Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 17
VIÐTAL BREYTUM HUGMYNDUMI VERULEIKA RÆTT VIÐ MARGRÉTI GUÐMUNDSDÓTTUR, 37 ÁRA REYKVÍKING SEM UNDANFARIN 5 ÁR HEFUR GEGNT STÖÐU FRAMKVÆMDASTJÓRA HJÁ Q8, STÆRSTA OLÍUFYRIRTÆKI í DANMÖRKU. Þeir eru ekki margir íslendingarnir sem hasla sér völl í æðstu yfirstjórn stórfyrirtækja erlendis. Sú ætlun var heldur ekki ofarlega í huga hjá Mar- gréti Guðmundsdóttur að fylla þann flokk nokkr- um árum síðar þegar hún, árið 1974, lauk stúd- entsprófi frá Verslunarskóla íslands. stJÓri hjá Q8, stærsta olíufyrirtæki í Danmörku. TEXTI: HÁKON GUNNARSSON MYNDIR: Hún lauk cand.oecon. prófi frá HÍ 1978 en í Iláskólanum tók hún virkan þátt í félagslífi og síðasta árið var hún formaður AIESEC-nefndar og átti það eftir að hafa sínar afleiðingar. AIESEC eru alþjóðasamtök hag- fræði- og viðskiptafræðinema og hafa höfuðstöðvar í Brussel en Margréti bauðst vinna þar sem hún þáði. Hún var þar í 1 ár og fluttist þaðan til Kaup- mannahafnar 1979 þar sem hún hefur búið síðan. Frjáls verslun tók Margréti Guð- mundsdóttur tali og var þá nærtæk- ast að spyrja hana að því hvers vegna hún væri ekki farin heim fyrir lifandi löngu því hún lauk cand.merc. þrófi frá Handelshpjskolen í Kaupmanna- höfn 1981, þá 27 ára gömul en með víðtæka menntun og reynslu úr at- vinnulífinu: 1 H. HANNESSON 5ÁR HJÁESSO ,Já, það er nokkuð sérstakt því hugurinn stefndi heim eins og reynd- ar alltaf en maðurinn minn, Lúðvíg Lárusson, var í námi í sálarfræði við Kaupmannahafriarháskóla á þessum tíma og ég ákvað að reyna að fá vinnu meðan hann var að klára. Það gekk ekki alveg nógu vel þannig að til að nýta tímann skrifaði ég bók um starfs- mannastjórann á meðan. Sú bók hefur víst talsvert verið notuð við kennslu heima þótt ég tæki kannski aðeins öðruvísi á efninu ef ég væri að skrifa svona bók í dag. Þá gerðist það að Esso hér í Danmörku auglýsti stöðu hagfræðings í starfsmannadeild lausa og umsækjendurnir voru á milli 70 og 80. Ég var ótrúlega heppin og fékk starfið. Það, sem gerði útslagið, held 51

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.