Vísbending


Vísbending - 17.09.2004, Blaðsíða 2

Vísbending - 17.09.2004, Blaðsíða 2
ISBENDING Ráðdeild borgar sig Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur Aukið lánsfjárframboð og vaxta- lækkanir á húsnæðislánamarkaði undanfarið eiga vafalítið eftir að kynda vel undir einkaneyslu á næstu misserum. Með hinum nýju lánum gefst nú almenningi kostur á að færa fjár- mögnun á íbúðarhúsnæði sínu nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Með hagstæðari lánum lækkar greiðslubyrði og neysla eykst að líkind- um í kjölfarið. A næstu misserum má vænta aukinnar verðbólgu. Efnahags- Iífið á líka sjálfsagt eftir að taka dýfu þegar yfirstandandi hrinu ríkisstyrktra framkvæmda lýkur og búsifjarnar sem þær valda frjálsu atvinnulífi taka að koma í ljós. Þá er ekki ólíklegt að gjald- þrotahrina neysluglaðra fjölskyldna reki endahnútinn á ævintýrið. Kerfisbundinn vaxtamunur Þróunin sem nú er að hefjast á hús- næðismarkaði á hins vegar vafalaust eftir að koma þeim vel sem varast að fara of geyst í eyðslunni. Það eitt að breyta húsbréfalánum og óhagstæðum banica- lánum í hagstæðari langtímalán getur sparað tugþúsundir í afborganir á mán- uði og hraðað eignamyndun. Þótt auglýsingar lánastofnana um þessar mundir bendi ekki til mikillar fjölbreytni á það eflaust eftir að breytast með aukinni samkeppni og aukinni þekk- ingu bankamanna á mismunandi mögu- leikum. Nýlega kom út skýrsla frá grein- ingardeild KB banka, þar sem fram kemur að raunvextir á íslenskum skuldabréfum eru að jafnaði einu og hálfu prósentu- Mynd 1. Þróun höfuðstóls mismunandi lánakosta (Tafla 1. Meðalafborgun af mismunandi lánum með tilliti til vísitölu/gengisj Tegund láns 1) Verðtryggt lán 2) Verðtryggt lán Myntkörfulán Upphæð Vextir Vísitöluhækkun á ári Vextir og vísitöluáhrif alls Fjöldi gjaiddaga 10.000.000 5,1% 3,1% 8,3% 480 10.000.000 4,2% 3,1% 7,4% 480 10.000.000 2,9% 1,1% 4,0% 480 Meðalafborgun 71.575 64.739 41.769 (5 Tafla 2. Kostnaður og eignamyndum (mismunur afborgana er sparnaður) Verðtryggt 5,1% | Verðtryggt 4,2% | Erlent 2,9% | |Tegund láns Greiddir vextir 14.815.391 11.876.771 6.907.777 Kostnaður vegna verðbreytinga 9.075.819 8.829.232 3.278.193 Kostnaður vegna yfirdráttar 0 0 101.085 Heildarkostnaður 23.891.210 20.706.003 10.287.056 Eignamyndun (3% árl. hækkun) 33.151.488 33.151.488 33.151.488 Sparn. í erl. gjaldm. (1,5% vx) 0 15.636.090 Sparnaður í krónum (3% vextir) 0 6.160.543 6.160.543 Sparnaður alls 0 6.160.543 21.796.633 Eignamyndun alls 33.151.488 39.312.030 48.787.578 |Eignamyndun nettó 9.260.278 18.606.027 38.500.522 stigi hærri en í samanburðarlöndum. Líklegt má telja að einhæfni atvinnulífs, tíð inngrip og fjárfestingar ríkisins og gengissveiflur á undanförnum árum ráði miklu um þetta. í ljósi þessa er ekki ólíklegt að hlutur erlendra lána vaxi á næstu misserum, enda er ljóst að íslenskir lántakendur ættu að geta hagnast verulega með því að taka erlend fremur en innlend hús- næðislán. Af verðtryggðum lánum jafn- gilda4,2% vextir 7,6% vöxtum af óverð- tryggðum lánum þegar verðbólga er 3,1%. Samanborið við erlend myntkörfu- lán með 2,9% vöxtum er innlenda lánið meira en tvöfalt dýrara en það erlenda (sjá töflu 1). Áhrifgengissveiflna Þrátt fyrir þetta óttast menn sveifl- urnar sem verið hafa á gengi krón- unnar. Af einhverjum ástæðum virðist óttinn við gengisfall sterkari en óttinn við verðbólguna og áhrif hennar á heild- arvexti. En hversu raunsætterþetta mat? Eru gengissveiflur í raun svo miklar að þær vegi upp þann ávinning sem liggur í vaxtamuninum? Til að bera saman ávinning af endur- fjármögnun eru hér borin saman þrjú lán, almennt húsnæðislán með 5,1% vöxtum, verðtryggt bankalán með 4,2% vöxtum og erlent myntkörfulán með 2,9% vöxtum (sjá mynd 1). í öllum tilfell- um er miðað við fasta vexti. Allt eru þetta dæmigerð algeng lán og öll til 40 ára með mánaðarlegum afborgunum. Til að meta áhrif gengisþróunar er notast við gengisvísitölu Seðlabankans frá 1993-2003. Gert er ráð fyrir að sveiflan endurtaki sig út lánstímann. Til saman- burðar er notast við þróun vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Þegar við lítum á afborganir og loka- niðurstöðu úr dæminu er ljóst að erlenda lánið væri hagstæðara en þau innlendu, hvað afborganir varðar, en lánin kæmu mjög svipað út þegar litið er til heildar- niðurstöðu. Sveiflur í gengisvísitölu gætu haft tvenns konar áhrif. Ef gert er ráð fyrir að höfuðstóll sveiilist í takt við gengis- vísitölu gæti lántakandi lent í því að þurfa að greiða lánið upp á óhagstæðum (Framhald á síðu 4) Mynd 2. Mánaðarlegur sparnaður til að vega upp áhrif gengissveiflna 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.