Vísir - 15.10.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 15.10.1970, Blaðsíða 1
Enn einn árekstur á gatnamótum Kringlumýrar- og Háaleitisbrautar ENN EINN áreksturinn varð á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar í morgun snemma, þegar menn óku á Ieið til vinnu sinnar um kl. 7.30, Bifreiö var ekið eftir Háaleitisbraut austur yfir Kringlumýrarbraut og rakst þá á fólksbíl, sem ók norður Kringlu- mýrarbraut. Tveir farþegar voru í öðrum bíin- um og var annar þeirra ásamt öku- manni fluttur á slysavarðstofuna, en þeir höfðu báðir slasazt — þó ekki alvarlega. Blarnir skemmdust Stjórnarskráin orðin úrelt Dr. Gunnar Thoroddsen leggur til að end- urskobun hennar verði lokið fyrir 1974 0 Stjómarskráin okk- stofnun lýðveldisins. í ar er orðin úrelt um margt. Lýðveldisstjórn- arskráin frá 1944 tók ekki til annars en þess, sem beinlínis varðaði rauninni búum við enn við „frelsisskrána“, sem Danakonungur færði okkur árið 1874. Tilraun ir til að endurskoða stjórnarskrána strönd- uðu fyrir tuttugu ámm á deilum um kjördæma- skipunina. Dr. Gunnar Thoroddsen legg- ur til að undinn verði bráður bugur að endurskoðun stjórnar- skrárinnar í samræmi við nýja tíma, og verði þeirri endurskoð- un lokið árið 1974. Það er afmælisár, 1100 ár frá upphafi Islandsbyggöar og 100 ár frá setningu stjórn'arskrárinnar 1874. Dr. Gunnar ræddi á fundi lögfræðingafélagsins í gær- kvöldi ýmis þau atriði, sem sér- staklega ber að gefa gaum við þessa endurskoöun. Hann drap á kjördæmaskip- uninla, sem verið hefur hiö mesta deiluefni, og taldi hugsan legt að samræma mætti hin tvö sjónarmið, einmenningskjör- dæmi og hlutfallskosningar. Gat hann þess, að í Vestur-Þýzka- fandi hefði hver kjósandi tvö atkvæöi. Hann gæti bæði kosið einstakan frambjóðanda í kjör- dæminu og samtímis greitt þeim flokki atkvæði, sem hann vildi styðja. Sá frambjóðandi í kjör- dæminu, sem flest atkvæði hlyti yrði kjörinn, hviar í flokki sem hann stæði. Væri þannig kos- inn helmingur þingmanna. Hinn hluti þingsins væri síöan kjör- inn hlutfallskosningum eftir því atkvæðamagni, sem flokkarnir fengju. Svipað væri i Dan- mörku. Kvað dr. Gunnlar kosn- ingamar með þessu verða að einhverju leyti persónulegar, sem væri mjög æskilegt. — Þá kvað ræðumaður athugandi, hvort ekki bæri að skylda borg aifa til að kjósa, og hvort lækka bæri kosningaaldur í 18 ár. Rangt væri, að Alþingi skæri sjálft úr um lögmæti kosninga eins og nú er. Það ættu dóm- stólar að gera. Þá væri athugandi, hvort ekki ætti að auka þjóöaratkvæði í ýmsum málum. Til dæmis væru í Sviss fjórar þjóðaratkvæða- greiðslur að meðaltali á ári, en hér hefði þjóðaratkvæði aðeins verið fjórum sinnum. Athugfa bæri, hvort ekki ætti að hafa þjóðaratkvæði um stjórnar- skrárbreytingar og þá ef til vill án þess að þyrfti að rjúfa þing eins og nú tíðkast. Dr. Gunnar kvað hugsanlegt, 'að láta ráðherraembætti „rót- era“, þannig að enginn gæti haft sama ráðherraembætti leng ur en tiltekinn árafjölda. Hann kvað nauðsynlegt að endurskoða mfannréttinda- ákvæði stjórnarskrárinnar með hliðsjón af mannréttindayfirlýs ingu Sameinuðu þjóðanna. Ræðumaður drap á margt fleira, sem nfauðsynlegt væri að endurskoða og lagði áherzlu á, að endurskoðun yrði hraðað. — HH skjótrar endurskoðunar. Þyrlan komin um borð í Ægi Ákvörðun tekin í dag um kaup á 2 skuttogurum segir Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsráðherra • Eir, þyrla Landhelgisgæzl- unnar, sem nauðlent var við Apalsmannsvatn á Skagafjarðar heiðum á mánudag, er nú kom- in um borð í varðskipið Ægi. Klukkan 24 aðfaranótt mánudags var sendur dráttarbfll úr Reykjavík norður að sækja þvrluna. Var hann f 24 tíma að komast að bænum Stafni í Svartárdal, þar sem flug- maður og flugvirki, sem með þyrl- unni voru, gistu. Var bíllinn svo lengi vegna þess, að á miðri Holta- ';rð”heiði á norðurleið, brotnaði í honum stýrisstöng, og varð að fá flugvél til að fljúaa norður á heiði með varahlut, og síðan að setja hann í. Frá Stafni var bíinum síð- an ekið um 30 km vegalengd að þyrlunni, en vegna þess hve vegur- inn þangað er iillur yfinferðar, tók sá akstur rúma 7 klukkutíma. Var því komið að þyrlunni í gærmorg- un undir klukkan 8. í gærkvöldi hafði þyrlan verið tekin í sundur og sett á dráttar- vagninn. Var henni síðan ekið til Sauðárkróks, par sem Ægir tók hana um borö. — GG ÁKVÖRÐUN verður tekin um það í dag, hvort keyptir verða tveir skuttogarar frá Spáni til viðbótar þeim tveimur, sem þegar hefur ver- ið samið um. Bæjarútgerðir Reykja- víkur og Hafnarfjarðar hafa báðar lagt það til við ríkisstjómina að tog ararnir verði keyptir frá Spáni, að því er Eggert G. Þorsteinsson sjáv- arútvegsmálaráðherra sagði í við- tali viö Vísi í morgun. Erlendar plast- vöruverksmiðjur gleypu við íslenzkri uppfinningu sjá bls. 9 Tilboð spönsku skipasmíöastöðv- arinnar um siníði á togurunum tveimur reinnur út í dag miöað viö óbreytt verð á togurunum og verð- ur ríkisstjórnin því að gera það upp við sig, hvort hún vill kaupa togarana þaðan, en ekki frá Póll- landi, en endanleg tilboð í smíöi togara samkvæmt kröfum skuttog- aranefndar hafa ekki borizt frá Póllandi, þó að ýmisilegt bendi til að smíði togaranna þar væri mun óhagstæðari. Að því er sjávarútvegsráðherra sagði Vísi hafa bæjarútgerðirnar beðið um að fá þrjá af fjórum tog- aranna, en fjórða togaranum er ó- ráðstafað. Bæjarútgerð Reykjavfk- ur hefur beðið um I. og 3. togar- ann, en Bæjarútgerð Hafnanfjarðar hefur beðið um togarann, sem verð- ur annar í röðinni. Skuttogaramálin verða tekin til umraeöu í borgarstjórn kl. 5 f dag og má búasf viö miklutn deilum um þau. — VJ báðir svo mikiö, að þeir voru óöku- færir, og varð að draga þá af staðn- um. Ökumaöur bílsins, sem ók eftir Háaleitisbraut, kvaðst eftir á alls ekki hafa séð hinn bílinn, fyrr en bílamir rákust á. Hið sama hefur margur ökumaðurinn sagt, sem lent hefur í árekstri á þessum gatna- mótum, en þau eru eitt aðalárekstr- arhorn bæjarins. — GP Kórénugreiðslan og Lovísa Ungur hárgreiðslumeistari, Lovísa Jónsdóttir, komst á for- síður norskra blaða nýverið. Fyrir skömmu fór hún til Nor- egs til að sjá nýjungar í hár- greiðslu og meðhöndlun á hári. Hún segir frá reynslu sinni á bls. 13 í blaðinu í dag. Þar má einnig sjá þrjár greiðslur, sem verða „greiðslur vetrarins’’ sam kvæmt því, sem þeir, sem gefa stefnuna, erlendis, segia. ----------------------- Hvorf séra Odds fró JVIiklabæ fluft af Róbert Arnfinns- syni á sinfóníutón- leikum Róbert Amifinnson leikari kem- ur fram á tónleikum Sinfóniíuhiljóm sveitar íslandis í kvöld, þar sem verða flutt tónverk' eftir Karl O. Runóilfsson, í tilefni sjötugsafmælis tónskáildsins í þesisum mánuði. — Ró'bert flytur „Hvarf séra Odds frá Miklabæ" með hljómsveitinni. Á tónleifcunum verður einnig flutt svftan „Á krossgötum“ og for 'leifcur að Fjailila-Eyvindi, alt verk eftir Karl. Einnig eru á efniss'krá Brandenborgarkoinsent nr. 3 eftir Badh og hornkonsent nr. 1 eftír Ridhard Sltraiuss. Stjórnandi er Páll P. Páilsson og einleikari lb Lanzky- Otto homleikari. — SB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.