Alþýðublaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 15. septemfoer 1969 I staSintr, fyrst hætta var á snjóskriSu? RáSamenn ; þarna hljóta aS hafa séS snjóþekjuna og vitaS, aS } ekki var óhætt aS aka þar um. — Ég veit þaS ekki, svaraSi ég sannleikanum samkvæmt. — Ég var ekki í Noregi, þegar þetta \ gerSist. Ég sá aSeins fréttina í blöSunum. Menn gerSu víst ráS fyrir því, aS hún hefSi látiS sem hún • sæi skiltiS ekki. Ég hef ekki hugmynd um annaS en l þiS. — Leyfist mér að spyrja, hvar þú varst, þegar ; slysið varð og um ástæðuna fyrir því, að þú varst ekki með herrni? spurði frænka mjög alvarleg á ; svipinn. — Ég var í Kaupmannahöfn, Inga frænka, og f pabbi hlýtur að hafa sagt þér allt þetta. Hann veit allt um þetta. -— Pabbi þinn vildi ekkert um þetta tala og ég ef. ast um, að Hákon og þessi-kona hans.... Hún kallaði Friðmeyju aldrei annað en „þessa konu harrs'' og það fór alltaf í taugarnar á mér, því að Friðmey var indælis manneskja og hafði oft reynzt mér vel. Já ,eiginlega þótti mér reglulega vænt um hana og það var meira en ég gat sagt um Hákon frænda, því að hann fór í taugarnar á mér. — Hún heitir Friðmey, en ekki „þessi kona hans," gat ég ekki stillt mig um að segja. — ... .og þessi kona hans gæti fengið þig til að segja sér allt af létta, sagði Ingveldur frænka og lét sem hún heyrði ekki framískot mitt. — Hins veg- ar bjóst ég við því, að þú myndir segja mér allt af létta. Við erum afar líkar og eigum sameiginleg á- hugamál að mörgu leyti og auk þess langar mig til að ræða peningamál við þig. Varstu með Guðjóni, þegar slysið varð? Ég leit upp, því miður, hvað aldrei skyldi verið hafa, því að ég vissi, að skelfingarsvipur var á and- liti mínu. Ég hefði heldur átt að líta undatr, en það er nú of seint að iðrast eftir dauðann. — Vilduð þið fá að vera ein? spurði Ingveldur frænka, og ég sá það á henni, að nú áleit hún, að hún hefði fundið ástæðuna fyrir þessari framkomu minni. Eg veit, að hún hélt, að ég ásakaði mig fyrir dauða stjúpu minnar, vegna þess að við við Guðjón hefðum stungið hana af í eigingirni okkar. — Ætli það ekki, tautaði ég. Ef hún hefði nú * bara vitað réttu ástæðuna! 1 — Þú ert erfið við mig, væna mín. Eg er að spyrja þig um andlát stjúpu þinnar. Það er ekki eins og hún hafi verið ættingi þinn. Að vísu var hún bæði falleg og aðlaðandi, en ég þoldi hana aldrei vel. Mér fannst hún alltaf svo mikil yfirborðsmanneskja. Það fór hrollur um mig. Ég vissi að vísu, að frænka r mín var mikill mannþekkjari, en mig hafði aldrei ! grunað, að hún hefði séð við stjúpu minni. — Ég hef áhyggjur af öllu þessu, og kannski mest [ ar vegna þess, að mér virðist þú hafa’fengið tauga. I I I 12. | INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR I áfall, sagði frænka mín. — Taugaáfall? spurði ég, og skildi hvorki upp né niður í þessu.. — Já, taugaáfall, sagði frænka ákveðin. — Þú hefur án efa fengið slæmt taugaáfall, enda má merkja það á öllum þínum orðum og gerðum. Ég vil fá að vita ástæðuna fyrir þessu. Það er svo margt, sem ég ails ekki skil. Hver átti bíli.nn, sem stjúpa þín var í, og hvert var hún að fara? Hver var með henni skömmu áður en slysið kom fyrir? Hvar hafði hún verið og hvert var hún að fara? Já, það er þetta, sem ég vil fá að vita,. og mér finnst það hneykslan- legt, að enginn skuli geta svarað þessum spurningum mínum. Það lítur út fyrir, að allir vilji helzt láta málið niður falla og,... Ætli pabbi vilji ekki gleyma þessu eins fliótt og hann getur, svaraði ég. —- Ég vil það sjálf. Þetta var slys, og það hefði eins getað komið fyrir mig. Ætli hún hafi ekki fengið bílinn lánaðan hjá einhverj- um vinum sínum. Hún gerði það svo oft. Hvers vegna þarftu endilega að vera að rifja þetta allt upp, Inga frænka? Ég stóð upp og gekk niður að glugganum, sem lá út að vatninu. Eg reyrrdi að gleyma augnaráði stjúpu minnar, þegar ég skildi við hana í síðasta skipti. Stjúpa mín hafði látið sem hún hefði miklar og þungar áhyggjur af mér og Guðjóni, en að baki vingjarnleikans og yfirborðsáhyggnanna sá ég glampa á eitthvað annað í augum hennar. — Setztu niður aftur, telpa mín. Eg hef fleira, sem ég þarf að ræða við þig. Það er óumdeilanlegt, að þú hefur fengið taugaáfall, þegar þetta kom fyrir, en ég get ekki séð, að þess gerist þörf að láta þig ganga svona um í reiðileysi alla daga vegna þess. Þú ert frænka mín og einkaerfingi og ég verð að víta af þér í öruggri höfn áður en þú færð alla pen- ingana mína. — Ég kæri mig kollótta um þessa peninga þína, sagði ég reið. Frænka varð mállaus og hún starði undrandi á mig. Sennilega hefur hún tekið eftir því, að ég var náföl og því ákveðið að tala um eitthvað annað. — Heldurðu, að þið Guðjón eigið ekki eftir að sættast? spurði hún ákveðin. — Nei, svaraði ég 'reið og leit á.frænku mína. — Alls ekki! Eg vil gjarna sjá þig komna í örugga höfn, áður en ég dey, hélt frænka áfram. — Þú þarft að róast. — Þér hefur tekizt ágætlega að vera í þinni ör- uggu höfn, án þess að trúlofast eða giftast, sagði ég og skildi nú eiginlega ekkert í mér fyrir að segja þessi orð, því að Munda dáðist mikið að þeirri tryggð frænku minnar að hafa aldrei gift sig eftir að unn- usti hennar drukknaði. „Og það eins og margir vildu I I I I i I I I I ! I I I i I I Smáauglýsingar TRÉSMÍÐ AÞ J ÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverkl húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfnm fyrirliggjandi: Brettl — Hurðir — Véliairlok — Geymslulok á Volkswagen í allffestum litum, Skiptum á eimum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhrelnsun. VönduS •g góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐA STJÓRAR Gerum við allar tegundlr blfreiða. — Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogl 14. Sími 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og gerl við bólstruð húsgögn. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíð 28, simi 83513. Munið Nýþjónustuna Tek að mér allar minniháttar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnum í heima húsum. — Upplýsingar í síma 14213 kl. 12— 1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jaröýtur - Traktorsgröfur Höfum tii leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgrðf- ur og bílfcrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgarinnar. JarSvinnsian sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veitingaskálinn, Geitháls!.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.