Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 51

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 51
9* \ of H. Blönda/ Pétur H. Blöndal er fæddur árið 1944. Hann hélt til náms í stærðfræði og fleiri greinum í Þýskalandi og lauk doktorsprófi árið 1973. Fyrstu árin eftir að hann kom heim sinnti hann kennslu við Háskóla íslands en tók árið 1977 við starfi for- stjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Árið 1982 stofnaði hann, ásamt nokkrum öðrum, fyrirtækið Kaupþing hf. en meðal annarra stofnenda má nefna Baldur Guðlaugsson ráðuneytis- stjóra, Sigurð B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóra VÍB, og Ragnar Árna- son prófessor. Áður var aðeins eitt fyr- irtæki starfandi á því sviði, Fjárfest- ingarfélag íslands hf. Markmiðið var að starfrækja fyrirtæki sem veitti ah hliða fjármálaþjónustu og Kaupþing starfaði í nokkrum deildum, verðbréfa- deild, útgáfu á Vísbendingu, ráðgjafa- deild, fasteignasölu, innheimtudeild og kröfukaupadeild. Árið 1984 tók Pétur við starfi framkvæmdastjóra. Kaupþing vakti athygli fyrir að vera framarlega á sviði verðbréfaviðskipta og félagið rak nokkra sjóði sem einstaklingar gátu eignast hlutdeild f. Árið 1984 voru vextir gefnir frjálsir og verðbréfafyrir- tæki gátu boðið einstaklingum betri ávöxtun en áður hafði þekkst. Fyrir daga vaxtafrelsisins voru þeir sem buðu lán á hærri vöxtum en banka- kerfið gerði eftir forskrift ríkisins tald- __ okurlánarar, en skyndilega varð mönnum nú almennt ljóst að með því að framboð og eftirspurn fengju að ráða á þessum markaði myndi fljótlega skapast jafnvægi og vextir gætu hækk- að eða lækkað eftir aðstæðum. Pétur hefur vakið athygli fyrir það að liggja ekki á skoðunum sínum um málefni og þykir oft yfirlýsingaglaður. Hann fjalh aði oft um stöðu lífeyrissjóða, en hún var veik hjá mörgum þeirra á þessum árum, en forsvarsmönnum sjóðanna þótti óviðeigandi að fjalla um slíkt op- inberlega. Einnig lýsti Pétur því hve hættulegt væri að fjármunir væru ekki ( eigu neins sérstaks og talaði um „fé án hirðis“. Árið 1986 keypti Pétur hlut félaga sinna í Kaupþingi en seldi svo umsvifalaust sparisjóðunum 49% hlut á hærra verði en hann hafði greitt fyr- ir félagið allt. Hagnaður af Kaupþingi fór vaxandi og athygli vakti þegar fé- lagið birti auglýsingu í Morgunblaðinu sem sýndi mikinn hagnað. Þjóðviljinn taldi að gróðinn væri óeðlilegur en Pétur svaraði því til að þóknanir hjá Kaupþingi væru ekki meiri en annars staðar en kostnaður fyrirtækisins væri hlutfallslega minni en annarra. Um þetta leyti fór verðbréfafyrirtækið Ávöxtun á hausinn og mönnum varð betur ljóst að miklu skiptir að rekstur skili eðlilegum hagnaði. Pétur var hugmyndaríkur stjórnandi og þótti drífa starfsfólk áfram með dugnaði. Hann gerir ekki mannamun og sagt var frá því að einhverju sinni hefði Jón Baldvin Hannibalsson, sem þá var fjármálaráðherra, lagt skilaboð fyrir Pétur en skildi ekki eftir símanúmer. Pétur leit á skilaboðin og sagði: „Eg má ekkert vera að því að elta ein- hverja menn úti ( bæ, ég er að vinna.“ Árið 1990 seldi Pétur hlut sinn í Kaupþingi til Búnaðarbankans og lét af framkvæmdastjórn árið eftir. Hann kenndi við Verzlunarskólann í nokkur ár en var kosinn á Alþingi árið 1995 og situr þar enn. 51 Samherji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.