Alþýðublaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 15
AlþýðU'blaðiS 19. september 1969 15 ÁHORFANDINN Framhald úr opnu. hvor öðrum. Annar hópurinn erum við og hann er kallaður Óðinsleikhúsið. í því eru 11 leikarar, þar af 8, sem leika í þessu leikriti, en 3 eru nýir og byrja á þessu starfsári. Hinn hópurinn er kallaður Studio II og hann leggur stund á mímulist (látbragð), en vinnur einnig núna með talaðferðum. — Hvernig er þessum nám- skeiðum háttað hjá ykkur? iÞegar við tölum um leik- smiðju, er hægt að segja, að hún sé nokkurs konar norrænt mikroinstitute, þar sem margt gerist. í fyrsta lagi er þar sam- valið lið leikara, sem æfir sig eftir ýmsum starfsaðferðum og gerir tilraunir með uppfærslur. Árangur tilraunanna er síðan fluttur yfir í verkið, sýninguna sjálfa. Annars vegar getur leik- smiðjan verið nokkurs konar opið torg, þar sem leikhúsfólk hefur tækifæri til að kynnast tekniskum aðferðum hvers ann- ars innan frá. Þá höfum við þessi námskeið, tvenn slík eru haldin ár hvert og á þau koma menn eins og Dario Fo, Krejka frá Tékkóslóvakiu, Decroux og Lecoq frá Frakklandi, Grot- owski frá Póllandi, Marowitz frá Englandi, Chaikin frá USA o. s. frv. Samhliða þessu fer einnig fram útgáfustarfsemi á okkar vegum, gefið er út blað, sem kallast TTT (Teatrets Teori og Teknik) og einnig gef- um við út bækur um leikhús- mál, sem yrðu annars ekki gefnar út á Norðurlöndum. — Fyrsta bókin, sem við höfum prentað, er um Grotowski sjálf- an og verk hans (Towards a poor theatre). Næsta bókin er eftir Piscator um hið pólitíska leikhús. Hún hefur aldrei ver- ið gefin út fyrr á Norðurlönd- um. Þar með kveðjum við mann- inn á bak við gleraugun og eitt merkilegasta leikhúsundur á N or ðurlöndum. Gústaf. 1232 MILLJ. Framhald bls. 7. hefja endurgreiðslu á vaxta- lausum framlögum hinna fjög- urra Norðurlandanna, og skal endurgreiðslu þeirra lokið í lok 25. starfsárs sjóðsins. Þá verður sjóðurinn eign íslenzka ríkisins, og gengur samningur- inn þar með úr giidi. Sjóðurinn mundi veita lán til íslenzkra iðnfyrirtækja eða lánastofnana, sem hafa sama tilgang og sjóðurinn, svo sem iðnlánasjóðs. Sjóðnum er ætlað að örva þróun útflutningsiðn- aðar og jafnframt að styrkja samkeppnisaðstöðu þeirra iðn- ar iðnaðarvörur. Sjóðurinn get- greina, sem keppa við innflutt- ur ábyrgzt lán, sem aðrar stofn anir veita iðnfyrirtækjum. Einnig mundi hann veita hag- stæð lán eða framlög vegna tækniaðstoðar, rannsókna og til markaðsöflunar. Gert er ráð fyrir, að stjórn sjóðsins skipi 5 menn, einn .frá hverju landi, og hefur hún með höndum yfirstjóm sjóðsins. Sér stök framkvæmdastj órn mundi taka ákvarðanir um lánveit- ingar og aðra starfsemi sjóðs- ins. í henni yrðu auk fram- kvæmdastjóra fimm fulltruar íslenzkra banka. Framkvæmda- stjórinn annist mannaráðning- ar og daglegan rekstur. Stofn- samningurinn tæki gildi, þegar hin Norðurlöndin hefðu full- gilt aðildarsamning íslands - að EFTA. PANTANIR Framhald af bls. 16 sýningu í Kaupmannahöfn - í vor teikningu af sófasetti, sem hann er með á sýningunni. Eru seturnar úr svampi, en undir þeim er „springdýna“ sem ger- ir þáð að verkum, að stólarnir eru alveg einstaklega mjúkir. Kemur þetta sett til með að kosta milli 60 og 70 þús. kr. Um útflutning sagði Óskar, að vitanlega kæmi þessi fram- leiðsla ekki til greina, en hann framleiddi einnig húsgögn sem teiknuð eru hér á landi. Hefur hann það eftir dönskum hús- gagnasmiðum, að íslenzk hús- gögn standist yfirleitt fyllilega samkeppni við húsgögn frá hinum Norðurlöndunum. En að lokum sagði Óskar, að al- gjört skilyrði fyrir útflutningi á húsgögnum sé, að skapaður verði alveg sérstæður íslenzk- ur stíll. Heimsmet Framhald bls. 13. Austurríki hlaut sín fyrstu gullverðlaun á EM, er Prökop sigraði í fimmtarþraaxt kvenna hlaut 5030 stig. Meta Antenen, Sviss, sem flestiir höífðu spláð sigri, varð önp,ur með 4793 stig og Sizilköív'a, Sovét þrið ja mieð 4773* stig. Unigverjar unnu tvöfaldan siigur í spjó'lkasti kvenna, Nemteth sigraði, kastaði 59,76 m. og Paulanyi varð önnur 58,80 m., SoMatenko, Sovét varg þr ðja 56,56 m. Baráttan var geysihörð í há'stclkiki ikvenna, fjérar fyrstu stulkku 1,83 m. í þess- ari röð: Rezikova, Tókk, Laz- areva, Sovét, Raknova, Ték!k~ R. Schimidt, A.-Þýzlkal. Næstu fjórar stuklku allar 1.77 m. — Auglýsingasíminn er 14906 Framhald af bls. 1. : urn vanda þeirra, <— þetta sé allt lygi. Við þá húsbyggjend ur sem í prfiðleikum eiga með að halda húseignum sín um en hafa treyst á fyrir- greiðslu ríkisvaldsins segir Þjóðviljinn. Það er engin von, — .ríkissttjórnin lýgur. Þið fáið ienga lánsfjárfyrir- greiðslu og ekkert um ann- að að igera en þig losið ykk- ur við íbúðir ykkar ef'þið get ið áður en sú byrði ríður ykkur til fulls. Þið fáið enga sðstog því allir Ijúga að ykk- ur. -- Við þá byggingariðnaðar- menn,- ,sem litið hafa með kvíða til vetrarins vegna ótt- ans við atvinnuleysi segir Þjóðviljinn. Þið hafið enga von. Þið fáig enga vinnu því það fé, sem ríkisvaldið hef- ur lýst yfir að veitt verði til byggingarframkvæmda er lygi ein og tóm. Byggingar- iðnaðurinn í landinu er að hrynja saman vegna svika ríkisstjórnarinnar. Forðið ykkur áður en það neyðar- ástand skapast. Þið hafið engu að treysta því allir Ijúga að ykkur. Þefta eru kveðjur Þjóðvilj. ans til húsbyggjenda og bygg ingastarfsmanna, slíkt er gegndarlaust ofsóknaræði kommúnista þegar þeir fyll- ast bræði í garð pólitískra andstæðinga sinna afj þá skal ekkert fyrir standa, öllum staðreyndum. öllum hagsmun xun, sem ekki þjóna ofsókn- arhneigðinni kasiað fyrir rcða. Alþýðublaðið vill því segja húsbyggjendum og starfsfólki í byggingariðnaði að taka þess- um fullyrðingum Þjóðviljans eins og til þeirra er stofnað og blaðið veit, að slíkur málflutn- ingur kommúnista hefur aldrei og mun aldrei skírskota til al- mennings á fslandi. Það kemur mjög skýrt fram í fréttatilkynningu félagsmála- ráðuneytisins hvaða aðgerðir á að gera í húsnæðismálum og getur hver einstaklingur sjálf- ur dæmt um, hvort hér sé um raunhæfar ráðstafanir að ræða eða einbera lygi og fláttskap. í fréttatilkynningunni segir, að í viðbót við þau lán, sem koma til útborgunar nú í októ- ber verði reidd af höndum lán hæfar voru 1. ágúst s.l. og þau lán muni koma til útborgunar í byrjun nóvember. Þær íbúðir, sem fokheldar verða á tímabilinu frá 1. ágúst til 31. desember munu hljóta lánsfjárfyrirgreiðslu þegar eft- ir áramót og munu þau lán koma til útborgunar 1. febrú- ar 1970. Alþýðublaðið leggur það svo undir dóm húsbyggjenda sjálfra svo og starfsfólksins í bygging- ariðnaðinum hvort slík fyrir- greiðsla af hálfu hins opinberá sem veitt er fyrir meira fé en byggingarsjóður hefur nokk- urn tíma áður fengið til ráð-, stöfunar sé í þeim anda eða ekki með því auðnist að efla byggingariðnaðinn stórlega og allt atvinnulíf í starfsgreininni. Alþýðublaðið vonar að of- sóknaræði Þjóðviljans og blind ar bræðisárásir blaðsins á ríkis- stjórnina verði ekki til þesa skaða fyrir húsbyggjendur og starfsfólk í byggingariðnaði sem orðið gæti, ef það fólk léti glepjast til þess að taka mark á lygasöng kommúnista. — Skrifstofuhúsnæði Opinber stofnun óskar eftir 35—45 fermetra skrif'stofuhúsnæði í miðbænum. Upplýsingar í síma 24609. ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar sendla strax, hálfan daginn. AKRANES VÖLLUR: Á mbrgun (laugardag) Í.A - Í.B.V kl. 16.00. Verð aðgöngumiða: Fullorðnir kr. 75,00, toörn kr. 25,00. ATH.: Aukaferð með Akraborg frá Reykja- vík kl. 14.30 og til baka frá Akranesi kl. 19.00. MÓTANEFND

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.