Vísir - 28.04.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 28.04.1969, Blaðsíða 1
59. árg— Mánudagur 28. aprfl 1969. - 93. tbl. iÞýzku húsþaki og beið bana Banaslys á Kárastig i gærkvöldi £ Ungur maður beið bana í gærkvöldi, þegar hann hrapaði niður af þaki fjögurra hæða húss og lenti á hellulagðri gangstétt. Nærstaddir voru nokkrir kunningjar hans, en þeir gátu engri björg við komið. Slysiö bar aö meö mjög svip DE ÚAULLE HEEUR SAGT Af StR w Tillögur de Gaulle um ~ aukiö vald héraðsstjórna og takmarkaðra valdsvið efri deildar þjóðþingsins náðu ekki fram að ganga í þjóðar- atkvæðinu í gær. Um 53 af hundraði greiddu atkvæði gegn þeim, og stuttri stundu eftir að Couvé de Murville forsætisráðherra kom fram í sjónvarpinu og lýsti djúpri hryggð yfir úrslitunum, var birt tilkynning de Gaulle um, að hann færi frá. w Klukkan 11 lét svo de Gaulle af forsetastörfum eftir 11 ára óslitið valdatíma- bil, og við tekur til bráða- birgða Alain Poher, en for- setakjör skal fram fara innan 40 daga. Lokið er merkilegu tímabili í franskri sögu. segir í New York Times. Þorsteinn Thorarensen, rithöf undur (hefur m.a. skrifaö bók um de Gaulle), höfundur föstu- dagsgreina Vísis um erlend mál- efni sagöi m.a. í morgun: Ég tel skaplyndi de Gaulle þannig, aö hann muni ekki ganga á bak orða sinna, — hann hættir. Með bessu lýkur stórbrotnu tímabili í sögu Frakk lands og nýir tímar taka við með óvissu og kvíða á næst- unni. Ég harma ekki brottför de Gaulle. Þó að hann hafi verið sterkur og að mörgu leyti þrösk uldur á vegi framþróunarinnar, hefur hann þjónað geysistóru hlutverki, stærra en ég get lýst í stuttu máli. Ég spái því, að vinstri flokk- amir verði nú áhrifameiri um tíma og að gengið verði lækkað fljótlega. Um de Gaulle sjálfan spái ég því, að aldurinn muni beygja hann fljótlega, eftir að hann hefur losnað úr þessari spennu, sem hann hefur verið 4. Það bendir margt til þess að hann eigi ekki langt eftir, t.d. hár blóöþrýstingur. Sjá nánar erlendar fréttir bls. 7 r llr Grænlandsís í Reykjnvíkursól sjómennirnir af togaranum Husum spóka sig nú í sólskininu í Reykjavík, en Víkingur kom hér ;nn á höfnina með togarann í eftir- Iragi á miðnætti í nótt. Skipið var 'iætt komið í ís á Fylkismiðum við Grænland. Skipið var komið tals- vert inn í ísinn og kom Víkingur að ísröndinni, þar sem skipverjar 'kutu af línubyssu yfir í þýzka tog- 'rann. Síðan var strengdur vír í ■'lli. Björgunin gekk vel, en tog- irarnir skemmdust báðir nokkuð ■*f ísrekinu. : p Fer í mál við lyfjabúðina KONAN, sem legið hefur á Landakotsspítala með innvortis brunasár vegna mistaka í lyfja- gjöf, hyggst nú krefjast bóta. — Vísir ræddi við konuna í morg- un og sagðist hún vera á góðum batavegi og hefði jafnvel átt að fá að fara heim í dag. Konan hlaut djúp brunasár í leggöngum og leið miklar kvalir, fyrst eftir að hún tók inn cloramin- pilluna, sem apótekiö haföi vegna misheyrnar afgreitt í staö „flora- quins“ sem er gefiö viö legsjúk- dómi. Konan sagðist hafa fundið til ó- skaplegra kvala eftir að hún tók töflurnar inn og tók hún það til bragðs að fara í baðker, ef það mætti lina þjáninguna, en þar missti hú,. meövitund smástund. — Um þaö bil kortér leið frá því konan tók inn pilluna þar til hún gat látið vita af sér, en hún var ein heima með smábörn. — Hringdi hún þá til apóteksins, sem gerði ráðstafanir til þess aö taflan yröi fjarlægð. Maður konunnar kom heim rétt í þann mund og var kon- an síðan flutt á Landakotsspítala. — Það versta var eiginlega af- staðið, þegar ég kom á spítalann, sagði konan í viðtali við Vísi í morgun. Það er hins vegar ekki séð fyrir endann á þessu ennþá. Ég átti að gangast undir aðgerð og heföi fengið inni á Landspítalan- um nú í vikunni. Nú frestast það um ófyrirsjáanlegan tíma. BANNIÐ ÓLÖGLEGT - segja Loftleiðir og krefja flugmenn og flugvirkja um 9 millj. kr. bætur Loftleiðir hafa krafið flugmenn og flugvirkja um skaðabætur vegna rekstrarkostnaðar dag- ana, sem yfirvinnubann flug- virkja var í gildi. Ennfremur vegna synjunar flugmanna um að fljúga fram hjá islandi á með- an yfirvinnubannið stóð yfir helgina. Bótakrafan nemur röskum níu milljónum og skuIu Félag íslenzkra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafé- lagið greiða hana in solidum, sem þýðir að jafnt skuli yfir báða aö- ila ganga. Kröfur þessar voru orðaðar í bréfi, sem Loftleiðir sendu félög- unum 18. apríl. Hins vegar hefur ekki vefið ákveðin málshöfðun að því er Sigurður Magnússon blaöa- fulltrúi Loftleiða sagði viö Vísi í morgun og hafa Loftleiðir ekki vilj- að láta neitt uppi opinberlega um þetta mál. Andrés Þórðarson, varaformaður flugvirkjafélagsins, sagði, þegar Vísir hringdi tli hans í morgun, að flugvirkjar hefðu álitið sig í sínum fulla' rétti, þegar þeir fóru út í þessar aðgerðir um páskana. Sagði Andrés að sér væri ekki kunnugt um að atvinnurekendur hefðu við- haft slikar bótakröfur á hendur launþegum áður og væri ekki fylli- lega ljóst, hvernig Loftleiðir hygð- ust reka þetta mál. — Félögunum hefði ekki verið stefnt ennþá, Þau hefðu aöeins fengiö þessi bréf með kröfum um skaöabætur. — Sagði hann að Flugvirkiafélagið mundi ekkert aðhafast í málinu nema til málshöfðunar kæmi. legum hætti klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi, en þá sátu nokk ur ungmenni um tvítugt á spjalli í risíbúð í húsi nr. 9A við Kárastíg, sem er þriggja hæða hús, auk risíbúðarinnar. í herberginu, sem unga fólk- ið sat, er stór kvistgluggi út á þakið, sem er mjög bratt. Skyndilega stóð ungi maðurinn upp frá borðinu og gekk út um gluggann út á þak, án þess að nokkur áttaði sig á því, hvað hann ætlaðist fyrir. Þá skeði óhappið. Hann rann á bröttu þakinu og náði ekki aö stöðva sig, heldur féll fram af þakbrúninni og mun líklega hafa komið niður á höfuðið á steinstéttina. Var hann látinn, þegar komið var meö hann á slysavarðstof- una. Að svo stöddu er ekki unnt að birta nafn unga mannsins, þar sem nánustu aðstandendum hans hefur ekki verið tilkynnt um látið. ................—.......................... é' .... ................. ............ iiil rí; 1 «1 • IH lí !!!{ |1 ijBI m Éi|i I | ' te4', /ií' iiiil'lm!!!!!,!í‘';'in!i!"í'íl!M*iil‘'!!lMiiiimiiiÍ llillftW ISSÍ • Þarna féll ungi maðurinn niðn ur á gangstéttina í gærkvöldij

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.