Alþýðublaðið - 09.03.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.03.1972, Blaðsíða 1
LÍTIL SAGA IIM LITIHH WÓf OG STÖRAH BALA Innbrotsþjófur nokkur i llafnarfiröi var rétt drukknaöur i fyrrakvöld, eftir aö honum haföi veriö haldiö ofan i fuilum þvottabala þar til lifgjafi hans, lögreglan i Hafnarfiröi, kom á staðinn! Varö þjófurinn þá svo kátur, aö hann hljóp fagnandi i fang lögreglunnar, en aðeins fyrir skammri stundu heföi lögreglan sjálfsagt veriö honunt mjög ógeðfelld sjón, enda hefði hún þá gripið hann viö innbrot. Þjófurinn, sem var eitthvaö við skál, braut rúöu i húsi einu og skreiö þar inn. Hann haföi þó vart fótaö sig á gólfinu, þegar annar maöur, sem var gest- komandi i húsinu, réöst aö hon- um. Tók hann þjófinn taki, svo aö hann fékk engum vörnum viö komiö, keyröi hann á undan sér inn i vaskahús og stakk honum þar ofan i stóran þvottabala fullan af vatni, og hélt honum þar á kafi. Frh. á bls 4 Dómsdagur er i nánd, — og nú er þaö ekki neinn sértrúarflokkur eða siðhærður spámaöur, sem boöar okkur þessi tíöindi. l>að eru visindantenn viö eina virtustu visindastofnun Bandarikjanna, Massachusetts Tnstitute of Technology, sem gert hafa viöa- mikla könnun, meö aöstoö tölvu, á fólksfjölgun og sóun mannsins á náttúruauölindum. Og verði ekkert að gert cigum viö innan viö hundrað ár cftir. Okkar eina björgun cr, segja vis- indamennirnir, aö koma veröi á skipulagðri stöönun I fólksfjölgun og nýtingu hráefna og orkulinda, unniö að þvi aö náttúran nái jafn- vægi á ný, og barizt gegn mengun umhverfisins. Niðurstöður nefndarinnar, sem vann þessa könnun, vcröa gefnar út i dag. Þar segjast visinda- mennirnir, hafa gert tilraun til aö gera tölfræðilegt Hkan af heimin- um eftir hundraö ár, þegar tckið er miö af fólksfjölda, matvæla- framleiðslu, auölinda náttúrunn- ar, mengun og iönfrantleiöslu, svo og hinu flókna samspili allra þessara þátta. Bandariska stórblaöiö New Yrok Times skýröi frá þessari skýrslu s.l. mánudag, og sagöi þar aö samkvæmt licnni yröu endalok mannsins óviöráöanleg og ógnvekjandi. Þvi allir vi su hvert stefndi, enginn fengi vi! neitt ráöið, og inannkynið myndi deyja út á nokkuö löngum tima. Samt hcfur skýrsla þessi mætt nokkurri mótspyrnu, einkum af hálfu hagfræöinga. Einn, sem ekki vildi láta nafns sins getiö, sagöi aö hún væri tóin cndaleysa. Annar hagfræöingur, Simon S. Kuznets við Harvard háskóla, Nóbelsverölaunahafi, sagöist ekki hafa kynnt sér skýrsluna, en dró I efa aö með skynsamlegu móti mætti stöðva aukningu. Stjórnunarfræöingur sá dr. Dennis L. Meadows, sem stjórn- aöi þessari könnun, sagöi aö hún væri langt frá þvi aö vera full- komin, en þó væri hún sú bezta, scm gerð hafi verið til þessa. „Staðrcyndin cr hinsvegar sú," sagöi hann, ,,aö heimurinn hcfur ekki tiina til að bíöa eftir „fullkomnu Ifkani” af framtiðinni og eftir skilningi allra.” I viötali útskýröi dr. Meadows þetta á þann veg, aö þarna sé ekki um aö ræöa möguleika á þvi aö stöðva fjölgun og neyzlu eöa ekki. Það veröi ekki um neina fjölgun I aö ræöa I framtiöinni. Hins végar' segir hann aö við eigum mögu- leika á aö velja unt hvort við ger- um það sjálfir á þann veg, sem viö óskum, eöa látum náttúruna grípa til sinna ráða. Og vcröi náttúran sjálf látin ráöa, þá veröi oröin fólksfækkun I heiminum fyrir áriö 2100, einkunt af völdum hungurs og veikinda- faraldra. Til aö vera reiöubúinn aö mæta höröustu gagnrýni gerði MIT hópurinn ráö fyrir þvi I annarri«pá, aösamdráttur yröi (• I fólksfjölgun, mengun yröi minnkuö eins mikiö og hægt væri aö búast viö aö yröi gert i fyrsiu atrenu, nýjar orkulindir kæmu til sögunnar, stórbylting yröi i matvæiaframleiöslu og jafnframt yröi dregið verulega úr neyzlu. En það dugöi ekki til. t cngu tilfelli tókst aö seinka dómsdegi Frh á bls. 4 LOKA ÞEIR NÚ ALVEG Á LOBNUNA? „Við verksmiöjueigendur sitjum á stöðugum fundum þessa daga til þess aö ákveða, hvaö gert verður, hvort viö höldum áfram að taka á móti loðnu eöa hvort viö hættum þvi”, sagöi Jónas Jóns son, forstjóri Sildar og fiski mjölsverksmiöjunnar á Kletti, þegar blaöiö hafði samband viö hann í gærkvöldi. Og Jónas bætti þvi við, að ákvöröunar væri að vænta alveg á næstunni. Jónas kvaö aöal áhyggjuefnið vcra Veröjöfnunarsjóöinn, þvi ljóst væri, aö fé I þcirri deild hans, sem borgaöi með loðnu- afurðunum, væri nú þrotið. lleiknaö væri meö aö sjóðurinn greiddi 26-27 aura á hvert klló, og meö þeim 60 milljónum, sem til hefðu veriö i sjóðnum i byrjun vertiðar, heföi veriö hægt aö greiða upp I 200 þúsund tonna veiði. Nú væri veiðin hins vegar oröin vel yfir 250 þúsund tonn, og eftir aö komiö væri yfir 200 þúsund tonnin, hætti sjóöurinn aö greiða, eða öllu heldur mundi mcðal- greiöslan á hvert klló lækka eftir þvi sem meira veiddist, og gæti farið niður i 20-22 aura fyrir kílóiö. Jónas sagöi að svo virtist sem enginn áhugi væri hjá kaup- endum þessa stundina, þeir heföu nægar birgöir, og biðu eftir þvi hvort veiöar Perúmanna hefðu ekki lækkandi áhrif á markaönum. Vegna hinnar tregu sölu, þyrftu verksm iöjurnar Frh. á bls. 4 SJODURINN DUGIR EKKI, SEGIR OAVÍO | SÍÐA 3 NÝ VÉLASAMSTÆÐA OLLI MYRKVUN I N NI Allt orkuveitusvæöi Lands- virkjunar varð rafmagnslaust i rösklega hálftima i gær- kvöldi, en orkuveitusvæöiö nær upp i Borgarf jörö, yfir allt Reykjanes og Suöurland. öll ljós slokknuðu gersam- lega og mátti hvergi sjá ljós ' nema í gluggum banka og strætisvagna, en varastöövar eru i öllum bönkum og fara þær sjálfkrafa af stað jafn- skjótt og rafmagn fer af. Samkvæmt upplýsingum Ingólfs Agústssonar hjá Landsvirkjun, stafaði bilunin af þvi aö veriö var aö reyna nýja vélasamstæöu I Búrfells- virkjun, og tókst þaö ekki betur til en svo, aö Búrfells- virkjun og allar Sogsvirkjan- irnar slógu út. Þaö var klukkan rúmlega hálf níu. Upp úr niu tókst svo aö sansa kcrfið aftur og var raf- magni hleypt sinátt og smátt á svæöi, þar til öll svæði voru aftur komin i samband. Þá var nýja vélasamstæðan, sem verið var að reyna, ekki lengur mcð, enda var ekki vitað hvaö haföi komiö fyrir. Samkvæmt upplýsingum Ingólfs var ekki talið líklegt að um alvarlega bilun hafi veriö að ræöa, en vélin veröur ekki reynd aftur fyrr en fyllilega hefur verið gengiö úr skugga um hvað var aö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.