Alþýðublaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 1
KANAR GEFA EFTIR Bandarikjastjórn hefur látið undan kröfu rikis- stjórna Evrópulanda um að gera sérstakar ráð- stafanir til að vernda gengi dollarans. Eftir 6 klukkustunda fund, sem haldinn var i Paris i gær um siðustu gjaldeyriskreppuna á hinum alþjóðlegu gjald- eyrismörkuðum, náðist samkomulag 14 landa um að gera ráðstafanir beggja vegna Atlants- hafsins til að koma i veg fyrir verðfall á Banda- rikjadollar. Meðal annarra ráðstaf- ana, sem ráðgerðar eru, má nefna skammtimalán i sterkustu gjaldmiðlum heims til kaupa á dollur- um, þegar framboðið verður mest. Samkvæmt heimildum frá ráðstefnunni hafa Bandarikin, Kanada, Japan, Sviþjóð og Sviss lýst yfir þátttöku i þess- um aðgerðum. Eftir ráðstefnuna lýsti Helmut Scmidt, fjár- málaráðherra V-Þýzka- lands, þvi yfir, að þrátt fyrir sérsjónarmið ein- stakra rikja, teldi hann mest um vert, að Banda- rikjastjórn hefði fallizt á að taka virkan þátt i að halda jafnvægi á alþjóð- legum gjaldeyrismörkuð- um. Enn gleypir hraunið húsin á goseyjunni Farið var að hrynja úr hraunjaörinum yfir varnar- garðinn vestur af Grænuhlið, og talsvert hrundi úr jaðrinum yfir hús á milli Leiðarvöröu og Miðhúsa, og að þvi er jarðfræðingur i Vestmannaeyjum tjáði Alþýðublaðinu i gærkvöldi, liggja þau undir skemmdum. Litið sást til gossins frá þvi i fyrrakvöld þar til siðdegis i gær vegna þoku, en þegar létti upp kom i ljós, að tvö gosop voru virk. í öðrum gignum var talsverð gas- og gjallmyndun, en i hinum var gosið öskulaust. Ekki var þó öskufall i bænum i gær, þar sem vindurinn var af sunnan- og suðvestan. Gasið virtist fara heldur minnkandi i gær, þó var ekki hægt aö segja um hvort það sé til frambúðar, ætlunin er að auka gasrann- sóknir á næstunni. Skrýtið jafnvægi „Byggðastefna” rikis- stjórnarinnar birtis m.a. i þvi, að á fyrsta fjárlagaári sinu — 1972 — skar hún fjárlög niður um 174,6 millj. kr. og þá með þeim hætti að niðurskurðurinn i Reykjaneskjördæmi nemur 298 krónum á hvern ibúa, meðan sparnaðurinn á hvern Vestfirðing nam 2.154 krónum. Þetta heitir hjá rikisstjórninni „jafn- vægi i byggð landsins”. 1 Vesturlandskjördæmi voru framkvæmdir skornar niður um upphæð, sem samsvaraði 1.212 krónum á hvern ibúa, i Norðurlandskjördæmi vestra nam „skyldusparn- þetta, Jafnvægi í aðurinn” 1.401 krónu á hvert mannsbarn og i Austurlandskjördæmi 1.767 krónum, eða fjór- til sex- faldri upphæð á við þá, sem rikisstjórnin frekast gat boðið ibúum Reykjaness upp á. Það mun vera Samband sveitarfélaga i Austur- landskjördæmi, sem hefur gert þessa útreikninga og hafa þeir verið sendir þing- mönnum ýmissa kjördæma til fróöleiks og kynningar. Þetta gæti verið gagnlegt plagg fyrir fjármálaráð- herra aö hafa með sér á næsta fund ungra fram- sóknarmanna um byggða- stefnuna! Við viljum líka vernda Þingvelli ■ „Aætlun okkar um há- tiðahöld á Þingvöllum 1974, sem nú hefur verið lögð fyrir Alþingi, snýst m.a. um aö vernda staðinn”, sagði Indriði G. Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Þjóðhátiöarnefndar, þegar Alþýðublaðiö bar undir hann mótmæli þau gegn hátiðahöldum, sem grund- völluð eru á landverndar- sjónarmiðum. „Þjóðhátiðarnefnd gerir sér fulla grein fyrir þeim vandamálum, sem fylgja stórhátiöahöldum sem þessum,” hélt Indriði áfram, ,,en samkvæmt áætlunum okkar er gestum hátiðarinnar ætlaður stað- ur á svæðum utan Þjóð- garðsins, en hátiöahöldin sjálf fari fram á ræktuðum svæðum innan hans, — og þar sem gras er fyrir hlýt- ur að spretta gras aftur”. Siðan bætti Indriði þvi við, að nú hafi Þjóðhátiðar- nefnd skilað af sér öllum áætlunum um sjálf hátiða- höldin á Þingvöllum, og eru þær i athugun hjá alþingis- mönnum. Aðrar tillögur sagöi hann, að væru þegar samþykktar, en þær snúast aðallega um þjóðarbók- hlöðu, útgáfu tslands sögu, frimerkja- og minjagripa- útgáfu og sölu. Indriði lagði rika áherzlu á, að hug- myndir eins og bygging knarrar er ekki mál nefndarinnar, og rikið kemur ekki til með að greiða kostnað við hana. METSPÁR FISKIFRÆDINGA UM LOÐHUHA RÆTAST Allar likur benda til þess að spár fiskifræðinga um loðnuveiði út þennan mán- uð rætist. Siðasta loðnu- gangan er nú stödd við Hrollaugseyjar, og að þvi er Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur tjáði Alþ.bl. i gær, á sú loðna nokkuð langt i hrygningu ennþá, og hún ætti að veiöast út mán- uðinn, svo framarlega sem hún veröur i veiðanlegu ástandi. Fullyrða má að yfir- standandi loðnuvertið hafi heppnast framar öllum vonum. Við efnahagsspár fyrir árið 1973, var reiknað með 380 þúsund hámarks- afla, og þá voru Vest- mannaeyjar inni i dæminu. Þegar eldgosið kom upp i Vestmannaeyjum, hljóð- uðu spár bjartsýnustu manna upp á 300 þúsund lestir, en nú er aflinn farinn aö nálgast 350 þúsund lest- ir, ogenn eftir nokkrir dag- ar af vertið. byggö landsins” Kjördæmi: Niðurskurður: pr. ibúa: Reykjavík Reykjaneskjördæmi Vesturlandskjördæmi Vestfjarðakjördæmi Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austurlandskjördæmi Suðurlandskjördæmi 58,0milljónir 11.7 — 16,0 — 21,3 — 13,9 — 21.7 — 20,0 — 12,0 — 700.00 krónur 298,00 krónur 1.212,00 krónur 2.145,00 krónur 1.401,00 krónur 967,00 krónur 1.767,00 krónur 656,00 krónur Samtals: 174,6 — meðaltal 842,00 krónur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.