Vísbending


Vísbending - 06.02.1998, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.02.1998, Blaðsíða 3
ISBENDING Asía: Ekkert að óttast jgllp T Þorvaldur Gylfason Ihk m prófessor Síðustu 400 ár eru óvenjuleg í ver- aldarsögunni fyrir það, að allar götur fram til aldamótanna 1600 eða þar um bil voru Kínverjar mesta hag- veldi heimsins. Framlag þeirra til fram- fara mannkynsins ber glöggt vitni um veldi þeirra í þá daga: áttavitinn, byssu- púðrið, prentvélin og pappírspeningareru kínverskar uppfinningar. Adam Smith, faðirhagfræðinnar, fjallarum Kína í Auð- legð þjóðanna (1776) og lýsir landinu svo, að það hafi lengi verið eitt ríkasta land hcimsins —miklu ríkara en nokkur hluti Evrópu. Endurheimt Þá var þegar tekið að halla undan fæti þarna fyrir austan. Um 1820 var hlut- deild Asíu í framleiðslu heimsins í heild komin niður fyrir 60%. Öld síðar, eða 1920, var hlutdeild Asíu í heimsbú- , skapnunt komin niður undir fjórð- ' ung og 1940 niður fyrir fimmtung. Asía var orðin að einu allsherjarfátæktarbæli. Gunnar Myrdal, sænski hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn, skrifaði fræga 2000 blaðsíðna bók um harmleikinn í Asíu (Asian Drama, 1968), þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu, að hagvöxtur í Asíu væri ólíklegur, jafnvel ómögu- legur. En þróunin átti eftir að snúast við. Arið 1992 varskerfur Asíu til heimsframleiðsl- unnar kominn upp undir 40%. Alþjóða- stolnanir spá því nú, að eftir röskan ald- arfjórðung, árið 2025, verði Asía aftur farin að framleiða næstum 60% af allri vöru og þjónustu í heiminum. Þá mun Asía endurheimta fyrri yfirburðastöðu í heimsbúskapnum. Þá mun heimurinn aftur fá annan svip. Þessartölureru eftirtektarverðarm.a. fyrir það, að þær ná yfir Asíu alla og ekki aðeins yfir undralöndin svo nefndu, þar sem hag- vöxtur hefur verið mestur undangengin ár. Það á að vísu ekki alls kostar vel við að tala um undur og undralönd í þessu viðfangi, því að það sætir engri furðu, að lönd, sem fylgja skynsamlegri og hag- vaxtarvænni efnahagsstefnu langtímum saman, eins og mörg Asíulandanna hafa gert, uppskeri mikinn hagvöxt. Skoðum t.d. vaxtarferilinn frá 1965 lil 1990, en sá aldarfjórðungur asískrar hag- sögu hefur einmitt verið kannaður og kortlagður í þaula að undanförnu.1 Þessi 25 ár óx þjóðarframleiðsla á mann í Asíu allri unt næstum 4% á ári að jafnaði á móti 21/2% í OECD-löndunum. Auslur- Asíulöndin (Hong Kong, Kórea, Singa- púr og Taívan) bjuggu við enn meiri vöxt þessi ár, eða rösklega 61/2% á ári. Suð- austur-Asía (Filippseyjar, Indónesía, Malasía og Taíland) óx eins og álfan í heild, eða um næstum 4% á ári að jafnaði. Suður-Asía (Bangladess, Indland, Paki--^ 11 stan og Srí Lanka) greri hægast: þar va(^' vöxturinn aðeins um 1,7% á ári. Til sam-yk anburðar var hagvöxturinn um 0,7% á ári að jafnaði í Afríku sunnan Sahara á sama tíma og 0,8% í Suður- Amerrku. Takið sér- staklega u x u mun hraðar en Af- ríka og Suður-Ameríka þennan tíma. Nú eru öll þessi svæði í uppsveiflu, einnig mörg Afríkulönd, því að hagvöxturinn í Austur-Asíu hefur sent skýr skilaboð til hagstjórnenda víðs vegar um heiminn. Horfurnar fram í tímann / Oróinn á fjármagns- og gjaldeyris- mörkuðum í Asíu síðustu mánuði gefur að minni hyggju ekki tilefni til að endurskoða langtímaspárnar, sem lýst var hér að framan. Hagvaxtarhorfur Asíu til langs tíma litið eru litlu sem engu lakari þrátt fyrir hríðlækkun á gengi gjaldmiðla og hlutabréfa í nokkrum þessara landa síðan um mitt sumar 1997. Til þess liggja ýmsar ástæður. Veigamest er þessi: vandræðin á gjald- eyris- og verðbréfamörkuðum í nokkrum þessara landa, einkum Taílandi, þar sem ballið byrjaði, og í Malasíu, Indónesíu og Kóreu, og í minni mæli í Hong Kong og Singapúr, þurfa ekki að veikja undir- stöður hagvaxtarins í þessum löndum að neinu ráði. Stoðirnar standa. Stórsóknin í menntamálum þarna austur frá hefur skilað árangri, sem tímabundið gengisfall á verðbréfamörkuðum fær ekki haggað. Mikil sparnaðarhneigð gularekki heldur upp, þótt gengi hlutabréfa falli í bili. Og útflutningur hættir ekki heldur að vaxa af þessum sökum, heldur má þvert á móti búast áfram við örum útflutningsvexti á næstu árum í skjóli lágs gengis gjaldmiðl- anna. Lágt verð á hlutabréfum nú virðist einnig líklegt til að laða nýtt erlent fjár- magn til Asíu. Þannig skapar kreppan skilyrði til nýrrar sóknar, auk þess sem hún knýr á um frekari umbætur. # j Síðast en ekki sízt eru flestir ■4 innviðir efnahagslífsins í þessum löndum jafnsterkir eftir sem áður. Þetta á ekki sízt við um vinnu- markaðinn, þar sem sveigjanlegt fyrir- komulag ákvarðana um kaup og kjör hefuryfirleittstuðlaðaðlitluatvinnu- leysi í Asíu. Nú, þegar á móti blæs og verulega hægir á hagvexti í bili í sumum þessara landa, má búast við því, að atvinnuleysi þarna austur frá aukist miklu ntinna en það myndi ef Asíuþjóðirnar byggju við evrópska skipan vinnu- markaðsmála, þar sem vinnu veilendur neyðast til að skera niður mannaflann í hall- ærum, af því að þeir hafa ekki svigrúm til að lækka heldur launin. Sveigjanleiki aðsins í og eykur vinnumark Asíu eflir friðinn _ hagkvæmnina í efna- - (hagslífinu og stuðlar þannig að skjótum bata. Hversu skjótur batinn verður, getur þó enginn vitað með vissu. Hitt vita menn af reynslunni, t.d. af verðhruninu í Wall Street haustið 1987, að allsherjar- verðfallhlutabréfaerævinlegatímabund- ið. Umbætur Því er þó alls ekki að leyna, að ýmsir gallar eru enn á efnahagsskipaninni í mörgum Asíulöndum, og þessir brestir virðast eftir á að hyggja hafa ált nokkurn þátt í erfiðleikum undangenginna mán- aða. Þessi tengsl eru þó ekki ljósari en svo, að enginn sá þau fyrir, svo að ég vili. Þetta liggur í hl utarins eðli: það er yfirleitt ekki hægt að segja fyrir um gengisþróun hlutabréfa frá degi til dags, en langtíma- þróunin kemur mönnum sjaldnast í opna skjöldu. Mig langar einkum að nefna tvennt. Astandi bankamála í Taílandi, Indónesíu og víðar þarna austur frá var og er ábóta- Framhald á síðu 4 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.