Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 29. marz 1969. 9 Eilífðarmálin rædd í næturklúbbum : I 5 Undanfarið hefur verið hljótt yfir starfsemi næturkiúbbanna, sem settir voru á stofn fyrr á þessu ári. Þrír starfa áfram, eftir sem áður, þrátt fyrir að lögregluyfirvöld sýndu rétt klærnar. Lög- regluvörður stóð nokkrar nætur við dyr klúbbanna og meinaði mönnum aðgang. Það er nú úr sögunni, meðlimir klúbbanna eru í friði með starfsemi sína og að sögn er klúbblífið gróskumikið um þessar mundir. Aðeins einn klúbbanna bíður átekta, Apollo, hann mun væntanlega ekki opna fyrr en rannsókn á lögmæti starfseminnar er lokið. 'Y7'isir fór snemma í vikunni á * stjá eftir að líða tók aö nóttu og heimsótti næturklúbba. Það var mánudagskvöld, Röðull hafði lokað dyrum sínum, en í Þórskaffi dunaðj dans. Brátt mundi skemmtun þar úti og gest ir margir hverjir snúa til klúbb anna, sem og varð raunin. Yfir götuna var talsveröur straum- ur fólks, sem sótti til atlögu við dyr Klúbbs 7, en annar far- vegur lá að dyrum Start-klúbbs ins sem er til húsa í rafgeyma- hleöslunni Pólar við Einholt. ★ Áfengislöggjöf, — hvað er nú það? „Það sem við viljum. er skoð anakönnun hjá ykkur í Vísi” til kynnti æðstiprestur þeirra Start manna, Ámundi Ámundason, fyrrum „impresario” með meiru, ungur piltur með heiðarlegt and lit og gleraugu eins og snyrti- legir umboðsmenn Votta Jehóva nota gjarnan. Skrifstdfan er búin gömlum húsgögnum. Gegnt Ámunda hangir málverk í skærum litum af Winston heitnum Churchill, en i stigauppgangi hafði sjálfur Krústjoff heilsað okkur Hús- næðið virðist sæmilega vel úr garði gert, þó á ódýran máta, viðareftirlíking á barnum o. s. frv„ en setustofan búin ágæt- um húsgögnum og teppalögðu gólfi. Nokkrir ungir menn voru að spila á spil og höfðu glas við hönd. Ámundj segist sakna lögreglu þjónanna, sem stóðu vakt, þeir hafi verið mætustu menn, auk þess hafi þessi þjónusta verið veitt ókeypis. í starfi sínu fyrr um hefði hann kynnzt himin- háum reikningum fyrir lögreglu- vörzlu Kvaðst hann vonast til að sjá þá aftur. — Hvað er til í sögusögnum 'um ofsagróða af fyrirtækinu, spyrjum við Ámunda. „Ja, fólk segir, það hlýtur að vera ofsagróð; af öllu saman þú veizt, en öll fyrirtæki skila gróða, ekki satt. Við erum til í að borga skatta af öllu saman eins og aðrir, ef farið er fram á það.“ Ámund; kveður félaga vera 140 talsins, þar af 60 stofnfélag ar og sé ýmislegt á stefnuskrá klúbbsins, sem er opinn alla daga (og nætur) frá kl. 20, til óákveöins tíma um morguninn, t.d. máifundir og ferðalög. Á- mundi kveður það ekki rétf að hjá honum séu klúbbfélagar ein ungis komungt fólk. Þarna séu þeir yngstu 21 árs, en þeir elztu um sextugt. Félagar bera ekki lykla að klúbbnum, en fá þá síðar, þ. e. að ytri hurð, en við innri hurð veröur dyragæzla". — Áfengislögin? „Ja, hvað er nú það? Jú, það er meira en lítið gallað plagg, ég hef lesið hana þú skilur“. — Nú er talið aö hér fari fram áfengissala, sem sé ólögleg. — Hvemig berast vínbirgðimar hingað? „Félagar koma með flöskurn ar hingað og við færum spjald- skrá yfir það, sem afgreitt er til þeirra“. segir Ámundi og hampar spjaldskrá meö nöfnum klúbbfélaga og því, serú þeir hafa lagt til af áfengi og þaö. sem þeir sömu hafa tekið út. „Lögreglan segir annað, en hér er bara fullyrðing gegn fullyrð- Ámundi með „prótókolIinn“ yfir „an“ og „pró“ í áfengis- birgðamálum klúbbsins, þ. e. „innlagt“ og „úttekið“. ingu“, segir Ámundi Ámunda- son. Það er að veröa margt um manninn í skrifstofu Start- klúbbsins. Upphaflega voru það einungis viðtalendur og nokkr ir af framámönnum klúbbsins, nú koma gestir sumir góðglaðir og kátir og vilja fá sinn skerf af þeim veigum sem þeir eiga inni. Ámundi ókyrrist og spyr: „Fer þetta ekki aö verða búið?“ Viötalinu er lokið. Utan dyra stendur allstór hóp ur, sem ekki fær inngöngu, upp fyllir ekki öll skilyrði, hef ur ekki félagsréttindi. Einn af bílum lögreglunnar ekur lötur- hægt hjá garði, laganna veröir skima í átt að klúbbdyrunum, sjá ekkert athugavert og halda áfram suður Einholtið í hæga- gangi. ★ UNTOUCHABLES Tveir þjónar hjá Loftleiðum, Sigþór og Auðunn eru drifkraft urinn í Klúbbi 7 viö Nóatún, en þar „verzla“ þeir í kapp við Röðul hinum- megin götunnar, þ.e.a.s. þar fá klúbbfélagar vín sitt afhent eftir miðakerfinu sem tiðkast í klúbbum þessum. Blaöamenn Vísis fengu ekkj aö- gang að klúbbnum á þeim for- sendum að klúbbur þeirra hefði ekki fengið það lof til þessa i blaðinu aö það ætti slíkt skilið, að sögn Auðuns þjóns, forstöðu manns þar. Sama sagði Örn Ing ólfsson, skrifstofumaður, sem er formaður stjórnarinnar. Þið eruö ekki meölimir og fáið ekki að koma inn“, var svariö. Auk þess kváðust þeir félagar hafa blaðafulltrúa á blööunum, sem sæju um þá hliðina fyrir sig, kæmu því f blöðin, sem þeir sjálfir vildu Virtust þeir ó- ánægðir með hlut Vísis i því máli, en vildu ekki gefa upp nöfn blaðafulltrúa þessara. Á þeim dögum, sem lögreglan og næturklúbbamenn eltu sam- an grátt silfur, dögum sem minntu á bannárin í Bandaríkj unum meö „Untouchables“ f fararbroddi, gerði lögreglan Klúbb 7 einu sinni heimsókn. Innan dyra var spurt hverjir væru á ferðinni, Þegar svarið var: „Lögreglan", var svarað innan frá: „Augnablik" Eftir 10—15 mín. var opnað. Klúbb félagar voru þá á kvikmynda- kvöldi og ræddu eilíföar nálin á milli eins og gengur og gerist í öllum góðum klúbbum. Áfengi sást varla á nokkrum manni. Eflaust eru það kjaftasögur að nokkrum útúrdrukknum hafi verið komiö fyrir f annexi á næstu hæð fyrir ofan, meðan I kurteisisheimsóknin stóð yfir. Einnig er það eflaust rangt að hleypt hafi verið inn í þennan klúbb allar nætur um bakdyr, m^'i.n lögreglan vaktaði aðaldyr á dögunum En um þetta og margt annað gafst ekki kostur að spyrja klúbbsmenn f Nóa- túni. ★ Glaumgosar og Las Vegas Dyr Playboy-klúbbsins (Glaum- gosaklúbbsins) við Borgartún voru lokaðar þetta kvöld, klúbburinn er aðeins opinn um helgar en sá sem rekur þetta fyrirtæki er Hreiðar Svavars- son. Innréttingar eru faTlegar og dýrar og þykir þeim, sem sótt hafa þennan klúbb, að hann sé snyrtilegastur og menmngar- legastur þeirra þriggja, sem starfandi eru. Hins vegar þótti lögreglumönnum klúbbsstjórinn nokkuö aðsópsmikill og djarf- mæltur, þegar hann stóð I stríð- inu mikla á dögunum, enda var mönnum heitt í hamsi. Las Vegas við Grensásveg er eign hlutafélagsins Rjá, sem Rolf Johansen, stórkaupmaður er aðaleigandi að, en Ásgeir Magnússon stjórnar klúbbnum. Innrétting og öll aðstaöa þar er betri en allra hinna kjúbbanna en stjóm klúbbsins tö.k þá á- kvörðun að hafa lokhð þar til línur í næturklúbbamálum skýrðust. — jbp — Playboy-klúbburinn er til húsa í nýreistu og glæsilegu húsi og innréttingaraar hafa verið vandaðar í hvívetna — Start-klúbburinn er f iðnaðarhúsnæði við Einholt. (tísib sm=| Á að leyfa næturklúbba í Reykjavík? Rúnar Árnason, húsgagna- smiður: — Alveg skilyröislaust. Hvar á fólkiö að vera eftir aö þaö fer út af skemmtistööunum? Á götunni eða á það að halda partí í heima- húsum? Sigmar Jónsson, verzlunarmaöur: — Ég mundi nú segja, aö viö hefðum ekkert viö næturklúbba að gera nema þeir væru opnir al- menningi og ef þeir væru á stað þar sem þeir röskuðu ekki ró al- mennings og væru reknir lögum samkvæmt. Margrét Kjartansdóttir, síma- stúlka: — Mér finnst það alveg sjálfsagt. Ég hef t.d. farið í nokkra þeirra og finnst þar mjög huggulegt og skemmtilegt. Jón Guðmundsson, starfsmaður Menntaskólans: — Nei, alls ekki. Fyrst og fremst held ég, að það myndi auka drykkju skap og hvers konar ólifnað, þó að þeir vilji ekki viðurkenna það, Kristín Sveinbjarnardótfir, ritari: — . Alveg sjálfsagður hlutur. Þá gæti maður hugsað sér, að þetta partihald í heimahúsum minnkaði, einnig fylliri á götum úti, og fólk þyrfti ekki að svolgra i sig i port- um eða úti á götunni né kaupa vin á svörtum markaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.