Alþýðublaðið - 08.03.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.03.1973, Blaðsíða 1
Ný ferðaskrifstofa Ferðamiðstööin hf. hefur nú bætzt i hóp fslenskra ferðaskrifstofa. Framkvæmdastjóri hennar veröur seni i I •* RADÍÓ-REVOLUTION VILL FÁ OPINBERA VIÐURKENNINGU ÆTLA SER ADGERA BYLT1NGU Þeir hafa hugsað sér að gera byltingu i útvarps- málum, piltarnir, sem undanfarið hafa rekið eigin FM-útvarpsstöð undir nafninu „Reykjavik Radio Revolution”, og hnekkja einveldi rikisútvarpsins. Þeir hafa nú ákveðið að neyta allra bragða til þess að fá hana viðurkennda af hinu opinbera, og hafa á meðan hætt útsendingum. Þeim ætti þó ekki að vera skotaskuld úr þvl að halda stööinni leyndri, þar sem hver sendir er litið eitt stærri en sigarettupakki, — en þeir eru fjórir talsins, — og þvi er hægt að senda hvaðan sem er. En þess verður væntan- lega ekki langt að biða, að nöfn þeirra félaga veröi gerð heyrinkunn, þvi nú ætla þeir að gera gangskör að þvi að fá viðurkenningu á stöðinni, m.a. með þvi að ganga fyrir menntamála- ráðherra og formann út- varpsráðs. Fáist ekki viðurkenning með þvi móti verður gripið til þess ráðs að safna undirskriftum, ,,og við höfum hundruð ungs fólks með okkur”, sagði „útvarpsmaðurinn”. Hugmyndin er að fá stöð- ina rekna sem „útvarp Reykjavik 2” og festa kaup á fullkomnari tækjum, og m.a. hefur þeim félögum dottið I hug að reyna að fá keypta FM-stöðina, sem herinn fékk ekki að setja upp. Þá er hugmyndin að setja upp upptökustúdió, og auk þess tæki til að senda út I stereó. OTrabant aftur til landsins Það hafa margir tilliti til hinnar miklu kvartað sáran yfir þvl að aukningar i viöskiptum Trabant bilar hafa_ ekki A-Þjóðverja og tslendinga fengizt innfluttir siðustu samkvæmt nýgerðum örin. viðskiptasamningi, hefði A blaðamannafundi verið ákveðið að kanna fyrir skömmu skýrði hinn sérstakiega moguleikana nýskipaði sendiherra á þvi að framleiddar yrðu Austur-Þjóðverja Peter Trabant bifreiðar fyrir Hintzman, frá því að með lsland, ÆTTI AÐ VERA ÓÞARFI AÐ VERA KVENMANNSLAUS í BORGINNI... Fyrir menn I kvennaieit ætti Reykjavlk að reynast ákjósaniegur staður. Þar reyndust nefnilega við slðasta manntal vera 2093 fieiri konur en karlar. Voru konurnar samtals 42,962, en karlmennirnir voru 40,869. Þetta gerir samtais 83,831. Samkvæmt upplýsing- um Hagstofu tslands, er Hraunbær fjölmennasta gata Reykjavlkur með 3,164 íbúa, eða állka og meðal kaupstaöur. Kleppsvegur er næstur I röðinni með 2,184 íbúa, Háaieitisbraut er með 1,885 íbúa, Langholtsveg- ur með 1,138 Ibúa, Alfta- mýri með 1,194 íbúa og Álfheimar með 1,138 fbúa. Fleiri götur hafa ekki fieiri Ibúa en 1000. Þrjár götur teijast fá- mennastar I Reykjavik, allar með einn skráðan Ibúa, Bústaðablettur, Hagatorg og Skólabrú. Götur I Reykjavik eru samkvæmt skrám 431 talsins. Þessa mynd tók Frið- þjófur I gær af ungum blómarósum sem tilheyra meirihlutanum I Reykja- vlk, en þann meirihluta er vart hægt að kalla hinn „þögla meirihluta”. SKEMMTISTAÐIR ERU KOMNIR I HELGARSTRAFF! Brögð hafa verið að þvi undanfarnar helgar, að skemmtistaðir I Reykja- vlk hafa hleypt inn oí mörgum gestum. Hefur þremur skemmtistöðum verið refsað fyrir þetta, og er refsingin i þvi fólg- in, að skemmtistaðirnir fá ekki að framlengja skemmtanir næstu helgi eftir að brotið er framið, og er þá einungis opið hjá þeim til klukkan 23,30. Ásgeir Friðjónsson full- trúi lögreglustjóra tjáði blaðinu I gær, að það væri hlutverk eftirlitsmanna vínveitingahúsanna að fylgjast með þvi að réttur fjöldi gesta væri I húsun- um. Eru annað slagið gerðar skyndikannanir, og við slíkar kannanir undanfarnar helgar, hefur komið i ljós, að mis- brestur hefur verið á þvl að veitingahúsin héldu reglur um fjölda gesta. Ásgeir kvað brotin ekki hafa verið mjög alvarleg, en samt nægileg til þess að þrjú hús hefðu hiotið refsingu fyrir. Asgeir vildi ekki gefa blaðinu upp nöfn umræddra húsa. Tryggingafélögin vilja 34% hærri bílaiðgjöld Tryggingafélögin hafa óskað eftir heimild verð- lagsyfirvalda til aö hækka iðgjöld ábyrgðartrygginga bifreiða um 34% og kaskó- trygginga um 28% frá 1. aprll að telja, en endurnýj- unargjalddagi bifreiða- trygginga er 1. mal. Tryggingafélögin hafa óskað eftir aö fá svar verð- lagsyfirvalda við þessu er- indi fyrir næstkomandi föstudag. Bjarni Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Sambands islenzkra tryggingafélaga, veitti Alþýðublaðinu ofan- greindar upplýsingar I stuttu samtali I gær. „Þarfir tryggingafélag- anna fyrir hækkun iðgjalda bifreiðatrygginganna voru mjög varlega áætlaöar og er nokkurri óvissu undir- orpið, hvort þessi umbeðna hækkun nægi félögunum”, sagði Bjarni, „enda eru kaupgjaldshækkanirnar, sem komu til framkvæmda 1. marz s.l. mun meiri en við höfðum áætlað”. Sagði Bjarni, að við út- reikninga á hækkunarþörf- um tryggingafélaganna hafi verið gert ráð fyrir, að kaupgjaldsvlsitalan 1. marz yrði 122 stig, en hún væri hins vegar komin upp I rúm 124 stig. Einnig hefðu gengisfellingarnar og yfir- standandi óvissa i gjald- eyrismálum sin áhrif. ALLT A REIÐISKJÁLFI í VESTMANNAEYJUM Það lék allt á reiði- skjálf I Vestmannaeyj um I gær sökum loftþrýst- ings frá miklum og há- værum sprengigosum, og innanstokksmunir fóru á flakk. Þeir I Vestmannaeyjum eru, voru þó ekkert óhressir yfir þessum látum, og jarðfræöingar voru harla glaðir, þvl samkvæmt kenningum þeirra fylgir þeim nefnilega hvorki gjall né hraun. í fyrrakvöld fór hraun jaðarinn við syöri hafnar- garðinn af stað og lagðist að honum á 40 metra kafla, og á einum stað fór hraunið upp á hann. Sandey og Lóösinn voru I allan gærdag að sprauta á hraunið til að hefta frekari framgang þess. Uppi á landi braut tunga úr vesturjaörinum sér leið fyrir varnargarð- inn, og var strax hafizt handa við að hækka hann með þremur jarðýtum. Að þvl er Alþýðublaðið fregnaði I gærkvöldi voru hús þar ekki I hættu, en ekki mátti mikið bera útaf til þess, að svo yrði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.