Alþýðublaðið - 22.09.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.09.1969, Blaðsíða 5
Alþýðublaðið 22. september 1969 5 Pmmkvæm dast jóri: Þórir Saemundssoa Ritstjori: Krútján ficrsi ÓUfison (4b.) Fréttaitjórí: Signrjón Jóhannsson Auftlýsinfutjórí: Sigurjóu Azi Sigurjónssoa tHpcfcndi: Nýja útfrifufólagHJ Frcnsmiðja Aljijóublaðsinjj Fcsrsæl utanríkisstefna Á laugardaginn var Ihélt Emil Jónsson, utanríkis- ráðberra, til 24. þings Sameinuðu þjóðanna, og mun 'hann ávarpa allsherjaiþingið á morgun. 1 þeim þætti stefnuskrár Alþýðuflokksins, sem lýt- nr að utanríkismálum, er 'lögð mikil áherzla á erl- ingu Sameinuðu þjóðanna og er hlutverk íslands á þeim vettvangi ásamt með sem víðtækustu samstarfi við hin Norðurlöndin tv'eir meginþættir utanr/kis- stefnu Alþýðuflokksins. í stefnuskránni segir m.a. svo: „Alþýðuflokkuirnn t'elur, að utanríkisstefna ísfend- inga skuli gegna því hlutverki: Að tryggja ful'lveldi þjóðarinnar og lýðræðislegt stjórnarfar í landmu Að tryggja vinsamleg samskipti við allar þjóðir, á- samt hagkvæmum og heilbrigðum viðskiptum við 'þær Að stuðla að friði og frelsi í heiminum. Alþýðuflckkurinn telur, að friður og frelsi verði bezt tryggt með því, að Sameinuðu þjóðirnar verði ef'ldar þannig, að allisherjarþing þeirra fái vald tiil þess &ð setja lög um samskipti þjóða, hafi öflugt lögreglu- lið til að framfylgja lögum sínum og samþykktum, en alþjóðlegur dómsitóll d'æmi í ágreiningsmálum rikja í miTli. Unz þetta verður að veruleika, telur Alþýðuflbkk- urinn óhjákvæmilegt, að frjálsar þjóðir myndi með sér bar dálög á einstökum svæðum til að spyrna gegn útbreiðslu ofbeldisstefna, sem keppa að heimsyfir- ráðum og undirokun.“ Ráðherrar Aiþýðufkkksins hafa farið með utan- ríkismál á íkandi samfleytt á annan áratug, fyrst Guðmundur í. Guðmundsson og nu Emil Jónsson. Á þessu'm tíma hefur stefna Alþýðuflokksins því iagt grundvöllinn að farsælli utanríkiis'stefnu íslenzku þjóðarinnar, sem hefur einmitt einbennzt af sífellt virkari þátttcku íslands í sitarfi Sameinuðu þjóðanna og annarra a'lþjóðasamtaka til varðveizlu friðar í heiminum og sífellt aukinni s'amstöðu íslendinga með frændþjóðunum á Norðurlöndum og samstarfi við þær á alþjóðavettvangi. Annarleg sjónarmið Ráðstöfurum rikisstjórnarinnar í húsnæðismálum Iiefur lítt verið fagnað af stjórnarandstöðunni og s'krif stjórnaranddtöðublaðanna um þau mál hafa mótazt af öðrum og annarlegri forsendum en hagsmunum húsbyggjenda. Hefur Þjóðvilljinn þó gengið lengst í Sh'kri málsmeðferð, eins og vænta mátti. Skrif hans cll ganga út á bað að revna að draga kjarkinn úr hús- byggjendum og starfsfólki í byggingariðnaði með því að haida staðfastlega fram, að öll áform ríkisstjórnar- innar í húsnæðismálum séu lygi tóm. Eru skrif blaðsins dæmigerð fyrir kommúnista, að þegar þeir fyllast heift og bræði í garð pólitískra and- stæðinga sinna, er hagsmunum þjóðarinnar álger- lega kastað fyrir róða, svo að þeir megi þjóna árásar- hneigð sinni óheftir. * ccsoeC 'Ococcocczoc'~ • oec*ceeoe@©o HEYRT OO SÉÐ ... QUEEN MARY BREYTT í MERKILEGT SJÖSAFN □ Nú um þessor mundir er unnið að gagngerum breytingum á fyrrver- andi Atlantshafsfari Cuncards, — nefnilega hinu fræga skipi „Queen Mary“. Ætlunin er að gera „Queeri Mary“ að lifandi og fróðlegu sjó- safui í fjórðu stærstu borg Kaliforn- íu, Long Beach, Langasandi. Gert er ráð fyrir, að þrjár milljón- ir gesta imuni heimsækja safnið ár- lega. Stefnt er að því, að fyrsti hluti safnsins verði tilhúinn þegar á næsta ári. Auk sjálfs scfnsins verður inn- réttað í skipinu hótel, mótel, báta- hcfn fyrir 40000 farartæki og margir veitingast’ðir. Sjósrfnið á bæði að sýna sögu sjó- ferða iog vísindi, er varða siglingar. Upphæðin, sem verja á til breyt- inr nna á ,.Queen Mary,“ nemur 40 milljónum idollara. Greiða aðilar 1.20 milljónir doilara fyrir stöðugt legu- pláss fyrir skipið í höfn. Hótelherhergi í skipinu verða 411 t»Mns. Þá verður í skipinu nætur- klúbbur, sem borgin keypti á sínum tíma fyrir 3.45 milljónir dollara. Leitazt verður við að sýna í safn- inu hin ýmsu fyrirbæri hafsins, skipaleiðir, vélakost skipsins og sigl ingatæki framtíðarinnar, — svo að eitthvað sé nefnt. Þá verður eianig í safninu deild, sem sýnir sitthvað frá árdögum siglinganna. Verður þar m. a. til sýnis gamalt sjófar í Sfullri stærð og munu siglutré þess gnæfa margar mannhæðir í loft upp. Gerð verður tilraun til að „útbúa“ sömu aðstæður og ríkja á ihöfum úti í vitlusu veðri og haugasjó, þannig að gestir geti átt þess kost að finna, hvernig það er að vera sjómaður í blindþrku og nístandi kulia. Ekki verður gömlum sjómannasöngvum heldur gleymt. Alls mun sjálft sjó- safnið t ka um 50% skipsrýmisins um horð í „Queen Mary.“ Stærsti veitingasalur skipsins á að rúma 1100 manns í anat. Reynt verð- ur að halda sem flestu í soma horf- i iu og var, þegar „Q.ueen Mary“ var sjósett 26. septemher 1934. frá Chevrolet □ „Pínubíllinn“ frá Chevro let — eða eftir þeim skiln- ingi, sem Ameríkanar leggja í það org — verður væntan- lesra settur í framleiðslu um mitt árið 1970, herma fregn ir frá Detroit. Hann verður búinn fjögurra strokka vél, blokk úr áli og yfirliggjandi ventlaás, en það er cinmitt sú vélargerð, sem þá verður orðin algengust í evrópskum bxlum um það leyti. Þegar „pínu“-Chevroletin'n 'k'amst á færibandið, verðui' hann framleiddur í nolklkruim útgáfum. En enginn sikyldi búasit við einbverju óvana- legu, saim'fevæimt því sem for- seti GM-venksmiðjanna, 101™ Z. Delourain, hefur sagt. Síðustu miánuðina hafa komið upp svo margar tilgátur um gerð þessa bílis, að menn beggja vegna Atlantshafs'ns, eru orðnir þreyttir á getgátun uim. Sannleifeurmn er nefni- lega sá, að enginn veit nofek um sikapaðan hlut fyrr en eftir ótal tilraunir með marga m simiunandi tilraunabíla. 1 þessu tilfelli er hvorki um að ræða ,,central“ né „pön,nuikökumólor“, heldur verður vélin ósköp venjuleg. Ag nýr pínuíbiíll frá öhevro- let igeti orðið evrópsku bíl- uitiaxmi slkiæður keppinaut' ir, er svo önnur saga, en það er að sjálfsögðu ætlunin, að svo verði. —■ •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.