Vísir - 18.03.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 18.03.1971, Blaðsíða 1
Heldur oð glæðast í netin 61. árg. — Fimmtudagur 18. marz 1971. — 64. tbl. Aðeins hefur lifnað yfir neta veiðunum upp á síðkastið. — í nótt mátti merkja það að aifli veeri að gilaeðast í verstöðvum sunnanlands. Reykjavíkurbátar, sem lönduðu i Þorláksihöfn höfðu til dæmis flestir um og yfir tiu tonn, sem er að vísu enginn hrotuafli. Hins vegar fréttist af Jóni Finnssyni með 20 tonn af þorski og Helga Guömundsdóttir landaði 45 tonnum í Keflavfk í gær, en það var allt ufsi. Grindavíkurbátar voru með lítinn afla í gær, þar lönduðu 50 skip 350 tonnum. - JH Gefa sér rangar forsendur" // — segir Knútur Otterstedt, framkv.stj. Laxár- virkjunar um útreikninga landeigenda # Vi5 höfum ákveðnar athuga- semdir við útreikninga stjórn ar Landeigendafélags Laxár og Mývatns á orkukostnaði og telj- um að þeir hafi gefið sér rangar forsendur til að fá „staðreynd- imar“ á sitt band, sagði Knútur Otterstedt, framkvæmdastjóri Laxárvirkjunar vegna yfirlýs- inga landeigenda að „Laxá sé dýrari lausnin“. Knútur Otterstedt vil'I að sinni gera fimm athugasemdir við út- reikninga landeigenda, sem fengu Guðmund Þórarinsson verkfræðing til að reikna út fyrir sig orkukostn- að Norðurlands, ef lögð er lfna frá Búrfel'li til samanburðar við gerð áfanga í Laxá, sem nú er unnið að. Atbugasemdir Knúts eru eftirfar- andi: # Landeigendur styðjast við of lága orkuspá fyrir svæði Laxár- virkjunar. Frestur á framkvæmd um er því óraunhæfur. # Reiknað er með verðlagshækk- unum við áætlun um byggingu vatnsaflsstöðvarinnar. Kostnað- urinn við lagningu línu frá Búr- felli, 204 milljónir, er hins veg- ar miðaður við verðlag í ársbyrj un 1970. # Eingöngu er stuðzt við áfangann i Laxá, sem unnið er að núna. Stjóm Laxárvirkjunar miðar // Skila þýfinu ef Var si-hringjandi á innbrotsstað i gærdag — tekinn sibdegis „Ég skal skila ' 'finu, ef þið fallið frá kæru,“ sagði þjófurinn, sem var sfhringjandi í gærdag í yfirvöld Myndlistarskólans. en þar brauzt hann inn í fyrri nótt og stal bankabók með kr. 271.000,00 inni- stæðu og ávísanahefti. En þjófnum varð ekki kápan úr bví klæðinu og í gærkvöldi var hann handtekinn. Fyrr í gær hand- tók lögreglan stúlku, sem var í vitorði með honum, og ætlaði að ieysa út úr banka ávísanir sem falsaðar höfðu verið úr stolna tékk- heftinu. Ætlaði hún að leysa út 40 þús. króna ávísun úr Landsbankanum og sagðist vera fyrirsæta úr Mynd- listarskólanum. En trúnaður var ekki lagður á sögu þessarar 17 ára stúlku og var hún framseld lög- reglunni. Meðferðis hafði hún aðra 50 þús. króna ávísun, Þýfið komst allt til skila og hafði ekki verið hreyft við innistæðunni í bankabókinni. — GP hins vegar að gerð vatnsai'lsvirkj unar í samræmi við sáttatillög- una. — Laxá III getur þá fram leitt 19 mw ( stað 6,5 mw, sem bændur reikna með, en kostnaðurinn er áætlað ur 540 milli. Miðað við 6.000 klukkustunda nýtingartíma ár- lega yrði því framleiðslan 115 millj. kw-stunda, þ. e. veröiö á kflówattstund um 42 aurar. — Stöðin gæti hins vegar framleitt 155 millj. kwst með rekstri topp stöðva og 8000 klst. nýtingar- tíma, sem þýðir að verðið færi niður í 31 eyri. # Reiknað er með, að dieselstöð yrði keyrð á toppinum, ef keypt yrði orka frá Búrfellslínu. Þar er aöeins gert ráð fyrir einum toppi á ári. Hins vegar má bú- ast við, að toppunum verði fjölg að í fjóra. Ef það yrði gert þyrfti að framleiða svo mikla orku með dieselstöövum, að dæmið yrði óraunhæft. Þetta er veiga- mikið atriði í útreikningnum, j>ó að j>að sé kannski óskiljan- legt fiestum. Auk þess er í þessu atriði ekki gert ráð fyrir neinni hækkun á olíum, sem er fyrirsjáanlegt aö verði veruleg í nánustu framtíö. # í útreikningunum er reiknað með fjórum möguleikum á verði inn á línu við Búrfell, eða 30—60 aura. I fyrra var verðið á kílówattsstund komið til Reykjavíkur 82 aurar. Verð ið inn á línu við Búrfell gæti Þungt haldinn og meðvitundarlnus Karl Kristófersson. maðurinn, sem slasaðist í Keflavík í fyrrinótt, liggur þungt haldinn af meiðslum sínum á Landakotsspítala. Hann hefur ekki vaknað enn til meðvit- undar aftur síðan slysið varð. - GP Þurftum ekki að flytja annað en sjálf okkur — segir húsfreyjan i Krossnesi i Trékyllisvik eftir brunann — Fólk kom á skiðum og á hestum til slökkvistarfs — Bærinn brann til grunna Það var nú Iítið að flytja ann- að en sjálfan sig, sagði Sigur- björg Alexandersdóttir, hús- freyja í Krossnesi við Tré- kyllisvík á Ströndum, sem varð að flytja slypp og snauð ásamt manni sfnum og tveim- ur börnum frá brunnum bæj- arrústunum í kafaldshríð og ófærð. Bærinn í Krossnesi, sem er gamalt timburhús brann til kaldra kola, enda var björgunar- starfið miklum erifiðleikum bundið vegna veðurs og ófærðar. — Ég var stödd uppi í svefn- herbergi, sagði Sigurbjörg þeg- ar ég fann reykjarlyktina. Eld- urinn var þá kominn f eldiviðar- geymsluna, sem er í öðrum enda hússins. Við reyndum að slökkva þetta og fólk dreif fljótlega að á hestum eða skíð- um fyrst héðan frá Norðurfirði og síðan víðar að en ferðalög voru erfiðleikum ; 1 din vegna snjóa. Sjáifsagt hefði verið hægt að bjarga meiru, ef ekki hefði verið lögð áherzla á að slökkva, en það bjargaðist ekkert út úr húsinu, nema sængurfötin og smávegis úr eldhúsi. Bóndinn ( Krossnesi Eyjólfur Valgeirsson brenndist á höndum við slökkvistarfið og var allur hlaupinn upp í brunablöðrum. — Fjósiö var byrjað að brenna, sagði Sigurbjörg, og olíutank sem var við hliðina á þvf, varð að sprengja í burtu. — En eldurinn náði ekkj tökum á fjósinu. Hjónin gistu í nótt með börn sín í Norðurfirði, en bóndinn var f rnorgun þegar Visir hringdi kominn norður í Krossnes til að sinna skepnum sinum. — JH hugsanlega orðið 20% ódýrara. Ekki er raunhæft að reikna með lægra verði en því, þ.e. eitthvaö rúml, það, sem landeigendur gefa sér hæst eða 60—70 aur ar. Nánari greinargerð frá stjón LaKárvirkjunar mun birtast hér í blaðinu fljótlega. — VJ Gantcher ambassador, Búlgarar bjóða öllum toppunum heim Forseta Islands, forsætisráðherra, borgarstjóranum í Reykjavik og ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneyt inu hefur öllum verið boöið að heimsækja Búlgaríu á þessu ári og því næsta. Hér á landi er nú staddur sendi- herra Búlgariu fyrir öll Norður- löndin, Lalion Gantoher, en hann hefur verið sendiherra íslands, með aðsetur í Stokkhólmi s.l. 6 ár. Gantcher er nú á förum frá Norð- urlöndum. en áður en hann lýkur sinni þjónustu, kom hann hingað til íslands, og átt; viöræður við yfirvöld um verzlunarmál og ferða- mál. I bígerð eru aukin yiðskipti milli landanna, og segjast Búlgarir vilja kaupa fiskafurðir og ullarvörur af íslendingum, en selja okkur land- búnaðarvörur í staðinn og kannski eitthvað af vélum. í apríllok kemur hingað búlgarskur verzlunarfulltrúi og er ætlunin að hafa hér verzlun- arfulltrúa í framtíðinni, ef viðskipti aukast að marki. — GG Meistari hrylEingsias ,-Iryllingsmyndir eru aliltáf vin sælar öðru hverju, vampýrur og drakúlar eru „heimilisvinir“ víða um lönd, koma inn á hvert heimili 1 sjónvarpinu og þykja auðfúsugestir að sögn. í blað- inu í dag er fjallað um meistara hryllingsins, Sir James Carreras, sem i nær aldarfjórðung hefur helgað sig hryllingnum. — Sjá bls. 2. Víkingor sigla á ný Á vélaöld hafa margir gaman að spreyta sig á þeim sikipa kosti sem sæfarar notuöu á öld um áður, Leifur heppni hafði ekki margbrotin siglingatæki — e.t.v. var það hans heppni, því ella hefði hann vart fundið Vín- iand hið góða. Nú hafa Kanada menn ákveðið að sigla sömu leið og talið er að Leifur hafi siglt, og þá við svipuð skilyrði — sjá bls, 9. Kínverjar skantma Kússa | í drep • • Enn á ný eru Kínverjar farnirj að senda Rússum tóninn, —• skamma þá fyrir stöðnun og • andvaraleysi. Frá þessu segirj í erlendum fréttum dagsins i • dag. Þær eru á bls. 3. J • Dýrmætt mark! : • Birgir Björnsson, elztur og* reyndastur allra leikmanna í l.» deildinni f handibolta var einsj og hann héldi á eldsprengju í« gærkvöldi, þegar hann fram-í kvæmdi víta'kast á móti Hauk* um, staðan var 18:17 fyrirj Hauka, leiktíminn búinn, aöeins» vítakastið eftir. Ef hann skoraði: ekki, þá voru Vaismenn orðnirj meistarar, en ef hann skoraði, • þá áttu FH-ingar enn mögu- ^ leika á sigri. — Sjá íþröttir á» bis. 5. : i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.