Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 Pósturmn Útgefandi Ritstjórar Fréttastjóri Framkvæmdastjóri Markaðsstjóri Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egiisson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Þórarinn Stefánsson Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Linda og lögreglan Trúlega hefur ekki verið rætt um annað meira manna á meðal síðustu tíu daga, en samskipti Lindu Pétursdóttur og lögreglunnar í Reykjavík. Og það var landanum líkt að hafa málið talsvert í flimtingum og hálfkæringi, enda í sjálfu sér dálítið „kómískt" að ímynda sér fíleflda lögreglumenn í harðvítugum átökum við „þjóðargersemina“, einsog einn ráðherranna mun hafa kallað Lindu í þessu samhengi. En gleymum því ekki, að málið er í hina röndina grafalvar- legt og svo mikið er víst, að málsaðilum er ekki skemmt. Ef Linda hefur rétt fyrir sér eru viðkomandi lögregluþjónar sekir um gróít ofbeldi og eiga að taka sér eitthvað annað fyrir hendur en að gæta laga og réttar. Ef lögreglan hefur rétt fyrir sér er Linda sek um að úthrópa saklausa menn, í krafti þeirrar frægðar og athygli sem hún nýtur, og verður að svara til saka fyrir það. Málið er enn í rannsókn og fólk skyldi varast að hlaupa til ályktana um sekt og sakleysi á grundvelli tilfmninga og for- dóma. Frægt fólk býr oft við það, til góðs og ills, að öðru fólki finnst því þekkja það persónulega. Þannig gæti einhver álykt- að sem svo: Ég hef fylgst með Lindu árum saman, — hún hefur alltaf verið hvers manns hugljúfi og aldrei verið þekkt að neinu misjöfnu. Lögreglan hlýtur að ljúga. Aðrir hafa oftrú á óskeikulleika stofnana og starfsmanna ríkisins og segja sem svo: Vel þjálfaðir og grandvarir lög- regluþjónar myndu aldrei ganga fram með barsmíðar og meiðingar til að hafa hemil á varnarlítilli konu. Linda hlýtur að ljúga. Báðar staðhæfmgarnar eru ótímabærar. Fólk, sem að öðru jöfnu er dagfarsprútt, en hefur af einhverjum ástæðum lent í pínlegri uppákomu, þar sem lögreglan hefur þurft að koma við sögu, grípur stundum til þess í reiðikasti að skella skuld- inni af óheppni sinni á aðvífandi lögreluþjóna. Á hinn bóginn eru þess sannanlega ýmis dæmi, að einstak- ir lögregluþjónar hafi beitt tilefnislausu harðræði í samskipt- um sínum við venjulegt fólk, — og það er auvitað sýnu alvar- legra. Hvor útgáfan var uppi á teningnum í því tilviki, sem hér er gert að umtalsefni, veit í raun enginn nema málsaðilar sjálfir — og kannski ekki einu sinni þeir. í hita leiksins og geðs- hræringu geta einstaklingar upplifað, og endurlifað, sama at- burðinn hver með sínum hætti og talið sig skýra satt og rétt frá - þótt himinn og haf skilji á milli í framburðinum. Það vonda við mál af þessu tagi er að það er ekki endilega víst, og jafnvel ólíklegt, að sannleikurinn komi nokkurn tíma í ljós - - þrátt fyrir rannsókn þar til bærra aðila. Fullyrðing stendur gegn fullyrðingu og enginn til vitnis aðrir en beinir þátttakendur í atburðinum. Það er heldur ekki til bóta, að þegar hópur manna, í þessu tilviki Reykjavíkurlögreglan, tel- ur að sér vegið þá hafa menn tilhneigingu til þess af misskil- inni stéttvísi að verja hver annan fram í rauðan dauðann. Hér verður þó ekkert fullyrt um hvort það eigi við í þessu máli. Þrátt fyrir tormerkin á rannsókninni verða menn þó að vona, að komist verði til botns í málinu — hvorum megin sem sannleikurinn liggur. Páll Magnússon ’rgtmj \ Pösturinn Miöill hf., Vesturgötu 2, 101 Reykjavik, simi 2 22 11 Beinir símar eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999 Simbréf ritstjórnar 22243 - Símbréf auglýsingadeildar 22241 - Simbréf afgreiöslu 22311 Þarf ekki að auka líkbrennslu? „KirkjugarSarnir erufullir af ómiss- andi þingmönnum.“ Sveinn Allan Morthens svikari. Þess vegna er hann verk- stjóri en ekki listamaður „Eg skil ekki þegarfólk cetlar að mótmœla og lœtur það bitna á dauðutn hlutum sem það á ekkert Theodór Halldórsson yfirverkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Það fannst Lindu „Störf lögreglutmar eru afarfjöl- breytt. “ Ómar Smári Ármannsson blaðafull- trúi. Gris með asnaeyru ,,/fl, cetli ég verði ekki aðjáta það að ég hef verið dreginn á asna- eyrunum Ólafur Ragnar Grímsson fórnarlamb Jóhönnu. Sýndartillaga um stjórnlagaþing „Ekki er unnt að skilja tillögu Jóhönnu Sigurð- ardóttur um stjórnlagaþing öðruvísi en svo að hún hafni nú þeirri leið sem hún greiddi at- kvœði þar sem hún sat á ráðherrastóli á Þing- völlum.(< Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið iðin við að flytja alls kyns þingmál á Alþingi eftir að hún sagði af sér sem ráðherra og tók sæti sem óbreyttur þingmaður. Eitt þessara mála er tillaga um sérstakt stjórn- lagaþing sem taki stjórnarskrá lýð- veldisins í heild sinni til endur- skoðunar. Ég tel að flutningur þesssarar tillögu sé sýndarmennska. En það sem verra er: Samþykkt hennar myndi verða til þess að seinka um óákveðinn tíma eða jafnvel koma í veg fyrir mikilvægar stjórnarskrárumbætur sem í loffi liggur að ná megi samkomulagi um á yfirstandandi þingi. Endurskoðun mann- réttindaákvæðanna Á hátíðarfundi Alþingis á Þing- völlum hinn 17. júní síðastliðinn samþykkti þingheimur með 63 samhljóða atkvæðum ályktun um að stefnt skuli að því að íjúka end- urskoðun 7. kafla stjórnarskrárinn- ar sem að stofni til eru óbreytt frá 1874. Hefur lengi verið talið brýnt að gera þessi ákvæði nútímalegri og færa til samræmis við alþjóðlega sáttmála sem ísland á aðild að. Að baki samþylcktinni á Þing- völlum lágu meðal annars tillögur frá stjórnarskrárnefnd um ný mannréttindaákvæði og að sam- komulag meðal þingflokksfor- manna um að vinna áfram að mál- inu á yfírstandandi þingi með hlið- sjón af þeim tillögum. Það var eink- ar ánægjulegt að um þessa máls- meðferð skyldi nást samkomulag allra þingflokka. Hefur síðan verið unnið að málinu eins og fyrirhugað var. Á að hlaupa frá Þing- vallasampykktinni? Ekki er unnt að skilja tillögu Jó- hönnu Sigurðardóttur um stjórn- lagaþing öðruvísi en svo að hún hafni nú þeirri leið sem hún greiddi atkvæði þar sem hún sat á ráð- herrastóli á Þingvöllum. Með til- lögu sinni er þingmaðurinn í raun að hlaupa frá samþylcktinni 17. júní áður en endurskoðaðar tillögur um nýjan 7. kafla stjórnarskrárinnar liggja fyrir. Það er meira en lítið Þungavigtin Iformaður ÞINGFLOKKS Sjálstæðisfl. furðulegt. Jóhanna virðist annað hvort hafa gleymt samþylcktinni frá í sumar eða vera ráðin í að hafa hana að engu. Þingmenn geta auðvitað ekki fyr- irfram lofað stuðningi við tillögur um stjórnarskrárbreytingar sem þeir hafa ekki séð. En það er ótrú- legt að flytja nú tillögu á Alþingi sem felur þeinlínis í sér að vikið skuli frá þeirri málsmeðferð við endurskoðun þessa hluta stjórnar- skrárinnar sem þingið hefur sjálft ákveðið og það áður en efnislegar tillögur eru fram komnar. Leiðréttingu atkvæða- vægis frestað? Jóhanna Sigurðardóttir er með tillögu sinni í raun líka að leggjast gegn því að eðlilegar lagfæringar á vægi atkvæða milli kjördæma nái fram að ganga sem fyrst því slíkar breytingar útheimta stjórnarskrár- breytingar á yfirstandandi þingi. Hreyfing hefur verið fýrir því í öll- um flokkum að ráðast í breytingar í þessa veru þótt enn sé ekki ljóst hvers efnis þær verða eða hve langt þær muni ganga. Það hlýtur að vekja sérstaka athygli kjósenda í Reykjavík og á Reykjnesi að þesi þingmaður skuli nú flytja þingmál sem drepur þessu mannréttinda- máli á dreif. Tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur uni stjórnlagaþing er sýndartillaga meðal annars vegna þess að stjórn- arskráin gerir ekki ráð fyrir slíkri samkomu. Til þess að hún megi verða að veruleika þarf fýrst að breyta stjórnarskránni eftir núgild- andi reglum og heimila slíkt þing. Með slíkri samþykkt á þesu þingi, sem staðfesta þyrfti á næsta þingi eftir kosningar, væri verið að slá áðurnefndum umbótum á frest um ótiltekinn tíma og stefna þeim í voða. Skýtur það nolckuð skökku við þar sem helstu rök Jóhönnu Sigurðardóttur eru þau að dregist hafi úr hömlu að endurskoða ákvæði stjórarnarskrárinnar. Lofsverður áhugi en afleit aðferð Reyndar vekur það nokkra at- hygli að Jóhanna Sigurðardóttir slculi nú sýna stjórnarskrármálum svo mikinn áhuga. Man nolckur eff- ir því að hún hafi látið þau mál til sín taka þau sjö ár sem hún sat samfleytt í ríkisstjórn íslands? Beitti hún sér til dæmis nolckurn tíma fyrir því að flutt yrði stjórnarfrum- varp um stjórnlagaþing eða nýja stjórnarskrá? Ekki minnist ég þess. Hinn nýtilkomni áhugi hennar á að endurbæta stjórnarskrána er lofs- verður. Aðferðin sem upp á er stungið er hins vegar afleit eins og nú standa sakir og gengur þvert á þá þróun sem hafin er. Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, HalldórÁsgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.