Vísbending


Vísbending - 07.07.1995, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.07.1995, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 7. júlí 1995 25. tbl. 13. árg. Arðsemi eiginfjár og vaxtamunur sjö stærstu innlánsstofnana 19931 6,0% 5,5% 5,0% 4,5% 4,0% Gjaldfært framlag á afskriftareikning hjá sjö stærstu innlánsstofnunum 19931 (millj. kr.) 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 1990 1991 1992 1993 1994 'Miðað við meðalverðlag 1994 skv. framfœrsluvísitölu Heimildir: Ársreikningar og útreikningar Vísbendingar Minni afskriftir, en afkoma er svipuð Innlánsstofnanir 1994 Afkoma sjö stærstu innlánsstofnana batnaði á síðasta ári, og arðsemi eigin fjár var jákvæð eftir tap tvö ár í röð. Hagnaður þessara sjö var um 560 milljónir króna eða 3% af eiginfé. En 1993 var tapið 339 milljónir, og batinn er því um 900 milljónir eða 5% af eiginfé. Þessa bættu afkomu má að mestu leyti rekja til minni afskrifta, en nefndar innlánsstofnanir lögðu samanlagt 4,4 milljarða til hliðar í afskriftasjóði, sem er 1,3 milljörðum minna en árið áður. Hins vegar þyngdist sjálfur reksturinn. Reglulegur kostnaður jókst um 270 milljónir, en tekjur minnkuðu um 220 milljónir, þannig að í heild var afkoma af reglulegum rekstri um 500 milljónum lakari en árið á undan. Minnivaxtamunur Vaxtamunur minnkaði um 400 milljónir hjá téðum innlánsstofnunum og fer úr 5,7% af útlánum niður í 5,4%. Þessu er þó misjafnt skipt. Vaxtamunur hjá Búnaðarbanka einum sér minnkaði um 300 milljónir eða um 1 % af útlánum, en 1993 hafði vaxtamunur bankans aukist um 530 milljónir. Vaxtamunur hjá SPRON minnkaði um 2,3% af útlánum og um 1% hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Breytingin varð mest hjá Sparisjóði vélstjóra en þar minnkaði vaxtamunur um 51 milljón eða rúmlega 3% af útlánum. Hjá öðrum stendur vaxtamunur nokkuð í stað. Þennan minni vaxtamun má líklega rekja til harðnandi samkeppni á lána- markaði. En vaxtamunurminnkaði helst hjáþeint innlánsstofnunum sentjuku inn- eða útlán sín. Innlánin kosta aukið erfiði, nú verður að bjóða sparifjáreigendum vel og æ stærri hluti innlána er í gegnum sérkjarareikninga ýrnis konar sem gefa hlutfallslega góða ávöxtun. Einnig eru margir um hituna, og innlánsstofnanir eru t.d. í harðri samkeppni við Þjónustumiðstöð nkisverð- bréfa um sparifé landsmanna og vaxtaákvarðanirfjármála- ráðherra skipta því miklu fyrir bankakerfið. Á útlánahlið hefur keppnin um góða við- skiptavini harðnað og kemur margt til. Landið hefur opnastog erlendarfjármála- stofnanirerukomnaríspilið. Stærri fyrirtæki og sveitar- félög hafa auk þess leitað beint á fjármagnsmarkað með útgáfu skuldabréfa. En auk þess virðast stórir og traustir lántakar í vaxandi mæli leita tilboða um við- skipti sín. 1 annan stað eru fleiri farnir að sinna lána- viðskiptum, t.d. trygginga- félög, greiðslukortafyrir- tæki og bílasölur. Loks hindrasamkeppnislög verð- samráð, og innlánsstofnanir keppa nú af aukinni hörku sín á milli. Fjármagns- markaður er orðinn tilboðs- ntarkaður, ljölbreytni ntikil og samkeppni hörð. Afkoma banka batnar en versnar hjá sparisjóðum Ef allir sparisjóðir landsins eru teknir sem heild, samkvæmt yfirliti Sparisjóða- banka Islands, versnaði afkoma þeirra um 56 milljónir. Hagnaður er nú 339 milljónir,envar395 milljónirífyrra.Þetta rná kenna minni tekjum, en þærdrógust saman unt 800 milljónir frá 1993. Hins vegar minnkuðu rekstrargjöldin á móti, enframlagáafskriftareikning stóðístað. Þannig virðist sem staða sparisjóðanna hafi versnað, miðað við bankana sem sneru 560 milljóna króna tapi yfir í 420 milljóna króna hagnað. Þessar afkomu- tölur geta þó verið nokkuð villandi því framlag á afskriftareikning ræður drjúgt um sýnda afkomu. Utlánatöphafa verið mikil á síðustu árum og flokkast vonandi undir óreglulega liði eða tímabundna erfiðleika. í ofanálag eru það væntar afskriftir er koma fram í ársreikningum. Niðurstaðan getur því að miklu leyti ráðist af mati bankastjórnenda sem geta þokað þessum gömlu syndum á milli ára. En það er þó auðsýnilega mat forráðamanna Búnaðarbanka (afskriftir minnka urn 540 ntilljónir) og íslands- banka (afskriftir minnka um 864 milljónir), að þeir séu kornnir yfir erfiðastahjallan varðandi afskriftir. En aftur á móti sést ekki bati hjá Landsbankanumþví þaraukast afskriftir um 53 nrilljónir. Afskriftir og afkoma Minnkandi afskriftir eru sannarlega gleðiefni svoog el'tekisthefurað komast fyrir útlánatöp. En færslur á afkrifta- reikning gefaef til vill ekki rétta rnynd af rekstri yfirstandandi árs. Rekstur Búnaðarbanka skilaði 339 milljóna króna verri afkontu árið 1994 en árið á undan, áðuren tekiðer tillit til afskrifta og annarra óreglulegra liða og rekstur Islandsbanka • Rekstur banka og spari- sjóða 1994

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.