Alþýðublaðið - 04.05.1970, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.05.1970, Blaðsíða 2
2 Márudagur 4. rríaí 1970 O Finnur veilur í málflutningi stúdentanna. O Verður þetta unga íólk betra þegar það er sjálft í valdaaðstöðu? 'O Hver er hinn útskýranlega ádeila ungs fólks á þjóðfélagið? •;iQ Stærri skilti með götunöfnum; betri merkingar á stöðum og leiðum. ' □ Hinir lægst launuðu eiga að fá ríflega hækkun. 'Q Bæði andbyr og velgengni líður hjá. > LUKTAR-GVENDUR sendir ;mér athyglisvert bréf; „Kæri taötu-Gvendur. — Ég stend að flestu leyti með unga fóikinu, Bem fer fnam á meiri styrki og meiri lán til að mennta sig, ’þ.e.a.s. mér er ljóst að fram- ítíðarmöguleikar okkar eru bundnir aukinni menntun á öllum sviðum. En ég á bágt ‘með að skilja það hátur, sem rætt um þjóðfélagsástandið, hór þurfi öil að breyta-. Rétt er það, en tii þess aið breyta þurfa menn að hafa skoðun og hafa þor til að fylgja henni fram til sigurs. Það eru stú- denitar í öllum valdastöðum þjóðfélagsins, en raunveruieg- ir baráttumenn fyrir auknu lýð ræði og jöfnuði í þjóðféláginu eru ek'kert frekar í hópi stú- mai*gt af þessu fól'ki virðíst bera denta en verkamanna. Mikið til menntamálaráðherra og ut- • aniríkisráðherra, og svo fkuniast mér áberandi veilur í málflutn 1 ingnum. f FYRST að 11-menningarnir I 'tóku af skarið og hrundu aif ptað svo merkilegri hreyfingu .meðal -námsmainna, hva-ð er þá á móti því að þjóðin fái að tjá -nöfn þessara hugprúðu lilta? • : 4 í ANNAÐ. Varla hefur þjóð- félagið gent skammarlega lítið 1 fyrir námsmenn að undan- 1 förnu, úr þvi að ekki sauð upp úr fyrr en nú — í kjölfar tveggja gengislækkananna og ejlmenns vandræðaáLStands. i ■ ÞRIÐJA. Stúdentum er tíð- má vera ef rannsókn leiddi ekki í ljós að jöfnuður í þjóð- félaginu sé í öfugu hlutfalli við fjölgun stúdenta. » FJÓRÐA. V erkaf ólk, sem hefur stritað alla sín.a ævi, hef- ur oft gefið a'llar sínair eigur tii framdráttar einhverjum göf- ugum málstað. Það er ákaflega sjaldan sem maður heyrir um ilækna eða lögfræðinga isemt hafa gefið svo mikið sem 1 % 'af þeim eignum sem þeir hafa náð af samborgurum sínum. FIMIWTA. Til þess að breyta þessu þjóðfélagi þui'fa menu iaiS skilja eðli þess. í byrjun þairf að skilgreina hverjin’ arð- ræni hverja og með hvaða ráð- um. Trúlega verður þetta ekki Igert fyrr en '^’jjgprúð1 j námsfólk er sezt hér í valda- etöður. Það verður gaman að bera saman róttækni þess þá og, nú. Með kveðju, Luktar Gvendur.11 V ÉG TEK UNDIR sjónarmið ‘ Luktar-Gvendar. — Ólga.n í ungu fólki er ekki marklaus og hún er ekki tóin óeirðasemi þótt sýnilega sé töluverðri hysteríu blandað samanvið. Þetta er greinileg hreyfing, — eitthvað nýtt að koma. En ég vildi gjaman að betur kæmi fram hvað unga fólkið vill. Margir eldri menn bíða bókstaf lega eftir að vita hvað unga kynslóðin vill. Við emm ekki allir tómir fantar þótt vlð sé- um komnir um fimmtugt, við erum heldur ekki all.ir arðrænd ir aumingjar eða arðræningjar og við vonum að unga fólkinu eigi eftir að íakast betur en okk ur hefur tekizt. I EN HVAÐ VILL unga fólk- ið? Hér með er auglýst eftir svari. Það er vandalaust að standa upp og segjaSt vera á móti vonzku mannamna. Það er vandalaust að segjast vilja betri heim. En slíkar frómar óskir duga skammt. Ég er samt ekkert hissa þótt þetta unga fólk viti ekki hvað koma eigi. Það getur verið erfitt að segja til um slíkt. En því er atveg vorkunnarlaust að vita nákvæm lega hverju það er á móti. — Það em gamtar lummur að vera á móti NATO, her í landi, og stríðinu í Víe'tnam, Slíkt bendir ekki á frumleika. Þar í hópi eru eldri menn ekki síður. Ef okkar ágæta unga fólk meinar eitthvað sem ég vona að guð gefi að það geri, þá hlýtur það ia!ð vera einhver útskýranleg á- deila á gerð og uppbyggingu þjóðféla'gs.ins. Sú ádeila á að koma.skýrt- fram. GAMAN VÆRI að vita skoð anir ungs fólks á ýmsum spurs- málum dagsins. Til að mynda; Vill það aukinn laun'ajöfnuð eða minni, þ.e. miruna bil eða meira á miili t.d. læknis og verkamanns? Vill það meiri stóriðju, erlent kapital, og þa-r- með að líkindum hærri lífs- standard, eða að þjóðsn búi meira að sínu þótt það kosti lægri lífsstandaird eða a.m.k. hægari þi-óun í þá átt? — Ég skýt þessu fram og vona að ein- hver svari, en hvort eð er mun ég ræða þetta mál nánar áður en langt líður. ★ ÞEGAR ÉG var á gangi um götur Akureyrar þessa tvo daga sem ég stóð þar við tók ég eftir einu sem áreiðanítega er vinsæþ meffal aðkomu- manna og vei't að nefna þótt lítið kunni að þykja. Götunöfn eru skráð með stórum og greini legum stöfum. í Reykjavík eru götunöfn með smáu letri, að verður að teljast, og skiltih lítil um s;g svo oft gengur erfið lega að lesa þau álengdar, eink- um ef farið er að skyggja. Þetta er töluverður gal'l'i. Það á að gera fólki eins auðvelt að rata um bæi og borgir og hægt er. Mín tillaga er að götuskiltin í Reykjavík verði stækkuð og letrið á þeim haft stærra og greinilegra. I VIÐ ÍSLENDINGAR merkj- um alla hluti illa. Kannski finnst okkur enn að v;ð séum sveitafólk þarsem hver bær er þekktur eða menn raíi þar sem þeir eru ókunnugir með því tað guða á glugga eða berja þrjú högg á bæjarþil til að spyrja til vegar? En það gengur ekki inúorðið. Þess vegna hef ég áður hvatt menn til að merkja greinilega, heimreiðir að sveita bæjum, ár og aðra merkistaðl við vegi', sýslumót og þvíumlíkt. Ein'hver tók þetta upp, ann'að- hvort í skrifum eða á ann'an hátt, ég man það ekki, án þess að geta mín að nokkru, og læt ég gott heita, því ég krefst ekki höfundarréttar af hug- myndum, endaþótt viður'kemnt skuli að ráðvendni verður að teljast að geta þess sem fyrr hefur nefnt. NÚ í SUMA.R ættum við að hefjast handa um að setja merki við allar brýr, við öl'l vegamót sem ekki hafa þsgiar verið merkt og við atla sögu- staði sem einhverju eru taidir varða. Þetta kostia.r vafalaust töluverða peninga, en þetta er ræktarsemi við landi'ð sem vjð stöndumst ekki við að van- rækja. Áður en ekið er inní helztu þorp og bæi ættu að mæta vegfaranda stór skilti með nafni staðai'ins og útsýnis- skífur þarf að setja upp viða. Þessu er hér með komið til skila svo þeir sem um þurfa að fjalla geti hafizt bainda snemma og látið þetta verða eitt af vor- verkum sínum. ★ VERKALÝÐSFÉLÖGIN hafa sett fram kröfur um hærra kaup, og má segja að það sé réttmætt að þau fái nú veru- lega hækkun. Allir eru að heimta meiira og meira, og fyrst á að snúa sér að því að rétta' hlut þeirra sem hafa minnst.. Hagur þjóðarinnar hefur batn- >að á liðmum vetri, yertíðin1 •reynzt góð og staðan í viðskipt um við önnur lönd orðið hag- stæðari. Við höfum oft lifað mikil veltiár á síðustu þremur áratugum, en er svo veirðuir •missum við venjulega alve'g ráð og rænu og högum okkur einsog velgengnin hljótl að vera ævarandi. En í þetta sinn skulum við ekki gera það. Við skulum hækka kaup þeirra sem lægst eru launaðir, en við skulum annars fara með lönd- urri. v í GAMALLI kínversfcri bók hef ég lesið að þegair maður njóti friðar skuli hann vera eins vel á verði og væri hann í alvaiTegum vanda staddur til þess að geta komið ti'l móts við skyndilega örðugleika með til- |hlýðilegum hatl'i, en ,þegat.4 hann sé í vanda staddur eigi bann að vera eins rór og ef 'hann njóti mlkils friðar því þannig endist honum bezt vit og þrek til áð ráða íramúr miklum vanda. Mig lan'g'air til að snúa þessu uppá okkur ís- lendiinga og óska að oklkur auðn ist að vera í velgengni eins hófsamir og við þyrftum a& spara, en er á móti blæs eins bj'airtsýnir og við hefðum nóg ,af öllu. Minnugir S'kulum við vera þess að bæði andbyr og velgengni líður hjá. — innlendu þvottaefnin ódýrari - segir í niðurstöðu könnunar Neyiendasamtakanna □ Neytendasamtökin segjast geta með góðri samvizku hvatt neytendur til að kaupa ódýr- ustu þvottaefnin, sem væru ís- lenzlíu þvottaeínin, þar sem þvottahæini þfeirra séu engu síðri en dýrari þvottaefnisteg- und.a. Fýrsta töluhlað Neytenda- •blaðsins' 1970 er komið út í nýj- um búningi og er þar fjallað ýtarlega um þvotlaefni, sem á markaði eru, en Neytendasam- tökin hafa framkvæmt nákvæma rannsókn á þessari vörutegund með tilliti tili gæða, efnagrein- ingar pg verðlagningu. Þetta er fyrsta sjálfstæða rannsóknin af þessu tagi, sem Neytendasam- tökin efna tiþ en samíökin hafa í hyggju að framkvæma á næst- unni slíkar_ rannsóknir varðahdi varahluta- og viðgerðalþjónustu, trygglngaþjófiusíu, fiskdreifin.au, kjötframieiðslu og kjötsölu og ferðaþjónustu. Óttar Yngvason, formaður Neytendasaiwtakann.a, skýrði frá niðurstöðum athugunar sam takanna á verði og gæðum 'þvottaefna á blaðamannafundi fyrir síðústu 'helgi. Niðurstöðurnar eru í stórum dráttum þessar: Efnisinnihald ihinna ýmsu þvotiaefnistegunda er nokkuð mismunandi, en allar teguridir ættu að geta þvegið jafnvel. Mismunur Iþvoítaefnistegund anna íelst í öðrum airiðum eins og freyðandi, vatnsinnihaldi og inni'haldi bleikiefna, þ. e. efna, sem gera efr.in hvítari með því að eyða ljósáihrifum; án þess þó að gera klæðin hreinni. 'Sum þvottaefni eru nefnd, lágfreyðandi. Athugun sýndi, að þau freyða öll minna en önnur þvottaefni, en mismunur inn er stundum lítill. Pakkar 5 tegunda lágfreyðandi þvottaefna voru athugaðir: íva, C-ll, Vexy Skip og Dixan. Þvottaefnið Ox- an var ekki komið á markaðinn, þegar athugunin hófst. Af Iþessum lágfreyðandi þvottaefnum freyddi Vex mirinst en Dixan mest. Erlendu þvottaefnin Skip og Framh. á bls. 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.