Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 11
Hinn 26. júní s.l. andaðist Pét- ur Magnússon, bankastjóri og al- þingismaður eftir uppskurð á Mas- sachusets General Hospital í Boston. .Hafði hann verið skorinn upp þrem dögum áður, vegna illkynjaðr- ar meinsemdar. Með honum er horfinn af sjón- arsviðinu einn af merkustu Islend- ingum þessarar kynslóðar og verður skarð það, er dauðinn þar hjó í röð forvígismanna þjóðarinnar ekki auðfyllt. Pétur Magnússon var fæddur að Gilsbakka í Hvít- ársíðu 10. jan. 1888 og því rúmlega sextugur að aldri. — Hann var sonur merkishj ónanna, séra Magnúsar Andréssonar prófasts og alþingismanns og konu hans, Sigríðar Pétursdóttur Sívertsen. Stúdentsprófi lauk hann árið 1911 og lögfræði- prófi árið 1914. Eftir það gerðist hann lögfræðing- ur hjá Landsbanka Islands og vann samhliða því al- menn málfærslumannastörf. Árið 1920 tók hann við málfærsluskrifstofu herra forseta Sveins Björnssonar, er hann varð sendiherra Islands í Danmörku, ásamt Guðmundi sál. Ólafssyni hrl., og ráku þeir hana saman þar til Guðmundul' sál. dó, en eftir það rak hann skrifstofuna ásamt Ein- ari B. Guðmundssyni hrl. og Guðlaugi Þorlákssyni, uns hann varð bankastjóri Landsbanka íslands árið 1941. Hæstaréttarmálafærslumaður varð hann árið 1921. Pétur sál. var afburðagóður málafærslumaður. — Gáfurnar voru miklar, hugsunin skýr og sanngjarn var hann í bezta lagi. Það hlaut því að verða, að á hann hlæðust opinber trúnaðarstörf. — Hann var skipaður framkvæmda- stjóri Ræktunarsjóðs Islands 1924 og einn af banka- stjórum Búnaðarbankans 1930, og hélt því starfi þar til það var lagt niður árið 1937. Árið 1941 var hann skipaður einn af bankastjórum Landsbanka Islands. I bæjarstjórn Reykjavíkur sat hann árin 1922—28 og var um skeið forseti hennar. Alþingismaður var hann um langt áraskeið. Lands- kjörir.n 1930—1933, þm. Rangæinga 1933—1937 og landskjörinn aftur frá 1942—1946. Árið 1946 var hann kjörinn 1. þm. Reykvíkinga, og var það er hann féll frá. Pétur sál. var einn af aðalforvígismönnum Sjálf- stæðisflokksins og sat bæði í flokksráði hans og mið- stjórn. Var hann einn af aðalráðamönnum hans, vitur, framsækinn en gætinn. — Þekking hans á þjóðmál- um var víðtæk og staðgóð og tillögugóður var hann um hvert mál. Friðsamur var hann en fastur fyrir. Þegar Ól. Thors myndaði samsteypuráðuneyti sitt árið 1944, var Pétur Magnússon fjármálaráðherra í stjórninni og efast ég ekki um, að sagan muni eiga eftir að meta verk hans þar að verðleikum. Eftir að það ráðuneyti vék frá völdum var Pétur á ný kjörinn einn af bankastjórum Landsbankans, við andlát Magnúsar sál. Sigurðssonar, en bankastjór- stöðu sinni hafði hann afsalað sér skömmu eftir að hann varð ráðherra, og er það eitt dæmi um dreng- skap hans og sanngirni. Pétur sál. var kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur Víborg og áttu þau mörg mannvænleg börn. Reyndist FRJÁLS VERZLUN 135

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.