Alþýðublaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR .4. MARZ Lélegt útlit í nýsmíði skipasmíðastöðva: TVÆR STÆRSTU STODVARNAR AÐ VERÐA VERKEFNALAUSAR Ástandiö i málefnum skipa- smiðastööva á landinu var slikt um siöustu mánaöamót, aö átta stöövar eru ýmist verkefnalaus- ar eða hafa verkefni til 2—4 mánaða, fjórar hafa verkefni þetta ár og ein er meö verkefni fram á mitt næsta ár. Meöal þeirra stööva sem eru i fyrst talda hópnum eru Skipasmiða- stöð Þorgeirs og Elierts á Akranesi og Skipasmiöastöö Marseiliusar Bernharöassonar á tsafiröi, en þær eru i hópi fjögurra stærstu skipasmiöa- stööva landsins. AlþýðublaðiÖ fékk þær upplýsingar hjá Félagi dráttar- brauta og skipasmiða i gær, að þessar þrettán stöðvar sem hér eru taldar að ofan væru þær stöðvar sem mest hefðu stundað nýsmiði skipa. Þannig eru Þorgeir og Ellert að smiða fer ju fyrir Akraneskaupstað og Marsellius á Isafirði að ljúka við smiði togara. Aöalorsök þessarar þróunar, sem óhjákvæmilega mun hafa þau áhrif að samdráttúr verður í skipasmiðum hér á landi á þessu ári, er sú breyting sem gerð vár snemma á árinu 1976. Þá var reglum um lán til út- gerðaraðila vegna kaupa á skip- um, smiðuðum innanlands, breytt á þann veg, að eigið framlag kaupenda var hækkað um 50% eða úr 10% i 15%. Var blaðinu tjáð i gær, að vitað væri um samninga um nýsmiðar sem gengið hefðu til baka þegar þessu ákvæði var breytt. Hjá þeim fyrirtækjum sem hér um ræðir störfuðu árið 1975 630 menn og þar af liðleg helm- ingur hjá þeim fyrirtækjum sem jafnvel þótt samningar yrðu draga að efni og breyttiþviekki verst eru stödd, eða 325 menn. gerðir nú á næstunni um ný- þessari mynd að neinu marki. Var Alþyðublaðinu sagt, að smiði, þá myndi taka tima að —hm segir upp öllum samningum Verkamannafélagið Hlif I Hafnarfiröi hélt fjölmennan féiagsfund 2. marz, þar sem samþykktar voru margar álykt- anir. Meöal annars var lýst yfir fyiista stuöningi viö aögeröir stjórnar Hlifar tii þess aö knýja stjórnendur tveggja frystihúsa I bænum til þess aö viröa rétt Hlifar til samninga um vinnutil- högun á vinnustööum Hlifar- félaga. „Jafnframt harmar fundurinn þaö aö margt verka- fólk á þessum vinnustööum skyldi láta atvinnurekendur hafa sig i þaö að undirskrifa mótmæli gegn þessari baráttu og aðgerðum fyrir stéttarlegum og samningslegum rétti Hlif- ar”. Þá lýsti fundurinn yfir samþykki á samþykktum kjaramálaráöstefnu ASt á dögunum og hvetur allan verka- lýö til aö standa saman sem órofa heild um þær kröfur er þar voru mótaöar og baráttu fyrir framgangi þeirra. Einnig samþykkti fundurinn aö segja skuii upp öllum samningum félagsins við vinnu- veitendur. —ARJ I; Rótað í leit að hausum Þessir algöiluöu eyjapeyjar vöktu athygli fréttaritara Alþýöublaösins i Vestmannaeyjum þegar hann var á gangi viö Gúanóið þar I bæ fyrir skömmu. Þeir eru þarna aö róta i loönuhaug og fiskúr- gangs i þeirri von aö einhvers staöar leynist þorskhausar. Gellur eru nefnilega herramanns matur og það eru einmitt þærsem þessir ungu menn voru aö hiröa. íslond sigraði Hollond í gærkvöldi léku íslendingar við Hol- lendinga I b-riðli heimsmeistara- keppninnar i hand- knattieik. Leiknum lauk með sigri íslendinga 26 mörk gegn 20. Hafa Isiend- ingar þannig tryggt sér annað sætið i riðiinum. —GEK Engin peningavandræði þegar Kröfluvirkjun er annars vegar: Borga undirverktökum upp í 40% vetrarólag Aiþýöublaðiö fékk það staö- fest hjá Vcrkfræöiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen i gær, aö viö framkvæmdir á Kröflu- svæöinu tiökaöist i nokkrum tilfellum aö greiða undirverk- tökum alit upp I 40% „vetrar- álag” ofan á umsamiö verö. Hér er um utanhússvinnu aö ræöa, I skurðum og þess hátt- ar, eins og Siguröur Sigfússon hjá Siguröi Thoroddsen sagöi i samtaii viö blaöiö f gær. Sigurður sagði að mjög væri misjafnt hvort hér væri um stóra útgjaldaliði að ræða. 1 sambandi við veituna sjálfa væri auövitað svo, en minna i öðrum verkefnum. „En þetta er örlitið brot af' 'heildarkostnaðinum,” sagði hann. Þar sem byggingarkostnaö- ur Kröfluvirkjunar hleypur nú á milljóna hundruöum er vissulega þakkarvert að ekki skuli nema brot af honum fara i svona aukagreiðslur en varla verða þær til að halda kostnaði niðri og hæpið að þær flýti fyrir verkinu. Upp undir 500 þúsund á mánuði í laun. Alþýðublaöið haföi einnig i gær samband við launadeild Orkustofnunar og leitaöi stað- festingar á þvi, að laun einstaka starfsmanna við bor- anir á Kröflusvæöinu færu upp undir hálfa milljón á mánuði. Þaö var staðfest. Þeir sem svo hátt fara i launum eru verkstjórar, vél- stjórar og aðrir yfirmenn, en undirmenn eru snöggtum lægri með aðeins tæpar 300 þúsund á mánuöi. Að sögn kunnugra er vinnuálagið á Kröflusvæðinu mjög mikið. Samkvæmt samningum ber mönnum átta stunda hvild milli vinnuvakta, en algengt mun að sú hvild sé styttri. Þegar þannig er ástatt fá starfsmennirnir þá tima sem upp á hvfldina vantar, borg- aða á næturvinnukaupi, þann- ig aö upphæðirnar eru fljótar að koma. Er þetta enn eitt dæmið um þá miklu áherzlu sem lögö er á aö flýta öllum framkvæmdum á þessu landsvæði, sem óhætt mun að telja það vafasamasta á landinu um þessar mundir. —hm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.