Vísir - 14.04.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 14.04.1969, Blaðsíða 4
VÍSIR . Mánudagur 14. apríl I9G9. Síðustu 6 mínúturnar urðu ÍR-ingum að falli ÍR-Iiðið unga virtist lengl vel ætla að koma f veg fyrir að FH næði „fullu húsi“ í 1. deild. Hafði ÍR lengst af yfir, en undir lokin kom raunverulegur styrkur FH loks í ljós, — FH jafnaði og komst vel yfir, vann með 23:19. Bræðumir Örn og Geir færðu FH úr 18:18 í 20:18 og nú byrjaði Hjalti að verja af sinni alkunnu snilld. Áður en varði var staðan 21:18, en það var eins og engin vopn bitu framar á-.FH. Eflaust hafa ÍR-ingarnir ekki vænzt sigurs yfir langsterkasta handknattleiksliði okkar, sem FH óneitanlega er, en hins vegar var um tíma full ástæða til bjartsýni. Sigur hefði fært ÍR af hættusvæð- inu en KR og Valur hefðu ein verið í fallhættu. Tap ÍR færði Val hins vegar úr hættu, Átelja drátt og eftirlitsleysi • 24. ársþing Í.B.H. átelur þann drátt og eftirlitsleysi, sem verið hefur við byggingu íþróttahússjns. bví fagnar þingið kosningu sér- stakrar bvggingarnefndar fyrir hús- ið, sem nýlega hefur farið fram í bæiarstjóm. • 24. ársþing Í.B.H. skorar á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að standa við á hverjum tíma áætluð fjárframlög til íþróttahússbygging- •>rinnar. Telur þingið það alls ó- viðunandi, að aðeins hluti þess fjár, sem áætlaður er á fjárhagsáætlun hverju sinni til hússins, fari til fram kvæmda við það. • Þingið vill enn á ný ítreka boð íþróttahreyfingarinnar til bæj- arráðs um aðstoð iþróttafólks í Hafnarfirði, bæði með sjálfboða- vinnu og fjáröflun, til að koma í- þróttahúsinU í nothæft ástand. — Þingið skorar á bæjaryfirvöld að takast i hendur við íþróttafólkið í bænum og gera þetta átak að raun- veruleika. • 24. ársþlng Í.B.H. skorar 3 aðildarfélög sín, að leggja fram alla krafta sína til framgangs iþrótta- hússbyggingunni og vera viðbúin, ef samkomulag næst við bæjaryflr- völdin um sjálfboðavinnu íþrótta- fólks viö húsið. Hörð átök í leik IR og FH, Ami Guðjónsson ste kkur inn af línu, Vilhjálmur grípur í hann og bún- ingurinn fer í tætlur, eins og sjá má. Borgnesingar góðir körf uknattleiksmenn Síöustu leikir í íslandsmótinu i körfubolta voru leiknir miöviku- daginn 9. apríl. Var þá leikið til úrslita í 2. fl. og KFR og ÍS kepptu í m.fl. um, hvort liðið sæti áfram í 1. deild, Sigraði KFR. í 2. fL léku þrjú lið, Ármann, KR óg Skalla- SINDRA EINA STÁL- OG IÁRN- STÁL BIRGÐASTÖÐ LANDSINS Verksvið stálbirgðastöðvarinnar er að hafa ávallt fyrirliggjandi þúsundir tonna, samtals mörg hundruð tegundir, stærðir og gerð- ir af járni og stáli og annarri efnisvöru handa járn-, málm- og byggingariðnaðinum í landinu. Leitazt er við að gera járnkaupin í stórkaupum á lægsta verði frá verksmiðjum í þeim viðskiptalöndum, sem kaupa útflutnings- afurðir okkar. Járn-, málm- og byggingariðnaðarmenn, hafa ára- tuga reynslu af hagkvæmum viðskiptum og gæðum. SINDRA STÁL grímur. Léku allir við alla. Skalla- grímur sigraði báða keppinauta sína og og hlaut þvf íslandsmeist- aratitilinn. Er það gleðiefni, hversu körfuknattleikur á miklu fylgi að fagpa í Borgarnesi. KFR:ÍS 69:61. Þessi liö höfðu leikið tvívegis saman í mótinu og ÍS unnið f bæöi skiptin með litlum mun. Mátti því búast viö spennandi keppni, sem einnig kom á daginn. KFR náöi fljótlega nokkru forskoti, sem ÍS náði ekki að jafna fyrr en undir leikslok. En KFR-ingar voru ekki á þeim buxunum, að gista 2. deild á næsta keppnisári og tóku góðan endasprett. Tryggðu þeir sér 8- stiga sigur .og sendu stúdenta til sinna gömlu heimkynna. Þó að stúdentar hafi þannig orðiö afturreka er ósennilegt, að þeir sætti sig lengi viö vetursetu í 2. deild. Liöinu hefur farið mikið fram í vetur undir stjórn Hjartar Hans- sonar og hefur uppskeran af þeirri sáningu enn ekki komið að fullu fram. Hjörtur verður erlendis á næsta ári og er ÍS-liöinu því höfuð- nauðsyn, að fá mann í hans stað. Þó að íslandsmótinu sé lokið, munu körfuboltamenn ekki halda að sér höndum heldur láta þær standa fram úr ermum og æfa á- fram. Landsliðið býr sig nú til ut- anfarar og mörg félaganna hyggja á æfingar á sumri komanda. —'ÓÖH - WILTON TEPPIN SEM ENDAST OG ENDAST EINSTÆÐ ÞJÓNUSTA! — KEM HEIM TIL YÐAR MEÐ SÝNISHORN. — TEK MÁL OG GERI BINDANDI VERÐTILBOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU! NÝ MYNSTUR, PANTIÐ TIMANLEGA. I Daníel Kjartansson . sími 31283 <H> GÓLFTEPPI UR ÍSLENZKRI ULL Verð kr. 545.- fermetrínn af rúllunni. HUSGAGNAAKLÆÐI Mikið úrval Elltima Kjörgarði, Sími 22209. Stutt... ) Handriðið ógurlega , íþróttahús Seltjamamess „ræn- ir“ hverjum stórviðburðinum á fætur öðrum frá íþróttahöllinni í Laugardal. Virðist húsið ætla að verða vinsælt þrátt fyrir að þaö þyki nokkuð út úr allri umferð. Eitt hefur vakið mikla athygli f húsinu, en það eru bjálkar þelr ógurlegir, sem byrgja alla útsýn eða mestalla útsýn fyrir þeim, sem sitja á áhorfendapöllum. Munu þessir breiöu timburlurkar hafa verið skilyrði af hálfu opinberra aðila, — enda væri tízkan þannig í dag að kvenfólk í míní-pilsum sínum á fremsta bekk gæti ella truflað bæði leikmenn og dómara inni á vellinum. Ekki seljum við söguna dýrar en við keyptum, en óneitanlega skyggir þetta tréverk mjög á það sem er að gerast á vellinum. 9 Reykjavíkuimót á sumardaginn fyrsta? Áætlað er að Reykjavíkurmótið í knattspymu hefjist á Melavellin- um á sumardaginn fyrsta, en þá eiga KR og Fram að leika. Mlkil vinna er við niðurröðun á mótum sumarsins, en í nefndinni, sem það annast eiga sæti: Sigurgeir Guðmannsson, framkv.stjóri ÍBR, Jens Karlsson, fulltrúi KRR og Jón Magnússon. KSÍ. 9 „Lítur illa út,“ segir vallarstjóri Baldur Jónsson vallarstjóri tjáði blaðinu í gær að skap sitt færi al- ' gjörlega eftir veðrlnu þessa dag- ana. Fyrir páska hefðu vellimir, ' Melavöllur og Laugardalsvöllur lit- - ið prýðilega út. Við hretið um pásk- 1 ana og dagana eftir páska hefði mjög syrt í álinn. Væri útlitið nú allt annað en gott. „Auðvitað von- . um við allt hið bezta um viðgang vallanna næstu daga, en eins og er verð ég að segja að útlitið er allt annaö en gott“. \ l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.