Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 28
A VETTVANGI MENN ÁRSINS1991 í ÍSLENSKU VIÐSKIPTALÍFI: ÞORVALDUR OG SKÚLI Þorvaldur Guðmundsson og Skúli Þorvaldsson veita viðurkenningarskjölum viðtöku úr hendi Magnús- ar Hreggviðssonar. Erlendur Einarsson er lengst til vinstri en hann er einn dómnefndarmanna. Um áramótin gengust Stöð 2 og Frjáls verslun fyrir vali á mönnum ársins í viðskiptalífinu á Islandi. Þetta er í fjórða sinn sem valið fer fram með þessum hætti. Að þessu sinni urðu feðg- amir Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk og Skúli Þorvaldsson á Hótel Holti fyrir valinu. Úrslitin voru tilkynnt í hófi sem haldið var á Hótel Sögu. Magnús Hreggviðsson, formaður dómnefndar sem annast valið fyrir Frjálsa verslun og Stöð 2, skýrði frá samdóma niður- stöðu nefndarinnar og afhenti þeim MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON feðgum viðurkenningarskjöl. í máli Magnúsar kom m.a. fram að það væri mat nefndarinnar að þeir feðgar væru afgerandi dæmi um íslenska athafna- menn sem ná frábærum árangri með frumkvæði, ráðdeild og dugnaði. Þeir Þorvaldur og Skúli tóku báðir til máls og þökkuðu þann heiður sem þeim væri sýndur með útnefningunni. Halldór Blöndal ráðherra tók einnig til máls og óskaði mönnum ársins til hamingju með sæmdarheitið sem hann taldi að þeir væru ákaflega vel að komnir. Halldór benti á þá skemmti- legu tilviljun að hann færi með þau tvö ráðuneyti, sem snéru að þeim at- vinnugreinum sem þeir feðgar hefðu einkum fengist við, þ.e. samgöngu- ráðuneytið sem fer með málefni ferðaþjónustu, hótel- og veitinga- reksturs og einnig landbúnaðarráðun- eytið en undir það heyrir m.a. svínar- ækt. Þorvaldur Guðmundsson hefur getið sér orð sem farsæll svínabóndi en hann hefur rekið svínabú að Vatns- leysu um áratugaskeið. Óhætt er að segja að val á mönnum ársins í íslensku viðskiptalífi hafi mælst ákaflega vel fyrir. 62

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.