Vísir - 19.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 19.10.1970, Blaðsíða 3
V-lSIR . Mánudagur 19. október 1970. 4 I MORGUN UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Líf Cross enn á bláþræði Ráðherrann var myrtur — Lögreglan handtekur hundruð manna @ Þriggja daga sorg er í Quebecfylki eftir morðið á Laporte verkalýðsmálaráð herra fylkisins. Lík hans fannst í gær í farangurs- geymslu í bifreið, og hafði hann verið skotinn í höf- uðið. Mörg þúsund manns höfðu í morgun gengið fram hjá kistu Laporte, sem er í dómhúsi í Montre- al. Leiðtogi flokks aðskilnaðarsinna í Quebec, Rene Levesque, réðist í gær hörðum orðum á morðingja La- portes. Hann kaliaði þá geðbilaöa mannhatara. Jafnframt sagði hann þó, . að ríkisstjórn Kanada hefði sýnt of mikla hörku. Bað hann menn lengstra orða að semja nú Margir þekktir menn á lista Mansons © Frú Virginia Graham Castro hefur skýrt frá því við réttar- höldin yfir Charles Manson og „fjölskyldu“ hans, að Manson hafi ætlað að myrða fjölmarga fræga menn. Frú Castro var klefafélagi einnar stúlkunnar í „fjölskyldunni“. © Á lista Mansons voru til dæmis Elizabeth Taylor, Richard Burt- on, Frank Sinatra, Tom Jones og Steve McQueen. © Myndin var tekin rétt fyrir helgi, þegar Manson og Susan Atkins komu til yfirheyrslu vegna ákæru á hendur þeim um að þau hafi myrt hljóðfæraleik- arann Gary Hinman. um frelsi ti'l hamda James Cross, en honum halda ræningjamir enn. Um tíma í gær var óttazt, að ræningjamir heföu einnig Mflátið Cross. Síðar barst bréf með rit- hönd hans Segist hann vera við sæmilega lu'ðan. Samtímis fannst orösending frá „frelsisfylkingu Quebec“ í sfmaklefa, þar sem ræn- ingjarnir hóta aö myrða Cross, ef ekki verði gengið að kröfum þeirra. Cross bað yfirvöldin I bréfi sínu að hætta að leita að sér. Hann kveðst hafa mifclar áhyggjur vegna fjöilskyldu sinnar og segist hafa óttazt að fjölskyldan hefði talið, að hann hefði einnig verið myrtur. Cross segir einnig, að lögreglunni muni aldrei takast að finna felu- stað ræningjanna. Laporte hafði einnig fyrir viku ritað bréf, þar sem hann varaði lögregluna við að halda áfram leit- inni að sér. „Ef lögreglan finnur felustaðinn, þá verður skotorrasta, sem ég get ekki komizt lifandi úr. Ég er viss um, að það getur hindr- að líf'lát mitt og launmorð á öðrum stjórnmálamönnum, ef föngunum verður sleppt,“ hafði Laporte skrif- að. Aðalkrafa mannræningjanna hefur verið, að svoköMuðum „póli- tískum“ föngum verði sleppt í Kanada. Bréfið frá James Cross í gær var hið eina, sem menn höfðu frá hon- um heyrt í viku. Rfkisstjórn Kanada var á skyndi- fundi í gærkvöldi til að ræða þetta mál. ítrekað var fyrra tilboð til ræningja Cross, að þeir mættu fara frjálsir feröa sinna tjl Kúbu, ef þeir létu Cross lausan Hinn myrti verkalýðsmálaráð- herra Quebecfylkis, Laporte, var 49 ára að aldri og faðir tveggja bama. Morðið hefur vakið skelfingu um heim allan. Brezki utanríkisráðherr ann, Sir Alec Douglas Home, skor- aði á frelsisfylkinguna að láta Cross lausan, en hann hefur verið í höndum ræningjanna í 14 daga. Sir Alec sagði, aö morðið á La- porte væri hræðilegur glæpur. Fréttir í Sovétríkjunum vora kuldalegastar. Þar sagði aðeins, að „aðskilnaðarsinnar í Quebec virtust ekki vera ánægðir með tilboð rík- isstjórnarinnar“. Um fimmtíu fransk-kanadískir stúdentar hafa lagt undir sig Can- ada House í Pars, og styðja þeir aðskilnaðarsinna í Quebec. Þeir segja, að moröið sé einvörðungu sök ríkisstjómarinnar í Kanada. „Stjómin ber ail'la ábyrgðina, „segja þeir, „því að hún lýsti yfir hern- aðarástandi“. Þessi stúdentahópur hefur setið i Canada House síðan á laugardagskvöld og mótmælt hemaðarástandinu, er Trudeau for- sætisráðherra hefur lýst yfir í Kan- ada. Trudeau lýsti yfir hemaðar- ástandi á föstudag. Víðtæk leit að mannræningjunum hefur staðiö síð- an um gjörvaMt landið. Mörg hundr uð manna hafa verið handteknir. Vopnaðar hersveitir hafa haldið inn f Montrea! og tekið sér stööu við ræðismannsskrifstofur og opinber- ar bvggingar. Tólf þúsund lögreg'lu menn í Quebec vinna dag og nótt að leitinni. Forsætisráðherra Quebecs, Ro- bert Bourassa, sagði í útvarpsræðu í gærkvölldi, að stjórn hans mundi tafca á má'linu með nauðsynilegri ró. Hann 'skoraði.-á íbúa - Quebecfylkis að Vera einhuga og fordæma morð- ið.' Trudeau forsætisráðherpa kom óvænt til Montreaí í gærkvöldi til að ræða við Bourassa. Foringjar aðskilnaðarmanna í Umsjón: Haukur Helgason. Laporte ráðherra var 49 ára tveggja barna faðir. Cross biður lögregluna hætta leitinni. Quebec fordæma yfirieitt morðið, enda eru ræningjamir aðeins fuill- trúar fylgislítils hóps öfgamanna í röðum aðskilnaðarsinna. Feðgunum sleppt? Tyrkneska dómsmálaráðu neytið sagðist í gær bíða eftir Skýrslum frá yfirvöld í Trabzon í Norður- um Tyrklandi, áður en ráðu- neytið staðfestir úrskurð dómstólsins þar um, að flugvélarræningjarnir frá Litháen skuli fara frjálsir ferða sinna. Héraðsdómstólllinn úrskurðaði á laugardaginn, að Branzislas Korej- evo, 46 ára, og 18 ára sonur hans Argedas, skuli látnir lausir. Þeir feðgar rændu fyrir helgi sovézkri farþegaflugvél í innanlandsflugi og létu fljúga til Tyrklands. Plugfreyj- an beið bana í skotorrustu í flug- vélinni, þegar flugstjórinn reyndi að yfirbuga ræningjana. Dómstöll- inn úrskurðaði, að drápið á flug- freyjunni heföi ekki verið að yfir- lögðu ráði, heldur fyrir slysni. Feðgamir hafa beðið um haeli í Tyrklandi sem pölitískir flótta- rnenn. Samkvæmt tyrkneskum lög- um skal útlendingum, sem beiðast hælis í landinu sleppt, ef glæpir þeirra eiga sér pólitískar orsakir. Flugvélin fór á laugardag aftur tiil Sovétrfkjanna. Sovétrfkin krefjast þess, aö ræningjamir verði fram- seldir. í A.-Skaftafellssýslu: Bæjarhreppur: Hvalnes. Nesjahreppur: Seljavellir. Hafnarhreppur: Skrifstofa sveitarstjóra, Hafnarbr. 25. Mýi'ahreppur: Rauöaberg. Borgarhafnarhreppur: Hali. Hofshreppur: Hnappavellir. I V.-Skafíafellssýslu: Hörgslandshreppur: Hörgsland. Kirkjubæjarhreppur: Kirkjubæjarklaustur. oxartártuuguhreppur: Ásar. LeiöValIahreppur: Efriey. Álftavershreppur: Norðurhjáleiga. Hvammshreppur: Sýsluskrifstofan í Vík. Dyrhólahreppur: Litlihvammur. I Rangárvallasýslu: Austur-Eyjafjallahreppur: Selkot. Vestur-Eyjafjallahreppur: Stór'amörk. Austur-Landeyjahreppur: Skíðbakki. Vestur-Landeyjahreppur: Sigluvik. Fljótshliðarhreppur: Tunga, Hvolhreppur: Miðhús. Rangárvallahreppur: Selhlækur. Landmannahreppur: Skarð. Holtahreppur: Nefsholt. Ásahreppur: Lindarbær. Djúpárhreppur: Hábær II. í Ámessýslu: Gaulverjabæjarhreppur: Vorshbær. Stokkseyrarhreppur: Hreppsskrifstofan. Eyrarbakkahreppur: Hreppsskrifstofan. Sandvíkurhreppur: Litla Sandvík. Selfosshreppur: Hreppsskrifstofan. Hraungerðishreppur: Þingborg. Villingaholtshreppur: Urriðafoss. Skeiðahreppur: Brautarholt. Gnúpverjahreppur: Árnes. Hrunamannahreppur: Félagsheimili Hrunamanna. Biskupstungnáhreppur: Aratunga. Laugardalshreppur: Laugarvatn. (Hjá Magnúsi Böövarssyni, hreppstjóra). Grímsneshreppur: Félagsheimilið Borg. Þingvallahreppur: Kárastaðir. Grafningshreppur: Torfastaðir. Hveragerðishreppur: Hreppsskrifstofan. Ölfushreppur: Gerðakot. Selvogshreppur: Vogsósar. Reykja'^k, 7. október 1970. F. h. fasteignam'atsnefnda Valdimar Óskarsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.