Vísir - 12.08.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 12.08.1970, Blaðsíða 1
60. árg. — Miðvikudagur 12. ágúst 1970. — 180. tbl. Þjófurinn síó konuna, þegar hún vildi verja eigur sínar Var handsamaður á flótta frá innbrotsstað • Maöur nokkur brauzt inn í íbúð fullorðinnar konu í húsi viö Hverfiíjgötu í gærdag um kl. 4, og stal hann útvarps- tæki konunnar, en réðist að henni og sló hana, begar hún reyndi að hindra þjófnaðinn. Hafði hann brotið rúðu í hurð lítlit fyrír betra atvinau- ástand í vetur en í fyrra inni aö íbúðinni og kom- izt inn þann veg — en kon- unni tókst að gera lögreglunni viðyart. Þegar maðurinn hafðí náð út- varpstækinu, forðaöi hann sér út úr íbúöinni, en komst ekki iangt, því að lögreglan handsam aði hann skammt frá húsinu, og var hann settur í varðhald. En konuna þurfti að flytja á slysavarðstofu, því að hún hafði hlotiö áverka í andlitið og urðu læknar aö gera að sári hennar. — GP Segja fulltrúar verkalýðsfélaganna — Atvinnuleysi naumast teljandi sem stendur 0 Atvinnuástandið virðist ætla að verða mun betra í haust og í vetur heldur en á sama tíma í fyrra. Að sögn þeirra forystumanna verkalýðsfélaganna, sem í Elliðaánum «— yfir 400 laxar hafa veiðzt — 300 hafa veiðzt i Korpu ■ „Það er heldur róleg veiði núna f EIliðaánum,“ sagði Hjörleifur . Hjörlelfsson hjá Rafmagnsveitunni i morgun. „Ekki hægt að segja að það sé mikil veiði — kannskj rétt undir meöallagi, en þetta fer nú svo mikið eftir veiðimönnunum líka.“ Hélt Hjörieifur, að núna væri kominn sá tfmi að menn ættu að fara að veiða laxinn á flugu, en enn eru flestir með maðk, hélt hann. Ómögulegt er enn að spá um heildarveiði sumarsins, það getur brugðið til beggja vona með þenn- an síðasta mánuð „vertfðarinnar", en núna er komið á land eitthvaö á 5. ihundrað laxa úr Elliðaánum. Yfir 300 iaxar munu nú vera komnir á land úr Úlfarsá (Korpu) að sögn veiðivarðar, en aðeins 2 stengur eru daglega í ánni. Albert Erlingsson í Veiðimanninum hélt að nú væri kominn sá tfmi að veiði- menn yrðu að fara að færa sig of- ar meö ánni. „Þeir eru alltaf niðri undir sjó — vilja sjá hann koma upp, en það er mesti misskilning- ur,“ sagðj Albert og hélt hann að mennirnir yrðu fengsælli ef ofar væri farið. — GG Vísir hafði samband við í morgun, er ekkert útlit fyr- ir atvinnuleysi svo neinu nemi næstu vikurnar að minnsta kosti. Eins og er virðist vera næg vinna hjá verkamönnum á félags- svæði Dagsbrúnar sagði Eðvarð Sigurðsson. Þó er ekki sérlega mikil eftirspurn oftir mönnum. Sérstaklega hefur gengið erfiðlega hjá unglingum að fá vinnu. Um horfurnar í vetur er erfitt að spá. Við erum ákaflega hræddir við að sú saga endurtaki sig að fiski- skipin sigli með aflann eins og í fyrra, en slíkt hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á atvinnuástandið hér. Við vitum ekki hversu bygginga- framkvæmdir verða mikiar í haust og vetur. Þær hafa undanfafin ár ekki verið mjög miklar, fvrr en þá f sumar að þær eru héldur meiri. — Alla vega vonum við samt að at- vinnuástandið verði ekki verra I vetur en f fyrra, og ef einhverju munaði. að það yrði þá betra. Að sögn Magnúsar L. Sveinsson- ar hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur eru 11 skráðir atvinnu- lausir hjá félaginu um þessar mund- ir. — Það getur að sjálfsögöu ekki talizt neitt atvinnuleysi hjá 4 þús. manna félagi. Við búumst við að mjög rýmki á vinnumarkaðinum, sagði Magnús, þegar skólamir byrja, en allmargt skólafólk vinnur við verzlunarstörf. Ég álít að at- virfnuástandið sé mun betra en í fyrra og miðað við horfumar er ekki útlit fyrir atvinrtuleysi. Að sögn Tryggva Benediktssonar j hjá skrifstofu járniðnaðarmannafé- I laganna hafa verið næg verkefni til þessa hjá jámiðnaðarmönnuim. , Mest hefur þar verið um að ræða ! viðgerðarvinnu ýmiss konar aðal- j lega þá í kringum sjávarútveginn. i Hins vegar em engin stórverkefni ! framundan hjá járniðnaðarmönn- um, fyrr en þá í vetur eða að vori, til dæmis bygging korngeymanna við Sundahöfn, sem væntanlega hefst í vetur og stækkunin I Straumsvík, sem komin verður í gang næsta vor. Mikil verkefni ættu ennfremur að verða á næsta leiti hjá skipasmið- um en þar er ekkert ákveðiö enn þá og stendur á fjánmagni til smíði þeirra skipa sem vonir hafa stað- ið til að lagt yrði i að smíða nú á næstunni, svo sem skuttogarana. — JH Er ísíenzk velferð öll á þverveginn? — sjá júliannál bls. 9 Breiðholt í malbikað samband f yrir haustið Breiðholtshverfið kemst í mal- bikað samband fyrir haustið, að sögn Inga Ú. Magnússonar, gatna málastjóra. Efri akgrein Bústaða- vegar verður malbikuð austur úr fyrir haustiö og malbikað áfram upp á nýja Reykjanesveginn upp í j Breiðholt. íbúar Fossvogs eiga einnig von á glaðningi. Eyrarland og Hörgs- land, sem eru tengigötur niður í hverfið verða báðar malbikaðar I sumar, en næsta sumar verða íbúðagötumar væntanlega malbik- aðar. — VJ Neitar að flytja úr húsinu Borgin stendur i stappi við húseig anda við Bústaðaveg. — Húsið stendur fyrir vega- framkvæmdum ■ • Borgaryfirvöld hafa nú í marga mánuði, nánar tiltek iö á annað ár staöiö í stappi viö húseiganda við Bústaöaveg um kaup á helmingi húss, sem stendur þar fyrir vegafram- kvæmdum. Liðið er ð annað ár síðan borgin keypti helming hússins, en hinn eigandi þess hefur neitað að sætta sig við mat á sínum helmingi hússins. Húsið stendur fyrir lagningu syðri akreinar Bústaðavegar og verður að fjarlægjast f síð- asta lagi næsta vor, þegar leggja á syðri akreinina. Töluvert óhag ræði hefur verið að því að hafa húsið þama m.a. við undirbygg ingu syðri akreinar Bústaðaveg ar og við lagningu hitaveitu- stokka og því um likt, auk þess, sem nokkur slysahætta er sam- •MÍp fara húsinu, þar sem þrengsli myndast í efri akreininni við húsið. Eigendum hússins voru boðn ar bætur fyrir það á sínum tima, þegar gert var upp við erfðafestuhafa í Fossvoginum. Voru húseigendum þá almennt boðnar bætur á grundvelli mats gerðar, sem framkvæmd var af borgardómara og bygginga- meistara, þó að húsin væru mörg öleyfishús m.a ofangreint hús. Maðurinn, sem neitar að flytja neitaöi að sætta sig við matsgerðina. Hann mun einnig sjálfur hafa fengið dómkvadda menn til að meta húsið, en mun heldur ekki sætta sig við það mat, þó að það sé nokkuð hærra en fyrra matið. Honum hefur verið boðið upp á nýja matsgerö, sem Reykjavíkurborg og hann stæðu að sameiginlega, en það skilyrði er gert af hálfu borgaryfirvalda að hann sætti sig fyrirfram við matið. —VJ 4 Óleyfishúsið hefur verið mik ill höfuðverkur fvrir borgar- yfirvöld og torveidað vega- framkvæmdir við Bústaðaveg. !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.