Vísbending


Vísbending - 23.11.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 23.11.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING Verðbréf og reikningsskil r'i'i Stefán Svavarsson endurskoðandi \ * Verðbréfaeign leikur sífellt stærra hlutverk í fjárvörslu fyrirtækja og erþví að vonum að menn vilji fá skýrar reglur um skráningu verðbréfa, en nokkur umræða hefur að undanfömu verið um það efni, svo að meta megi frammistöðu þeirra. Hjá sumum fyrir- tækjum tilheyrir ávöxtun slíkra fjáreigna meginstarfsemi þeirra en hjá öðrum er einungis um aukastarfsemi að ræða. Annars vegar er tilgangurinn lang- tímaávöxtun fjár, hins vegar ávöxtun á laust fé til skamms tíma. Hér er ætlunin að skýra hvaða reglur hafa gilt á þessu sviði reikningsskila og hvaða reglur hafa verið að mótast á allra síðustu árum. Meginreglan Meginreglan um skráningu eigna er sú að þær skuli færa við upphaf- legu kostnaðarverði (hér á landi upphaf- legu kostnaðarverði framreiknuðu fyrir áhrifum almennra verðlagsbreytinga). Þessi regla er mjög til samræmis við aðra meginreglu reikningshalds, þ.e. tekju- regluna, sem segir að tekjur verði ekki til í reikningshaldslegu tilliti fyrr en við sölu eigna. Segja má að þessar reglur henti vel við skráningu varanlegra rekstrarfjármuna (fasteigna og véla o.þ.h. eigna), en hitt er nú almennt dregið í efa með hliðsjón af aukinni þýðingu verðbréfa í umsýslu eigna að kostn- aðarverðsreglan sé til þess fallin að veita nægilega góðar upplýsingar. Ýmis rök hníga að því að betra sé að skrá verðbréf við markaðsverði frernur en kostnaðarverði og skulu nokkur þeirra tilgreind hér. I rekstrarreikningi skal greinilega koma fram hvernig rekstrarhagnaðurinn hefur myndast, en urn þá stærð má segja að hún sé í grófum dráttum ávöxtunin af varanlegum rekstr- arfjármunum og hreinu veltufé. Þar sem almennt stendur ekki til að selja varan- lega rekstrarfjármuni, þá hefur ekki mikinn tilgang að vera að skrá þá við markaðsverði á hverjum tíma. Öðru máli gegnirum verðbréfinþvííþeimeryfirleitt fjárfest til að ná ávöxtun á laust fé, sem ekki er þörf fy rir í rekstrinum um stundar- sakir, og því skiptir máli að markaðsverð fjárbindingarinnar liggi fyrir á hverjum tíma sem og ávöxtun hennar. Þótt eignar- hald verðbréfanna eigi að vera til langs tíma, skiptir einnig máli að markaðsverð liggi fyrir svo að meta megi frammistöðu þeirra. Enn eitt styðui' að markaðsverð fremur en kostnaðarverð sé notað við skráningu verðbréfa, en það er að mark- aðsverðið er yfirleitt auðfundið en slíkt á ekki alltaf við um varanlega rekstrar- fjármuni. Þrátt fyrir þetta gildir enn sú megin- regla hér á landi að skrá verðbréf til eignar við kostnaðarverði, sbr. lög um ársreikninga. Samkvæmtþeim berfyrir- tækjum að skrá verðbréf sem teljast vera veltufjármunir við kostnaðarverði eða dagverði hvort sem lægra reynist. Ekki er að finna nánari fyrirmæli í lögunum um beitingu þessarar reglu, sem stundum er nefnd lægstaverðsreglan, og er það bagalegt því tvær aðferðir við beitingu hennar koma til greina. Önnur er sú að reglunni sé beitt gagnvart hverju og einu verðbréfi en hin að reglunni sé beitt á heildarverðbréfasafnið (e. port- folio rule). Báðar reglurnar munu vera notaðar hér á landi. Þegar lægsta- verðsreglunni er beitt gagnvart hverju og einu verðbréfi sýnist afkoma vera talsvert lakari en með beitingu hinnar reglunnar. Frávik rá þessari meginreglu unt skráningu skammtímaverðbréfa er þó veitt heimild til fráviks því að verðbréf sem skráð eru á opinberu verðbréfaþingi má skrá við markaðsverði á hverjum tíma, jafnvel þótt það sé hærra en kostnaðar- verðið. Þar með sýnist einnig veitt frávik frá tekjureglunni, en þegar betur er að gáð kemur í ljós að samkvæmt reglugerð með lögum urn ársreikninga (nr. 696/ 1996) skal færa matsbreytingu á hluta- bréfum á sérstakan endurmatsreikning meðal eigin fjár (3. og 4. gr.) en ekki til tekna í rekstrarreikningi. Ef verðbréfið er hins vegar skuldabréf þá sýnist matsbreytingin eiga að færast í rekstrar- reikning (17.gr.). Þessi túlkun á lögununt er til samræmis við vilja Evrópusam- bandsins eins og hann birtist í tilskipun þess um reikningsskil fyrirtækja. Hins vegar er því þannig farið að í framkvæmd hér á landi hafa menn túlkað vafann sem menn þykjast sjá í þessu máli þannig að matsbreytingar allra verðbréfa sem teljast veltufjármunir hafa verið færðar í rekstrarreikning. Langtímaverðbréf egarumlangtímaverðbréferaðræða, en það er auðvitað vilji framkvæmda- stjórnar fyrirtækis sem ræður því hvort verðbréf eru flokkuð sem langtímaeign eða skammtímaeign, skal skrá þau við kostnaðarverði samkvæmt ákvæðunt laga um ársreikninga. Raunsæ túlkun á lögunum segir að ekki sé heimilt að skrá verðbréf við raunvirði, svo sem sýnist þó heimilt samkvæmt 25. gr. laganna, enda á það ákvæði aðallega við um varanlega rekstrarfjármuni. Skilyrðið, sem sett er í þessari grein, er að raunvirði eigna sé verulega og varanlega hærra en kostnaðarverð og við þær aðstæður megi skrá eignir við raunvirði, enda sé matsbreytingin færð á sérstakan endur- matsreikning meðal eigin fjár. Það er auðvitað langsótt, með hliðsjón af þeim verðsveiflum sem eru á verðbréfa- markaði, að halda því fram um verðbréf að þau hafi á einhverjunt tíma hækkað varanlega í verði. Þessari reglu hafa þó fyrirtæki beitt sem hafa ávöxtun verð- bréfa að meginmarkmiði í rekstrinum og hafa þá einkum vísað til reglna sem gilda um slík fyrirtæki erlendis. Sé raunvirði langtímaverðbréfa lægra en kostnaðarverð er heimilt að færa þau niður í verði, en það er þó skylt að gera ef þess gerist sérstök þörf, eins og það er orðað í lögunum. Það er því vel mögulegt að hlífa rekstrarreikningi við niðurfærslu langtímaverðbréfa ef menn telja líklegt að bréfin eigi síðar eftir að hækka í verði. Um langtíma- hlutabréf skal að lokum bent á það mis- ræmi sem er á milli íslenskra laga og frumheimildarinnar, þ.e. tilskipunarEvr- ópusambandsins, um beitingu svo- nefndrar hlutdeildaraðferðar. Sam- kvæmt tilskipun nr. 4 frá sambandinu er skylt að beita þeirri aðferð þegar svo háttar til að eignarhald er meira en 20%, en hins vegar er urn heimildarákvæði að ræða í lögum um ársreikninga. Nýjarreglur Tvennt hefur einkum þótt vera galli á þeim reglum laga sem hér hefur stuttlega verið lýst. Annað er það að verðbréf hefur orðið að selja til þess að fá að skýra frá ágóða af þeim, þ.e. vilji menn fara að lögum. Hitt er að verðbréf hefur ekki þurft að færa niður í verði, jafnvel þótt markaðsverð sé lægra en kostnaðarverð. Afleiðingin af hvoru tveggja er óskýr frásögn af frammistöðu verðbréfasafns, hvort sem eignarhaldið er til langs eða skarnms tíma. Af þessari lýsingu má einnig ráða að umræddar bókhaldsreglur hafa haft áhrif á fjár- stýringarstefnu fyrirtækja sem varla getur verið eðlilegt. Það er einkum með hliðsjón af þessum vandamálum sem erlendirreglu- smíðaraðilar hafa verið að breyta reglum um skráningu verðbréfa. I stuttu máli má segja að horfið hafi verið frá kostnað- arverðsreglunni og markaðsskráning (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.