Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 19
Flytja má allar upplýsingar um netið, en þar eru þó bragð og lykt eðlilega undanskilin. Notagildi þess eru nær engin takmörk sett. Hver sem er getur sent og móttekið skilaboð hvaðan sem er á hnettinum; pantað og selt, fengið upplýsingar um samgöngur á landi, sjó og í lofti, fengið upplýsingar um gengi gjaldmiðla og verðbréfa, farið inn í gagnabanka af ýmsu tagi, bókasöfn, dagblöð, tímarit, sent gögn í máli og myndum í prentsmiðjur, pantað mat og svo mætti lengi telja. Web (www) er vinsælasta nýjungin innan Intemetsins. Veraldarvefurinn lifir sjálfstæðri tilveru innan netsins þar sem heimasíður og skjöl eru tengd saman með tilvísunum eða svokölluðum linkum. Þannig má nálgast allar upplýsingar netsins frá einum stað með einni skipun. TÖLVUPÓSTUR En hvaða gagn hafa menn af því að tengjast Intemetinu? Frjáls verslun ræddi við Heimi Sverrisson hjá Plús Plús hf. en hann hefur lengi notfært sér kosti Intemetsins. „Ég er í samskiptum við fyrirtæki í Kaliforníu um hugbúnaðarþróun. Ég lenti í vandræðum með að setja upp hugbúnað frá þeim á dögunum. Þegar til kom reyndist vandamálið minna en við fyrstu sýn. Þar sem fyrirtækið er tengt Internetinu eins og ég gat ég veitt starfsmönnum þess aðgang að minni tölvu um tíma. Þeir logguðu sig einfaldlega inn hjá mér, lagfærðu það sem þurfti að lagfæra og logguðu sig síðan út. Þetta er aðeins eitt dæmi um kosti Internetsins," segir Heimir. Hann kaupir reglulega tölvubækur af bókaverslun í Cambridge í Mas- sacusetts-fylki í Bandaríkjunum en sú verslun hefur á boðstólum alla fáan- lega titla í tölvubókmenntum. Versl- unin er tengd Intemetinu og því tekur það ekki nema tvo til þrjá daga frá því Heimir pantar sér bók og þangað til hún er komin til hans. „Á sama hátt get ég fengið ýmsar handbækur sendar um Internetið. Síðan prenta ég þær út hjá mér. Það tekur mun skemmri tíma en að panta handbækur og bíða eftir að pósturinn skili þeim.“ Heimir segir að flestir Intemets- notendur noti tölvupóstinn eða E-ma- „Internetið er eins og þjóðvegur sem allir geta átt leið um. Við höfnum því ekki að lagður sé vegur að húsinu okkar þótt ýmsir vafasamir menn aki um vegina. En hins vegar gerum við ráðstafanir til að verjast þeim. “ — Pétur Pétursson hjá Plús Plús. INTERNET 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.