Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 18
Q8 veltir um 100 milljörðum íslenskra króna á ári og er með 4000 starfsmenn á sínum snærum. Þetta er dótturfyrirtækið Kuwait Petroleum International, en móðurfyrirtækið er með aðsetur í London. ég að hafi verið reynsla mín frá Bruss- el en ég var orðin nokkuð góð í ensku eftir þetta ár og alþjóðafyrirtæki eru mörg hver mjög opin fyrir útlending- um,“ heldur Margrét áfram og vill gera sem minnst úr þessum árangri. „Ég var í 5 ár hjá Esso í ýmsum störfum í starfsmannadeild og síðast í markaðsdeild. Mér líkaði mjög vel hjá Esso en eftir 5 ár fannst mér kominn tími til að breyta til. Kuwait Petrol- eum hafði skömmu áður fengið nýjan prófíl, „Q8“, sem hafði vakið mikla athygli hér í Danmörku vegna mjög góðrar markaðssetningar á hinu nýja nafni. Þegar Q8 auglýsti stöðu starfs- mannaframkvæmdastjóra lausa var ég ekki í vafa um að það væri staða, sem mér þætti spennandi, og sótti um. Þetta var skref fram á við fyrir mig en þar sem ég vissi að fyrirtækið var mun minna en Esso var ég viss um að ég mundi ráða við það. Staðan hafði í för með sér að ég sat í fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins ásamt 5 öðrum framkvæmdastjórum. Það, sem ég hafði hinsvegar enga hug- „Með skipulagningu og samvinnu heima fyrir er hægt að samræma umönnun fjölskyldunnar og það krefjandi starf sem ég gegni hérna,“ segir Margrét Guðmundsdóttir. mynd um, var að Q8 stóð í samn- ingaviðræðum varðandi kaup á BP í Danmörku og þar með var litla fyrir- tækið ekki lítið lengur heldur eitt stærsta olíufyrirtæki landsins með ca. 10 milljarða dkr. í brúttó veltu og rúmlega 20% af olíumarkaðnum. Við kaupin á BP var nauðsynlegt að breyta framkvæmdastjórn fyrirtæk- isins. í hinni nýju framkvæmdastjórn hafði ég áfram starfsmannamálin á minni könnu en samtímis tók ég mjög virkan þátt í sameiningu fyrirtækj- anna. Við eyddum ótrúlega miklum kröftum í að vinna að markaðssetn- ingu, „corporate culture" og þess háttar. Erfiðið hefur borið árangur því hér má nefna að við erum talin meðal fárra fyrirtækja, sem hafa sloppið vel í gegnum samruna, og staða okkar í dag er gjörólík stöðu þeirra fyrirtækja sem voru sameinuð um svipað leyti. í dag höfum við framkvæmdastjórn með 6 aðilum og þótt við höfum öll okkar ákveðnu svið er ætlast til að við getum hvenær sem er tekið að okkur önnur verkefni hvenær sem þörf krefur. Mín svið eru í dag tölvudeild, 52

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.