Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 27
gera annað en freista þess að sækja sér afl til að eiga möguleika á að geta náð árangri í samkeppninni við risann á íslenskum ferðaskrifstofumarkaði — Samvinnuferðir-Landsýn. Þegar Helgi Jóhannsson fjallaði um meinta hagræðingu vegna kaupanna á Sögu og Atlantik, sagði hann í viðtali við DV: „Ef þetta er skilgreining á hagræðingu er hún að vissu leyti rétt ef hún gengur út á að kaupa upp sem flestar ferðaskrifstofur og helst að verða einir á markaðnum." Hverjir ætla að vera einir á mark- aðnum? Tæpast þeir sem enn eru minna fyrirtækið í samkeppni við það fyrirtæki sem Helgi Jóhannsson stýr- ir. MIKILL SKJÁLFTI Þetta dæmi er aðeins nefnt til að sýna þann skjálfta sem gripið hefur um sig vegna uppstokkunar ferða- þjónustunnar. Viðþrögðin eru ekkert óeðlileg hjá þeim sem hefur notið gíf- urlegs stærðarmismunar í sam- keppninni um árabil. Hann finnur að nú stefnir í harðari slag. En það sem við neytendur getum lesið út úr þess- um viðbrögðum er eitthvað á þessa leið: Skjálftinn er svo mikill að við getum treyst því að þessir tveir sterku aðilar muni leggja sig alla fram og berjast fyrir hverri krónu í kostn- aðarniðurskurði og þeir munu berjast hart um farþegana. Þetta hlýtur að leiða til hagstæðra verða á orlofsferð- um íslendinga. Geta þá ekki flestir verið ánægðir? Það eru ekki nema þrjú ár frá því að eftirtaldar ferðaskrifstofur börðust um sölu á orlofsferðum íslendinga: Samvinnuferðir-Landsýn, Útsýn, Úr- val, Atlantik, Saga, Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, Pólaris og Ferðamið- stöðin, sem breyttist í Ferðamiðstöð- ina Veröld snemma árs 1989 og inn- limaði þá jafnframt Pólaris, eftir að kaup Samvinnuferða-Landsýnar á Pólaris höfðu gengið til baka vegna ósættis milli þáverandi eigenda Pólar- is. Á þessum tíma var þegar augljóst að þessi samkeppni var hreint rugl sem hlaut að enda með uppstokkun — uppstokkun af því tagi sem nú hef- ur farið fram. Haustið 1989 keypti Úrval Ferða- HJÓLAÐ í RISANA Guðni Þórðarson hefur snúið aft- ur. Hann kont öllum á óvart í fyrra þegar hann flutti á annan tug þús- unda íslendinga til útlanda á vegum Flugferða-Sólarflugs. Hann er óút- reiknanlegur frumkvöðull í ferða- málum og sá maður sem mestan svip hefur sett á þessa atvinnugrein á síðari áratugum. Hann mun veita stóru ferðaskrifstofunum og Flug- leiðum öflugt aðhald, ef áform hans ganga eftir á þessu ári. skrifstofuna Útsýn af Þýsk-íslenska hf. og sameinuðust fyrirtækin í Úrval- Útsýn. Síðan gerist ekkert markvert í uppstokkun ferðaskrifstofanna fyrr en nú í janúar. Þeim, sem til þekkja, var þó ljóst að Veröld hlyti að springa í loft upp. Fyrirtækið varð til á skömm- um tíma snemma árs 1989 eftir að samstarfsslit urðu milli Ingólfs Guð- brandssonar, fyrrum eiganda Útsýn- ar, og þáverandi eiganda fyrirtækis- ins, en Ingólfi gekk erfiðlega að skilja að hann var búinn að selja fyrirtækið og fá það greitt að fullu. Vegna þess kom til árekstra sem leiddu til brott- farar Ingólfs, sonar hans og nokkurra félaga þeirra. Þessi hópur gekk til samstarfs við Svavar Egilsson um stofnun Veraldar. Fyrirtækið var allt frá upphafi félítið og veikt og meira rekið af vilja en mætti á sterkum til- finninganótum. Því hnigu flest rök að því að illa færi og urðu ýmsir til að spá því að þessi ferðaskrifstofa ætti eftir að fara veg allrar veraldar. Þegar svo til gjaldþrotsins kom var fjöldi farþega veglaus á Kanaríeyjum, kominn upp á náð og miskunn Flug- leiða, sem tóku að sér að flytja fólkið heim. Þessi saga öll hefur kynnt undir umræðum um nauðsyn þess að stjómvöld geri stórauknar kröfur til fiártrygginga frá þeim sem fá leyfi til rekstrar ferðaskrifstofa. Það mál hlýtur að verða tekið föstum tökum í framhaldi þessara atburða. Menn hafa látið sér þreföldun eða fiórföldun fiártrygginga til hugar koma frá því sem nú er. Hér er um verðugt verk- efni að ræða fyrir Neytendasamtökin. HVOR ER ÖFLUGRI? í þeirri umfiöllun, sem farið hefur fram í fjölmiðlum vegna uppstokkunar á ferðaskrifstofumarkaðnum, hefur ýmsum orðið tíðrætt um valdasam- þjöppun og vaxandi umsvif „Kol- krabbans". Víst er það rétt að Ferða- skrifstofan Úrval-Útsýn er í eigu Flugleiða og Eimskips. Flugleiðir eiga 81.5% en Eimskip 18.5%. Eins og kunnugt er á Eimskip 34% hlutafiár í Flugleiðum. Það er einnig ljóst að sjaldan hefur umræðan í þjóðfélaginu um valdasamþjöppun „Kolkrabbans“ verið eins mikil og um þessar mundir, í kjölfar merkrar metsölubókar Öm- ólfs Árnasonar um málið, sem kom út fyrir síðustu jól. En það breytir þó ekki þeirri stað- reynd að keppinauturinn, Samvinnu- ferðir-Landsýn, er í eigu sjálfrar verkalýðshreyfingarinnar og sam- vinnuhreyfingarinnar í landinu. Sam- vinnuhreyfingunni hefur hnignað á undanförnum árum en hún telur engu að síður tugi þúsunda félaga. Og innan verkalýðshreyfingarinnar eru nánast allar fiölskyldur í landinu með einum eða öðrum hætti. Menn skulu heldur ekki gleyma fjármálavaldi verkalýðs- hreyfingarinnar. í ljósi þessara staðreynda er spurt: Hvor „Kolkrabbinn" er kröftugri? Þessi öfl munu nú takast á í harðri samkeppni hinna sterku. Við neyt- endur njótum góðs af því. Hagræð- ingin skilar sér til okkar.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.