaði hjá Kaupþingi og Landsbréfum. Greiðslukortafyrirtækin hafa verið rekin með góðum hagnaði undanfarin ár og árið 1993 verður þar engin undan- tekning. Eignarleigufyrirtækin hafa, eins og bankarnir, orðið fyrir stórum skellum vegna gjaldþrota viðskipta- vina. Féfang og Lýsing hafa þegarkynnt liðlega 20 milljóna króna hagnað en lítilsháttar tap varð hjá Lind. Nokkurra breytinga kann að vera að vænta hjá eignarleigunum á næstunni. Lands- bankinn hefur sem kunnugt er átt hlut í tveimureignarleigufyrirtækjum, Lýs- ingu og Lind. Glitnir er í eigu Islands- banka en Féfang er eina eignarleigan sent ekki er í meirihlutaeigu banka. Tryggingafélögin skila hagnaði Eftir um það bil fimm ára stöðnunar- og hnignunartímabil er útlit fy rir að árið 1993 verði annað hagnaðarár trygginga- félaganna í röð. Líklega munu flest eða öll hinna rótgrónari tryggingafélaga skila svipuðum eða meiri hagnaði en árið 1992, sem þó var allgott. Þau njóta þess að hagsveiflur eru oft í öfugu hlutfalli við afkomu tryggingafélaga. I uppsveiflu er oft rnikill gangur á mönnum og margir æða áfram af rneira kappi en/orsjá. Tjón eru þá algeng og oft stór. í kreppu virðast menn rólegri og yfirvegaðri og lenda síður í óhöpp- um. Einnig hefur hátt vaxtastig hjálpað tryggingafélögum, sem eru að hluta til gey mslustaður fyrir peninga viðskipta- vinanna. Loks er að nefna að þegar tryggingafélögin tóku upp breyttar vinnuaðferðir við afgreiðslu skaða- bótamálasíðlaárs 1991 drómjögúrbóta- greiðslum, að minnsta kosti tíma- bundið, en nú sér ef til vill fyrir endann á því. Félögin hafa verið mjög heppin því að í kjölfar iðgjaldahækkana í bifreiðatryggingum dró úr tjónagreiðsl- um, en oftast er atburðarásin þveröfug. Það er athyglisvert að víða erlendis eiga tryggingafélög nú í erfiðleikum, meðal annars vegna mikilla tjóna vegna náttúruhamfara. ✓ Utgerðin gengur skár en búist var við Mikið verðfall á sjávarafurðum og aflabrestur eru kunnari en frá þurfi að segja. Hins vegar njóta mörg útgerðar- fyrirtæki góðs af tveimur gengis- fellingum, annarri um mitt síðasta ár og hinniskömmufyrirlokársins 1992. Áhrifgengisfellingaáreikningsskil eru að vísu nokkuð misvísandi. Vegna mikilla skulda í erlendri mynt þá versnar efnahagsleg staða yfirleitt strax þegargengiðfellur. Á samatímaaukast hins vegar tekjur fyrirtækisins. Árið 1993 gerðist það kannski í fyrsta sinn að laun elta ekki gengisbreytingar strax. Utgerðin naut því meiri tekna í íslenskum krónum talið. Þótt sum útgerðarfyrirtæki standi enn höllum fæti þá er þó líklegt að afkoman sé almennt betri en við var búisl. Nokkrar útgerðir hafa hins vegar sett sig í mikinn og óþarfan vanda með fjár- festingu í stórum frystiskipum. Góð loðnuvertíð verður til þess að bæta mjög hag þeirra fyrirtækja sem frysta eða bræða loðnu. Aðrar greinar Mörg undanfarin ár hefur verið hagnaður hjá öllum olíufélögunum og ekki er útlit fyrir að árið 1993 verði þar nein undantekning. Arðsemi eiginfjár olíufélaganna hefur verið fremur lítil þótt heldur liafi hún skánað á síðustu árum. Svo virðist sem sátt hafi verið um „dempaðan" hagnað félaganna. Nú hefur santkeppni orðið virkari rnilli þeirra og líkur eru á því að hún aukist enn ef Flutningsjöfnunarsjóður verður lagður niður eða úr honum dregið eins og um hefur verið rætt að undanförnu. 1 verslun er afkoman mjög misjöfn. Stærstu verslanasamsteypurnar munu • Afkoma fyrirtœkja • Gœðastjómun eða niðurskurður? # Niðurskurður ríkisútgjalda

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.