Vísir - 12.10.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 12.10.1970, Blaðsíða 9
V1SIR . Mánudagur 12. október 1970. „Mig langar ekki til Kúbu... ÆÆ — segir Jón Normann, bóndi á Skaga, sem bandariskir fræðimenn hafa boðið til Bandarikjanna • Bandarískir fræöimenn hafa boðið Jóni Normann Jónas- syni, bónda að Selnesi á Skaga fyrir norðan, að koma vestur til Pennsylvaníu og eiga tal við sig um islenzk fræði af ýmsu tagi. Einkum munu þeir forvitnir að ræða við Jón um skýringar hans á ýmsum skáldskap í Eddu, en einnig vilja þeir fræðast um íslenzka þjóðhætti til foma og hafa þeir í bréfum þráspurt hann um galdra á íslandi. • Og Jón Normann hefur þekkzt boð Bandaríkjamanna og er nú hér í Reykjavík að biða eftir skipsferð vestur um haf. — Við hittum hann í herbergi hans og áttum við hann stutt spjall. „Þetta er nú sfafkarl, sem við er að eiga eins og þið sjáið. >að er nú þannig að lífið hefur farið í brauðstritið og það slít- ur mainninum.... Já, ég er nú að bíða eftir fari vestur. Það stendur til að óg sigili með Brúarfossi, en ætli þetta verkfali sem er yfirvofandi stöðvi mig ekki og þá verður varla um annað að ræða en að fara heim aftiur. Ég þoli nefni- lega ekki að fijúga. í fynsta lagi þá hafa læiknar ráölagt mér að láta það ógert eftirleiðis ég flaug eitt sinn frá Kaupmanna höfn hingað heim, og varð ffe veikur af, og í öðru lagi þá er ég með mikið af bókaskrudd um meöferðis og það er vont að vera með mikinn farangur í flugvélum. í þriðja lagi þá iangar mig ekki til Kúbu.“ „Ei getr kvikr kú“ Jón hefur um árabil staðið í bréfasambandi við bandaríska og þýzka norrænufræðinga og hefur reynt að seðja fróðleiks fýsn þeirra um ísland og ís'lenzk fræði eftir mætti, en „þeim finnst vist líka skiítið sjál'fsagt að bóndakarl skuili vita eitt- hvað“, sagði Jón við fréttamaim Vísis í sumar og „þeir ætila að spjalla við mig þegar vestur kemur. Segjast ætila að s'krifa niður eftir mér og fella inn í fræðirit. — Hann Einar Haug- en frægur prófessor í nor- rænu við Harvard háskólann ætlar lika að hitba mig. Ég veit eikki bvort hann kemur til min í Pennsylvaníu eða ég fer þang að norður. Það er anzi langt.“l — Verðuröu lengi í Ameríku ferðinni? „Ætli ég komi ekki heim aft ur í desemberbyrjun. Það er slæmt að vera of lengi í burtu frá fénu. Þarf að koma heim og hileypa til. En ég á nú góða nágranna sem liita til með skepn unurn meöan ég er f burtu.“ — Er langt síðan þú fékkst heimboð þeirra Bandaríkja- manna? „Já, það eru nokkur ár. Ætli bað hafi ekki verið fyrst 1962. En þá átti ég kú og það er slæmt að fara í önnur lönd frá kúm. Svo þegar þeir buðu mér að greiða allan kostnað við ferðina, þá gat ég ekki annaö en þekkzt boðið, enda hafði ég þá losað mig við kúna, þó í Háva málum segi „ei getr kvikr kú““. Skýringar við Hávamál — Þú kannast vel við Háva- mál, en hefurðu skrifað eitt- hvað um þau? „Já. Ég hef skrifað skýringar við Hávamál sem þeir nota við kennsluna f rióríænudeildinni við Ríkisháskólann í Pennsyl- vanfu. Nú, svo bef ég *SkriíaðÍHS fræði. Skrifa stundum þætti i eittbvað f tímarit um íslenzk Skagfirðingabók. Nei, ég heff ekkert gefið út á innlendan rnarkað. Það er svona með olck- ur þessa sem ekki erum aka- demfskir borgarar, að það er ekki svo gott að geffa út, nema þá á eiginn kostnað.“ — Hefurðu ekki samband við innlenda fræðimenn? „Jú. Hann Einar Ódafur Sveinsson prófessor hefur sikrif að mér og svo hef ég skrifað sitffíhvaö fyrir þjóðfræðadeild þjóðminjasafhsins. Ég las lfka inn á segu'iband fyrir þá ýmis- legt sem ég geymi í miimi minu . um þjóðhætti. Ég er eiginlega að hugsa um að skriffa niður það sem ég veit um seiðinn ís- lenzka og bjóða þeim hjá út- varpinu að lesa það fyrir þá. Þetta er að glatast.“ Fomt handrit um galdra — Hvaðan hefur þú þina vitn eskju um seiðinn? „Eaðir minn átti handrit forot. Það var að hálfu leyti skrifaö á skinn, en hitt gamaiM og gulnaður pappír. I þessu handriti var fjallað um seiðinn f þrem löngum kvæðum. Þessi kvæði skýrðu allítarlega frá að ferðum og verkfærum sem til þurfti. Ég var að stelast í bók ina á nóttum, því ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að láta gamla manninn vita að ég færi i bók- ina.“ — Hvað varstu garnall þá? „Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára, þegar ég var að glugga í þetta, en ég skildi illa rúna- letrið. Samt fékk ég vitneskju um helzítu aðferöir við seiðinn af þessum lestri og man þetta vel. Handritið er nú því miður glatað Ég vildi gefa mikið fvrii að eiga það. — Já og eitthvað er um seið í Laxdælu, Grænlend ingasögu og Eiriks sögu rauða, en það er óljóst og innan um annað.“ Hróarsdalur — Var faðir þinn bókamaður? „Já. Hann átti mikið safn af fræðibókum. Þvf miður gat ég ekki verið viðstaddur er dánar- bú foreldra minna var boðið upp. Ég var þá hér fyrir sunn- an og bundinn við kennslu, vissi reyndar ekki af uppboðinu fyrr en eftir á. En eitthivað á ég þó af bókum frá pabba. Bróðir minn reymdi að bjóða í eitthvað af þeim þanna á uppboðinu." — Hvar bjó faðir þinn? „Hann bjó i Hróarsdal í Hegra nesi. eins og faðir hans og afi. Langafi minn kom þangað 1789 og sfðan hefur hún verið f ætt- inni. Bróðir minn býr þar núna. Ég fæddist í Hróarsdal og ólst þar upp til tvítugs .. ég fæddist árið 1898 og man þvf glögg- lega hvernig þjóðlifsmyndin var hér á íslandi um og upp úr aldamótum. Ég man fyrst eftir mér er ég var tveggja og liálfs áns gamall. Þá fór ég með for- eldrum mínum á næsta bæ, 'Ké4duda3.:siÞhð vár *S!j gamlárs- kvöld og þá sá ég f fyi'sta sihn 'öidav'él'.1 Ég'ínan,' !!£ ■ég''sat og horfði á húafreyjuna i Keldú- dal standa við hana og hita súkkulaði." „Aldrei kúgaður í bamaskóla...“ — Hvemig heimili var í Hró- arsdal? „Það var erfitt heimili. Pabbi var nefnilega þrukvæntur og ól upp 20 böm sín. Það var þvi ekki um það að ræða að ganga menntaveginn. Ég hef aldrei öf- undað nokkum mann, en ég minnist þess að hafa komizt næst Því að öfunda einn mann. Það var eitt sinn er ferðamenn komu að Hróarsdal. Feðgar tveir og var drengjurinn, sem var jafnaldri minn, þá á leið í Menntaskóliann f Reykjavik." — Nú varst þú bamakennari f f jöldamörg ár, Jón, en gekkstu þá aldirei sjáilfur f skóla? „í bamaskóla Var ég aldrei kúgaður, sem betur fer. Ég held lífka ég yrði Kilepptæikur ef ég hefði orðið að þola bamaskóla- vist eirts og hún gerist nú til dags. Núna em bömin gerð leið á skólanum með þvi að vera þar svo langan tfma aif árinu. AHir eru látnir læra það sama og það er brot á lögmáli lífsins að ætla að steypa alila í sarna mót. Of fáir gera sér ljósan þann vanda sem fylgir því að vera kennari.“ Kennari í 28 ár — Hverjir voru þá þínir skól- ar? „Ég fór í Bændaskólann á Hól um. Þar var ég 2 vetur og lauk prófi með 1. ágætiseinkunn vor ið 1923. Svo varð nú hlé á skólagönigunni, því engír pening ar voru til — það vantaöi „start kapítalið“. Ég fór að vinna fyrir mér og reyndi eftir mætti að spara saman og svo komst ég i Kennaraskólann 1927. Ég tók inntökupróf í 2 bekk. Þaðan lauk ég svo kennaraprófi vorið e •• s ••••••••• a • o ••••••• a • *-c o • » „Þvílíkan bónda getur engin þjóð í heiminum átt nema ís- lendingar. Hann er finsetumaður, sjálfmenntaður að mestu leyti, en þó með kennarapróf, og er farskólakennari í heima- byggð sinni á vctrum. Hann hefur skrifað sínar eigin skýr- ingar á I-Iávamálum... ég ætla að reyna að þýöa þær á ensku og fá þær gefnar út... Ég held hann búi til bezta plokkfisk i heimi og grasamjólk hans fannst mér hreinasta hnossgæti... já þetta er merkilegur maður, sennilega merki- legasti bóndi í heimi.“ — Michael Bell, bandarískur náms- maður, sem hér var að læra íslenzku, sagði ofanskráð um Jón Normann eftir að hafa verið hjá honum í kaupavinnu sumarið 1960. Tilvitnunin er tekin úr viðtali við Bell, sem birtist í Vísi 23. nóv. 1962. 1929. Minn árgangur var sá síðasti sem séra Magnús Helga son, sá meikilegi maöur, útskrif aði. Annars gekk á ýmsu með an ég var 1 Kennarasfcólanum. Sumarið milli bekkjanna vann óg í brúarvinnu og varð fyrii því silysi að fá högg á höfuðið. Ég höfuðkúp'ubrotnaði og missti minnið. Um haustið í sikólanum bað ég guð oft um að gefa mér minnið aftur, og loks bænheyrði hann mig. Þaö var á aðfanga- dagsikvöld 1928, að ég aillt í einu féfck minniö aftur — og hef haldiö því síðan ... .*• — Síðan gerðiistu kennari? „Já, ég byrjaði kennslu við Bamaskóla Austurbæjar haust- iö 1929. Ég fékk stöðu þar vegna þess hve háa einkuon ég hafði í uppeldisfræði og kennslufræði. Við Austurbæjarskólann kenndi ég svo allt til ársins 1957. Þá flutti ég nojföur á Selnes á Skaga og hóf þar búskap. Hafði keypt jörðina 1943. Svo vildi til, að ári eftir að éf> flutti norður. þá dó maður sá er hafði annazt barnafræðsluna í sveitinni og lenti það á mér að gerast farkennari hreppsins, vegna þess að ég var jú rétit- indamaður. S'íðan kenndi ég þarna 4 vetur J röð, eða þar til ég var orðinn 65 ára, en þá hætti ég, haffði enda nóg að starfia orðiö við búskapinn." „... ekki til New York“ — Hvað ertu aö skrifa núnia Jón? „Ég er að skrifa ýmislegt t.d. ævisögu mína. Ég er kominn fram að fermingaraildri. Ég man svo vel allt það sem gerðist 1 bems'ku minni.“ — Hlakkarðu ekki tid vestur- fararinnar? „Jú, það geri ég. Þeir ætila að fara með mig þama um og sýna mér ba'ndarískan sveita- búskap, af því að ég er nú einu sinni bóndi. Mig langar að koma til Washington, en til Nev/ Yortk kæri.ég mig ekki um að íhra — já, og heyrðu góði. Það var rangt hjá ykkur J Vísi í sumar að segia að ég væri 69 ára. Ég er 72 ára.“ —GG 9 ð 4 O 9 * tt 0 • ð • ð « • a 9 9 9 9 • 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 O » 3 tt' 9 0 0 • 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 •> o 9 9 9 ð 9 0 • 9 I «

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.