Alþýðublaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 17. MARZ Ýmsar breytingar á vöxtum: Hækka á útgerdar- * lánum og útflutn- ingsafurðum Rýmkaðar heimildir til vaxtaauka-útlána Bankastjórn Seölabankans tilkynnti I gær, aö hún heföi aö höföu samráöi viö bankaráöiö ákveöiö nokkrar breytingar á reglum um vexti viö innláns- stofnanir, án þess aö um al- menna vaxtabreytingu sé aö ræöa. Segir bankastjórnin, aö hér sé bæöi veriö aö leiörétta misræmi, sem komiö hafi fram innan vaxtakerfisins og gera minni háttar tæknilegar breytingar á gildandi vaxta- ákvæöum. Breytingarnar taka gildi frá og meö 21. þessa mán- aðar. Niðurfelling vaxta- ákvæða. Mikilvægasta breytingin er sú, aö felld hafa veriö niöur sér- stök vaxtaákvæöi, sem gilt hafa um viðbótarlán viöskiptabank- anna út á útflutningsafuröir. Þessilán veröa héöan i frá meö venjulegum vixilvöxtum, en hafa veriö meö 11% vöxtum. Seölabankinn segir, að þessi breyting hafi veriö nauösynleg þar eö viöskiptabankar hafi ekki treyst sér lengur til aö veita þessi lán meö vöxtum, sem eru verulega undir spari- sjóösvöxtum, en þannig hefur þessu verið háttaö siöan 1974. Jafnframt leiöi þessi breyting til meiri jöfnunar lánskjara milli atvinnuvega. Afuröalán meö fyrsta veörétti 1 útflutningsafuröum, sem fjár- mögnuö eru af Seölabankanum, veröa eftir sem áöur meö 8% vöxtum. Eftir þessa breytingu veröa meöalvextir af 75% afuröalánum Seölabanka og viöskiptabanka samanlögð um 10% á ári, og eru þaö langhag- stæöustu lánskjör, sem i gildi eru á bankalánum hér á landi. greiöslu vegna þessarar hækk- unar. Rymkaðar heimildir til Vaxtaaukalána Vextir af útgerðarlán- um hækkaðir Þá hefur veriö ákveöiö aö hækka vexti af sérstökum rekstrarlánum til útgerðar- fyrirtækja, svokölluöum út- gerðarlánum, úr 11% I 13%, en jafnframt veröur fjárhæö þess- ara lána hækkuö um 25%. Seöla- bankinn ætlar aö veita viö- skiptabönkunum sérstaka fyrir- Vaxtaaukainnlán þau, sem tekin voru upp á siðasta ári og bera z//% vexti, hafa reynst mjög vinsl, aö sögn Seðlabank- ans. Til að standa undir vaxta- kosnaöi af þeim hafa vn nú verið nokkuð rúmkaöar heimildir viðskiptabanka og sparisjóða til að veita vaxta- aukaútlán af þvi fé, sem þannig er ávaxtað. Vanskilavextir. Mengunarvarnir í Kísilidjunni: Adgerdir adkallandi Fyrir skömmu sátu landlækn- ir, fulltrúar Heilbrigðiseftirlits rikisins, forstjórar Klsiliðj- unnar, ásamt öryggisfulltrúum starfsmanna kisiliðjunnar fund, þar sem rædd var skýrsla um „Kisiliðjuna við Mývatn”. En sú skýrsla er gefin út af heil- brigðiseftirliti rikisins og land- lækni, og er þar gerð úttekt á mengun, mengunarvörnum og heilbrigðisástandi starfsmanna við verksmiðjuna. Á fundinum voru rædd þau vandamál varöandi mengunar- varnir, sem enn eru óleyst en þau stafa.aö sögn fundarmanna af skorti á f jármagni og ónógum starfskrafti og tækjabúnaöi heilbrigöiseftirlitsins. Voru fundarmenn sammála um, aö hraöa bæri eftir mætti aðgeröum um megnunarvarnir og leggja áherzlu á viðtækari mælingar á kisilmengun i verk- smiöjum og úrbætur á ryk- hreinsun. Einnig, aö bæta al- mennt hreinlæti og endurbæta þær aöferöir sem beitt hefur veriö viö heilsufarsrannsóknir starfsmanna. En nýlega hafa veriö þróuö nákvæm tæki til lungnaþolsmælina og hefur heil- brigðiseftirlitiö gert ráöstafanir til aö fá slik tæki. Einnig hefur eftirlitiö aflaö sér nauösynlegra tækja til mælingar á ryki i and- rúmslofti. Þá hefur verið ákveöiö, aö breyta nokkuö ákvæöum um töku vanskilavaxta. Samhliöa framangreindi m breytingum hefur S^eölabank- inn ákveöið aö hækka vexti ai innstæöum viðskiptabanka og sparisjóða á viðskiptareikningi i Seölabankanum. Nemur hækk- unin 1%, auk hækkunar vaxta, ef innstæöa fer aö meöaltali fram úr tilteknu marki fyrir hverja stofnun. AG 1 . * t viötali viö Eirik Asgeirs- sœi forstjóra Strætisvagna Reykjavikur i Alþýöublaöínu I dag, kemur meöai annars fram, aö i aprllmánuöi næst- komandi veröur ráöist i miklar framkvæmdir á Hlemmtorgi i Reykjavik Þau tvö hús sem fyrir eru á Hiemmi veröa þd brottn niöur og hafin bygging nýs 500 fermetra stálgrindahúss, en þar veröur aðstaöa fyrir farþega strætisvagnanna, starfsfólk og auk þess sem þar veröur veitt þjónusta. Ráögert er aö taka nýja hús- iöinotkunum næstu áramót. Sjá nánar viðtal viö Eirik Asgeirsson i opnu biaösins. —ARH Norrænar ríkisstjórnir og verkalýðshreyf ing: Loks mun Heilbrigöiseftirlitiö setja fram á næstunni nákvæm- ar óskir um hreinsun á út- blásturslofti og staöla um ryk- mengun innan húss. eru i Torfi Hjartarson sátta- semjari sagði i viðtali við Alþýðublaðið I gær, að hann mundi ekki boða neina fundi I þessari viku og senniiega ekki heldur i þeirri næstu. „Meðan sérkröfur verkaiýðsféiaganna Hggja ekki fyrlr er ekki mikið hægt að gera,” sagði sátta- semjari. Híns vegar taidi Torfi Hjartarson Hklegt aö sérkröf- urnar mundu berast næstu daga, og væri þá hægt að fara að lita á málin.. Sáttasemjari sagði, að það væru ýmiss atriði sem rlkis- stjórnin yrði að taka afstöðu til þegar þar að kæmí. En sem sagt, „Þetta er allt I fæðingu,” cins og sáttasemjari orðaði þaö, og engar viöræður verða boðaðar næstu daga. —BJ Samvinna um refsi- aðgerðir Þriðjudaginn 8. marz sl. áttu fulltrúar rikisstjórnanna á Norðurlöndum og Norræna verkalýössambandsins (NFS) fund I Kaupmanna höfn, þar sem rædd var aukin samvinna og virkni þessara aðila i refsiaðgerðum gegn apartheid- stjórninni i Suður-Afriku. NFSsettiá þessum fundifram 14 kröfur um refsiaðgeröir og hétu rikisstjórnarfulltrúarnir að leggja þær fyrir rikis- stjórnir sinar. Auk þess var heitið áframhaldandi sambandi milli rikisstjórnanna og verkalýðshreyfingarinnar á Norður- löndum um þessi vandamál. Frásögn Alþýðusambands island af þessum fundi, ásamt hinum fjórtán kröfum NFS eru birtar i heiid á bls. 21dag. _hm SKJÁLFTUM FÆKKAR A siðustu mæliönn fækkaði skjálftum á Kröflusvæðinu nokkuð miðað við þá skjálfta- virkni sem veriö hefur þar undanfarið. Þannig mældust 66 skjálftar frá kl. 15 á þriðjudag til sama tima i gær en voru 103 Sjá nánar bls. 2 sólarhringinn á undan. Alls mældust 7 skjálftar yfir 2 stig áRichter og mun sá sterk- asti þeirra hafa verið um 2,6 stig. Landris hélt áfram en svo virðist sem heldur sé að draga úr hraða þess. —GEK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.