Vísir - 12.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 12.10.1970, Blaðsíða 8
J V í SIR . Mánudagur 12. október 1970. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóJísson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jön Birgir Pétursson Ritstjóraarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610 11660 Afgreiðsia- Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askrlftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hf. • Meiri en nóg vinna /Vtvinnuhorfur hér á landi eru nú betri en þær hafa verið undanfarin þrjú ár. Atvinnuleysi og svartsýni fyrri ára er að baki. í flestum, ef ekki öllum grein- um atvinnulífsins er meiri eftirspurn en framboð á vinnuafli. Og þeir, sem fylgjast bezt með þróun þeas- ara mála, telja góðar horfur vera á nægri vinnu í ná- inni framtíð. Einkum er gróskan áberandi í iðnaði og bygging- um. Félagsmönnum í Iðju, félagi verksmiðjufólks, hefur fjölgað um rúmlega þriðjung á aðeins einu ári, þrátt fyrir aukinn vélakost og meiri sjálfvirkni. Marg- ir framleiðendur hafa vegna mannaleysis ekki undan að afgreiða pantanir. Mest virðist vera um að vera í fataiðnaðinum, sem er í ótrúlega hraðri framför. Byggingaframkvæmdir voru fremur litlar á undan- förnum árum. Samdrátturinn árin 1967 og 1968 kom hart niður á iðnaðarmönnum. Þeir fóru tuguin saman til nálægra landa í vinnu. Nú hafa málin snúizt svo gersamlega við, að erfitt er orðið að fá iðnaðarmenn í vinnu við byggingar. Þessi þensla stafar meðfram af þeirri þörf, sem hlóðst upp á árunum, er bygg- ingar voru tiltölulega litlar. En hún stafar líka af meiri velmegun í þjóðfélaginu. Skráningarreglur valda því, að alltaf er eitthvert skráð atvinnuleysi, þótt ógerningur sé að fá fólk í vinnu. Þess vegna eru nú skráðir tæplega 300 at- vinnulausir á öllu landinu, þrátt fyrir góðærið. Og menn verða að hafa í huga, þegar þeir skoða þessa tölu, að laus störf eru miklu fleiri en þetta og skipta líklega þúsundum. Sé miðað við hina skráðu tölu 290 atvinnuleys- ingja, nemur atvinnuleysið þriðjungi úr einu prósenti af heildarmannafla þjóðarinnar. Það er mörgum sinn- um lægra en í nálægum löndum og er vafalaust eitt- hvert lægsta atvinnuleysishlutfall í heiminum, ef mið- að er við sambærilega skráningu annars staðar. Á Norðurlöndunum er atvinnuleysi 1—3% og í Banda- ríkjunum 3—5%. Við erum því óvenjulega vel settir í samanburði við aðrar þjóðir. Fyrir tveimur árum, 1968, var skráð atvinnuleysi um það bil sjö—átta sinnum meira en nú. Þessi mikla breyting til batnaðar á skömmum tíma er eitt af mörgum dæmum um hinn hraða afturbata í efnahags- málum okkar í fyrra og í ár. Og enn virðist ekkert 'át vera á þessum framförum, svo að við getum horft jörtum augum til framtíðarinnar, ef verðbólgan fer kki úr böndum. Atvinna dregst ævinlega dálítið saman á vetrum, d. vegna minni byggingaframkvæmda. Það má því mast við, að skráð atvinnuleysi hækki yfir hávetur- inn og lækki síðan aftur næsta vor. Reikna má með, að skráð atvinnuleysi fari upp undir 1000 menn eða í um það bil 1%. Hins vegar er líklegt, að laus störf verði samt fleiri, svo að umframeftirspum eftir vinnu- afli haldist einnig yfir háveturiim. i iiiiiiiiini mmm ■■■■■■■■■■■■ Umsjón: Haukur Helgason. □ Það var mikið tækni- legt afrek, þegar rúss- neska tunglfarið Luna 16 hélt aftur til jarðar með handfylii af tungl- ryki. í síðustu 18 mán- uði höfðu Sovétríkin virzt langt að baki Bandaríkjunum í geim- ferðum. Nú hafði það gerzt, að Bandaríkin höfðu skorið niður fjár- veitingar til geimferða. Bandaríkin ráðgera nú „aðeins fjórar lendingar á tungli í viðbót, og síð- an ekki söguna meir, þar til einhvem tíma í ó- ræðri . framtíð, þegar þeir hyggjast koma geimstöð á braut. Rússar urðu fyrir skakka- föllum í geimferðaáætlun sinni í fyrra þegar risaeldflaug sprakk o-g eyöilagöi jafnframt mikinn hluta stöövarinnar. Margs konar HlfYpistöjt ,í rafi?eikniu®i.iRú»sannai. og öðrum tækjum höfðu neytit i,ap hanna,aS nýju f.jö'lmöFgi,,^^ stjórntæki sto. Nýju tækin voru reynd í fyrrahaust. þegar þrjú geimför Rússa voru á lofti án sérstaks árangurs, segja vest- rænir vísindamenn. Fyrir utan læknisfræðilegar rannsóknir í geimfarinu Soyus 9. Bandaríkja menn hafa haft áhyggjur af þvi aö geimfarar þeirra „stirðni" en hvemig skyldi þaö vera meöal rússneskra geimfara? Efri myndin sýnir Lunu 16 f tilraun fyrir tunglferðina. Hún bíður eftir því að vera kölluð á loft og beinir Ioftneti sínu, þöktu gúmmí, að sólu. — Á neðri myndinni er Luna að lenda á jörðinni. Rússum að . .. fiií fíhtíy . * 0 1 íori mefin ? Tunglferð Lunu 16 var mikið afrek 2000 milljarðar og og þrjú mannslíf Nú kemur Luna 16 og fram- kvæmir fyrirhafoarh'tið flest það sem kostaði Bandaríkin yfir 2000 miUjaröa króna og þrjú mannsilíf að gera. Fyrirrennara Lunu 16, Lumu 15 var ætlað í fyrra að hrella þá Anmstrong og fétega hans meö því að motoa upp nokkru tunglryki og hafa með sér degi áöur en fyrstu mennimir stigu á mánagmnd. Fimmtám mánuöir liðu frá för Acmstrongs og Aldrins til tungls ins og þar til Luna 16 hetfur nú náð svipuðum sýnishomum og þeir tóku. Tunglgrjót Banda ríkjamanna hefur verið til sýn is f Mosikvu. Takist Rússum hins vegar að fylgja eftir með mörg um Lunum, sem kortileggi tungi ið og krafsi í yfirborð þess og Slytji heim sýnishom frá háilend inu, flatlendinu og innan úr gíg um tungls, þá gæti farið svo að Apoloferðimar féllu i skugg- ann. Mörgum kynni þá að finn ast, að rússnesfca Luna-áætlun in væm hagstæðari. Menn mundu segja, að Rússarnir næðu sama árangri og Bandaríkja- menn án þess að hætta manns- itfum. Áætlun Rússa til 25 ára Geimferðaáætlun Sovétrfkj- anna hefur vissulega orðið fyrir nægum skakkaföllum. Rússam ir hafa hins vegar hugsað allt að 25 ár fram í tímann. í geim ferðaáætlun er þetta ekki órök rétt, og þetta hafa forystumenn bandarfsku áætlunarinnar verið að reyna aö koma stjómmála- mönnum f Washington í skiln- ing um. Þetta er ekki aðeins spuming um peninga, þðtt þeir ,séu afl þeirra hluta, sem gera skal. öll skipuilagning í jafn stórum stfl og könnun geimsins krefst, þarf að vera gerð til langs tíma, hivort sem fjárveitingar eru i hámarki eða lágmarki. Geim- ferðastofnunin bandaríska NASA hefur ekki megnað að gera áætlun til mjög langs tíma. Þar hafa sikipzt á ár mikils á- kafa og deyfðartimabil. Miklar sveiflur hafa verið i fjárveit- ingu. „Þau eru súr“, sagði refurinn Margir vestrænir vísinda- menn munu draga í efa, að Rúss ar séu tilbúnir tiil margra Lunu ferða á skömmum tíma. Það krefst miki'ls á'lags á tækjabúr að að framkvæma slikar feröir með fu'llkominni nákvæmni hvað eftir annað. Það er kostn aöarsamara að senda mönnuð geimför til tungls, en til lengd ar kunna þær að gefa árangur séu menn tiibúnir til að taka á- hættuna. Rússar hafa oft borið Bandaríkjamenn þeim sökum, að þeir tefii mannslifum í ó- þarfa hættu. Rússneskir visinda menn hafa sagt að tunglið, sem vísindalegt rannsóknarefni rök- styðji ekki, að fjölda manns- fífa sé hætt. Margir almennir borgarar á Vesturlöndum munu sammála þeim. Afstaða margra til Apolloferðanna mundi breyt- ast ef menn týndu lffi í tungjl- ferð. „Þau eru súr“, sagði refur- inn, þegar hann náði ekki upp í tréð. Gagnrýni Rússa með þessum rölcum skiptir engu tnáli þar sem þeir stefna sjáifir að mönnuöum geimferðum. Hefði tækni Rússanna ekki misheppn azt, þá væri nú í fuillum gangi risavaxin áætlun þeirra með geimferðum manna. Rússnesk- ar geimstöðvar væru á braut um jörðu, og þær geimstöðvar eru enn efst á blaði f Moskvu. Þær eru einnig ofarlega á áætlun Bandarfkjamanna, en þó ekki í jafn stórum sniðum. Minni yfirburðir Bandaríkjanna Takist Rússum fljótlega að senda margar Lunur sínar til tunglsins og safna mikiu vali sýnishoma, gætu þeir skotið Bandaríkjamönnum ref fyrir rass. Það kann að. reynast hættu legt bandarískum yfirburðum, ef Bandarfkin minnka mjög fjár veitingar til geimferða, eins og þeit hafa nú gert. Hættan er auðvitað meiri í lýöræðisrfki en í rfki einræðis, að manntjón í geimferöum skapi aimenna and ctöðu við ge'mferðir, sem tefji þær eða stöðvi. í einræðisríki geta vaidhafar hunzað sifkt al- mennjnffsá''t Luna 16 sýndi, að yfirburðir Bandaríkjamanna í geimferðum eru ekki eins miklir og flastir hefðu talið, og þeir yfirburðir geta horfið næstu mánuði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.