Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 22

Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 22
VÍSBENDING 2001: Viðburðaríkt ár í fjármálum ríkisins / Arið 2001 voru gerðir allmargir lánasamningar fyrir ríkis- sjóð á erlendum markaði. Tveir þeirra voru að fjárhæð milljaður Bandaríkjadala hvor um sig.1 Hér verður greint frá þessum samningum og öðrum samningum ríkissjóðs um erlend lán. Seðlabankinn gerði jafnframt á árinu samning um aðgang að erlendu lánsfé að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkja- dala. Lánsþörf ríkissjóðs Ríkissjóður getur þurft fé til starfsemi sinnar umfram það sem aflað er með sköttum og gjöldum. • Fyrst ber að nefna lánsfé til að endurnýja eldri lán að svo miklu leyti sem þau eru ekki greidd upp. • í öðru lagi ber að nefna lán til að fjármagna hallarekstur ríkisins þegar þannig stendur á, en þetta hefur ekki átt við hér á landi á síðustu árum. • í þriðja lagi má geta um fé til fjárfestinga og endurlána. Ólafur ísleifsson. Lánsfjár ríkissjóðs er aflað á innlendum og erlendum markaði. A seinni árum hefur innlendum markaði vaxið ásmegin og hann hefur í auknum mæli sinnt eftirspurn eftir lánsfé. Eftir sem áður þarf ríkissjóður á erlendu fé að halda til endurtjármögnunar. Lántökur ríkisins erlendis Seðlabankinn annast erlendar lántökur ríkisins samkvæmt samningi fjármálaráðherra og bankans. Fer alþjóðasvið bankans með framkvæmdina sem felst í að móta stefnu í lána- málum og semja um kjör erlendra lána auk samskipta við erlend matsfyrirtæki. Undanfarinn áratug hafa lánskjör ríkisins batnað ár frá ári í takt við hækkað lánshæfrsmat. Allir helstu markaðir standa ríkissjóði opnir. Arangur í lántökum og skuldabréfaútgáf- um er lagður á alþjóðlegan mælikvarða. Vaxtakjör og árangur við markaðssetningu skuldabréfa eru borin saman við önnur ríki og sambærilega aðila. Umsagnir um helstu lántökur birtast í virtum fjármálaritum. Miðað við þær umsagnir má ríkissjóður una bæri- lega við árangurinn sem náðst hefur á liðnum árum. Mikilvægt er að með hverri lántöku sé lagður grunnur að enn betri árangri næst þegar farið er á markað. Ríkissjóður sækir erlent lánsfé eftir þremur meginleiðum. Þær eru útgáfur skuldabréfa og víxla á alþjóðlegum markaði og bankalán. Bankalán hafa ekki lengur raunhæfa þýðingu fyrir ríkis- sjóð sem hefur greiðan aðgang að alþjóðlegum skuldabréfamark- aði sem gefur færi á hagstæðari lánskjörum. Hins vegar hefur rikis- sjóður gagn af lánsheimildum, þótt ódregnar séu, sem grípa má til hvernig sem árar á víxla- og skuldabréfamarkaði. Með því er sýnt fram á tryggan aðgang ríkisins að lausu fé og getu til að standast áföll á markaði. Ríkissjóður hel’ur samning um bankalán að fjárhæð 250 milljónir Bandarikjadala. Hér ræðir um fjöl- bankasamning sem gerður var árið 2000 og var endurnýjun og stækkun á eldri samningi. Aðgangur ríkissjóðs að fé er sérlega tryggur fyrir þá sök að í samningnum er ekkert neyðarákvæði (force ntajeure) sem leysir banka undan skuldbindingu að reiða fram fé sem lántaki óskar. Þetta styrkir stöðu ríkissjóðs gagnvart lánardrottnum og matsfyrirtækjum. Lánsfjáröflun ríkissjóðs styðst við lánshæfismat erlendra fyrir- tækja. Einkunnir ríkissjóðs hafa hækkað á liðnum árum og skipa honum í llokk með traustum lántakendum á heimsvísu. Lánshæfrs- einkunn myndar umgjörð um vaxtakjör sem ráðast af markaðs- skilyrðum á hverjum tíma. Rfkissjóður er að jafnaði hæst nretni lántakandinn í hverju landi. Kjör á lánum hans mynda því við- miðun fyrir aðra lántakendur. fslenskir bankar og atvinnufyrir- tæki hafa notið góðs af góðum kjörum ríkissjóðs og þjóðarbúið hefur sparað sér vaxtagreiðslur til erlendra lánveitenda. Seðla- bankinn annast samskipti við alþjóðleg matsfyrirtæki. Má telja að bankanum ásamt fulltrúum annarra stjórnvalda hafr tekist að 22

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.