Vísir - 28.10.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 28.10.1970, Blaðsíða 1
Síldarhrota í Breiðamerkur- — Mörg skip með yfir 100 lesfir i nótt — l Grindavikursjó fengust að- eins smáslattar 60. árg. — Miðvikudagur 28. október 1970. — Þessar fallegu sfldar lónuðu með IítiIIi torfu suður í Grindavíkursjó í gær, þar sem Örn RE fangaði þær í nótina. — Að vísu varð fengur- inn lítill f það skiptið, aðeins eitt tonn. Örn- inn landaði í Reykjavík f morgun og þá tók ljósmyndari Vísis þessa mynd af einum skip verjanna. Vafurlogi yfír Miðnesheiði — Starfsmenn á Vellinum sáu undarlegan eldbjarma á suðurhimni um fótaferðartimann íslenzkum starfsmönn- um Vamarliðsins, sem fara dag hvern til vinnu sinnar héðan úr borginni brá heldur en ekki í brún þegar þeir óku steinveg inn suður Vatnsleysu og Voga í morgun. Rauðum bjarma sló á suður- himininn eins og leiftri af jarð- e'.dum eilegar bonibum. — Þessi vafurlogi flökti örstutta stund yfir herstöðinni á Miðnesheiði, rauður og bláieitur ásýndum og hvarf siðan. Og starfismenn varn ariiðsins hertu aftur ferðina suð ur í Voga, undrandi að vonum. Þegar menn komu saman suð ur á Velli í morgun, höifðu þeir margt um þennan Ijósagang að tala og þótti ýmsum harla kyn- legt að tarna. Vísir hringdi til veðurstofun- ar á Vellinum í morgun og sagöi Ingólfur Aðalsteinsspn veður- . fræðingur okkur, að þeir hefðu ekki orðið varir við þennan biossa þar á veðurstofunni. — Hins vegar sáust ■ þaðan bláleit ir skuggar á suðurhimni, dáílítið undarlegir. Líklegt að þar hafi þotur verið á ferð. Loftið var mjög tært og hreint í morgun og himinn fallegur þar suður með sjó. Ingólfur taldi Líklegt aö þessi eldsýning hafi einungis verið morgunbjarminn, sem hafi glampað svona skyndilega á stakt ský í suðri, en ekki yfir- náttúruleg fyrirbæri á borð við fljúgandi diska ellegar Rússa. — JH Ótrúlegustu hlutir skildir eftir í vínveitingu- húsunum Konan sem um síðustu helgi glataöi hárkollu sinni er hún var á dansstað einum hér í Reykja- vík um helgina, hefur enn ekki íengið hana aftur, og líklegt aö sá er hárinu rændi, þurfi aö hafa not af því sjálfur. Hins vegar hafa veitingamenn haft samband viö okkur vegna bessa og tjáð okkur aö svo virðist sem fólk týni af sér hverju sem verh skal á veitingastöðum, undir- íötum, armbandsúrum,, sokkum, eyrnahringjum, regnhlífum og 'kóm. Hins vegar var ekki hárkollu ’.ð finna nema á einum stað, þ. e veitingahúsinu við Lækjarteig ''ar er nú I óskilum rauðbrún hcry’ 'árkolla, og hefur hún legið þar 1. 3 vikur. Væntanlega hefur einhver kona týnt þeirri hárkollu á dansleik, or hlýtur hún að vera farin að saknf hennar. Tjáði veitingamaðurinn í veitingahúsinu við Lækjarteig Vísi. að velkomið sé að takh við fyrir- spumum varðandi þessa hárkoiiu likast til verður hún afhent þeim eða þeirri sem hefur mátule.ct nöfuð fyrir hana. — GG Gæti hafa smitazt á barnsaldri — segir landlæknir um berklasjúklinginn á Hvammstanga Það er alveg óvíst ennþá, að berkfasjúklingurinn, sem fannst á Hvammstanga á laugardaginn sé nýsmitaður. Vel kann að vera að hann hafi smitazt á þeim tímh, sem smit var tiltölulega algengt á íslandi, þó aö ýmis einkénni bendi til þess að um nýja smitun sé að ræða, sagði Sigurður Sigurös- son, landlæknir, í viðúali við Vísi í morgun. Landlæknir sagði það koma allt- af öðru hverju fyrir, að eitt og eitt tilfelli berklaveiki finnist, sem sýnir að við séum ekki alveg lausir við berklaveikina enn, þó hð góður árangur hafi náðst í barátt- unni við hana. — Hann sagði að víðtæk berklapróf yrðu gerð á Hvammstangh og í nærsveitum, en þau munu hefjast 4—6 vikum eftir að kennarinn hafi hugsanlega get- ar smitaö aðra. Auk þess verði gerðar sérstíakar ráðstafanir með fólk, sem var í nánum umgangi við kennarann og fengju þeir lyf, sem umgengust hann mest. Þeir, sem eru komnir yfir tvítugsaldur geta alltaf átt von á því, að smit frá bernsku komi upp I þeim, sagði landlæknir. — VJ Mikil síldveiði var í nótt aust ur í Breiðamerkurdýpi. Þar fengu mörg skip góðan afla, sum yfir 100 lestir. Verður því víða saltað í dag, bæði á Aust- fjarðahöfnum, í Eyjum og eins hér suðvestanlands. Aftur á móti fékkst litil sfld i nótt í Grindavflcursjó, þar sem mikill hluti sfldarflotans hefur haldið sig að undanförnu. Isleifur IV var væntanlliegur inn til Vestmannaeyja á hádegi með 130 lestir og Halkion var á leið þangað með 50 lestir. Pleiri s'kip munu landa sfld úr Breiðamerkur- dýpi í Eyjum í dag. Þorbjöm II. fékk 120 lestir þar eystra i nótt og fleiri Suðumesjalbátar, Þeir eru nú flestir á heimíeið með aiflann. Mörg sikip fengu smáslatrta í Grinda vfkur jó í nótt: Ásberg 15 lestir — Ásgeir 20 — Þorsteinn 30 — Gísli Ámi 8 — Óskar Hailldórsson 10 — Þórður Jónasson 20 — Keflvfking ur 15 — Hrafn Sveinbjamarson 15 — og Sæhrímnir 5 lestir. Heildarsöltun nú í haiust nam 36.500 tunnum nú á laugardaginn, en mikið bættist við það magn í þessari hrotu. Síðustu dagana heifur mikið ver ið spurt eftir sa'lti og kryddi. Og kvenfólk kallað til söltunar í flest um verstöðvum í dag. Má búast við að saltað verði fram á rauða nótt. En hann spáir kalda með kvöldinu og útlit er þvi fyrir ó- tryggt veður á morgun. —JH Melavöllurinn flóð- lýstur fyrir jól „Rafmagnsveitan áætlar að era búin að setja upp flóðlýs- inguna á Melavöllinn fyrir jól — bað er síöasta áætlun þeirra. teyndar stóð upphaflega t;l að ;->essi lýsing væri komin upp í uðustu viku, en sú áætlun var Ijótlega endurskoðuö", sagði Stefán Kristjánsson, fþróttafuM rúi Reykjavíkur í morgun, .þessi flóðlýsing verður færían- leg. Þannig að hægt verður að setja hana upp á öðrúm völlum, þó ekki Laugardalsvellinum, hann er of stór“. Þetta eru möstur sem skrúfuð eru ofan í steinsteyptar undirstöður". Stefán sagði !að birtan á vel! inum með þessari flóðlýsingu ætti að vera 160 lux, „það er svona ámóta birta og inni i venjulegum leikfimisal. Ég hekl að flóðlýsingin á Keflavíkur- vellinum sé í kringum 60 lux". Rafmagnsveita Reykjhvíkur annast uppsetninguna fyrir borgina, og sér Daði Ágústsson ljóstæknifræðingur um alla framkvæmd verksins. — GG Tveir skuttogarar fyrir Sauðárkrók O Sendinefnd frá Sauðárkróki er stödd þessa dagana hér í Reykjavík til að semja við At- vinnujöfunarsjóð og Fiskveiði- sjóð um lánafyrirgreiðslu fyrir Útgerðarfélag Skagfirðinga til að kaupa tvo skuttogara til Sauð rkróks. Útgerðarfélagið hefur þegbr sam ið við norska skipasmíðastöð um smíði á nýjum 50 metra skuttogara (um 600 lestir), sem mun kosta um 94 milljónir og samið hefur ver ið um kaup á notuðum frönskum skuttogara, sem mun kost'a um 41.6 milljónir með nauðsynlegum ! Var Cross líflátinn í morguni breytingum. Síðarnefndi skuttogar- inn er 38 metrar að lengd eða tæp- ar 400 lestir. Skuttogarinn frá Noregi verður gerður samkvæmt teikningum, sem Fiskifélagið lét gera í slamráði við Útgerðarfélag Skagfiröinga, Útgerð arfélag Akureyrar og Síldarvinnsl- una á Neskaupstað, en skipið er teiknlað með það fyrir augum að stunda veiðar við Islandsstrendur °g leggja afla sinn á land hérlendis til vinnslu. Veiðihæfni skipsins er talin töluvert betri en nýjustu síöu togara Islendinga, en verðiC er töluvert fyrir neðan stóru skuttog- adana 6, sem þegar hefur veriö samið um smíði á við Pólverja og Spánverja. Bæði frystihúsin á Sauðirkróki standa að Útgerðarfélagi Skagffrð- inga auk bæfarfélagsins og fjölda einstaklinga. — VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.