Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 2
ViStal við Hallgrím Benediklsson F rílistinn Spor í áttina C ins og kunnugt er, tilkynnti viðskiftamála- ráðuneytið þann 15. maí, að eftirfarandi vörur væru undanþegnar því að sérstök inn- flutningsleyfi þurii til að þær verði fluttar til landsins: Rúgur, rúgmjol, hveiti, hveitimjöl, hafra- grjón, hrísgrjón, bankabygg, kol, salt, brenslu- olíur, smurningsolíur, bensín, hessian, tómir pokar, bækur og tímarit. „Frjáls verslun“ hefir snúið sér til formanns Verzlunarráðsins, Hallgríms Benediktssonar, stórkau])manns, og beðið hann að segja frá að- dragandanum að þessari breytingu og álit sitt á hinum nýja „frilista“. Hallgrími Benedilctssyni fórust orð á þessa leið: Tillagan um að gefa kornvörur frjálsar, kem- ur fyrst fram á Verzlunarþinginu 1937 í tillögu frá Félagi Matvörukaupmanna í Reykjavík, þar sem fjölmennur fundur þeirra skorar á Alþingi og ríkisstjórn að afnema nú þegar gjaldeyris- og innflutningshöft í þeirri mynd, sem þau hafa verið framkvæmd til þessa, þar sem ekki verður séð, að þau hafi minnstu þýðingu gagnvart af- komu þjóðarinnar, hvað þá vöruflokka snertir, sem matvörukaupmenn verzla með. Frá næstu áramótum verði því gefinn frjáls innflutningur á kornvörum, nýlenduvörum og ávöxtum o. s. frv. Á þessu þingi var kosin 7 manna nefnd til þess að athuga gjaldeyris- og innflutningsmál- in, og lagði hún fram ítarlegt nefndarálit þar sem Verzlunarþingið felur Verzlunarráðinu, meðal annars, að koma því á framfæri við Al- þingi, ríkisstjórn og banka, að innflutningur á kornvöru og nýlenduvöru verði gefinn frjáls frá næstu áramótum og ennfremur að hæfilegur innflutningur verði veittur á ávöxtum. Á Alþingi báru þeir Jakob Möller og Jóhann Jósefsson fram þingsályktunarillögu að tilhlut- un Verzlunarráðsins, í samræmi við áðurnefnt nefndarálit, og segir svo í fyrstu grein: „Alþingi skorar á ríkisstjórnina að hlutast til um að innflutningur á kornvöru og nýlenduvöru verði gefin frjáls frá næstu áramótum, þar sem það hefir sýnt sig, að innflutningur á þeim hef- ir undanfarin ár verið veittur eftir neyzluþörf- um landsmanna“. Þessi þingsályktunartillaga var ekki útrædd. Málinu var síðan alltaf haldið vakandi og mikið um það rætt. Af hálfu þeirra, sem vildu fá rýmkun á höft- unum, var mjög á það bent, að á untianförnum árum hefði verið veitt mikið af leyfum fram yf- ir notkun og má í því sambandi benda á, að ár- ið 1938 voru veitt innflutningsleyfi fyrir korn- vörum að upphæð kr. 4,854,000, en ekki flutt inn nema fyrir kr. 4,117,000, og leyfi fyrir nýlendu- vörum að upphæð kr. 1,855,000, en innflutning- urinn nam 1,671,000. Leyfi fyrir útgerðarvörum voru ca. 5 milj. króna hærri en innflutningui'inn nam. Þegar litið var á þetta, virtist ekki sérstök ástæða til að láta innflutningshömlurnar ná til vara, sem sýnilegt er, að engar hömlur eru lagð- ar á hvað innflutning á þeim til landsins snert- ir. Ilvað slíkum vörum viðkemur, var hlutverk gjaldeyrisnefndarinnar ekki orðið annað en að skifta innflutningnum á milli innflytjendanna, en sú skifting fæst haganlegust með frjálsu fyr- irkomulagi á innflutningnum. Þess má geta í sambandi við tölurnar hér að framan um útgáfu leyfa 1938 fram yfir innflutn- ing, að á þessu hafði stundum áður verið enn meiri munur. Ef gera á grein fyrir því í hverju gildi þeirr- frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.