Vísir - 25.03.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 25.03.1971, Blaðsíða 9
VlSIR . Fimmtudagur 25. marz 1971 Þar dreypa fermingarbömin á „blóði Krists" af 600 ára gömlum kaleik Það er ekki ómerkur kaleikur, sem börnin, sem fermast frá Kolbeinsstaðakirkju á Snæfellsnesi bergja af við altarisgöngur. Komið hefur nefnilega í ljós við rannsóknir, að kaleikur sá er orðinn meira en sex hundruð ára gamall. „Okkur finnst samt engin ástæða til að hætta að nota hann og loka inni á safni“, sagði Árni Pálsson sóknarprestur Kol- beinsstaðasóknar okkur, „en að sjálfsögðu mun hans verða gætt öllu betur en ella hefði kannski verið. Því er nú í smíðum hjá Glófaxa sérstakur sýningarskápur, sem kaleikurinn verður hafður í í kirkjunni framvegis. Verður það bæði eldtraust- ur skápur og þjófheldur, tengdur þjófabjöllukerfi að auki“. „Það er talið, að kaleikurinn hafi á sínum tíma veriö gefinn Kolbeinsstaðakirkju af einhverj. um þeirra auöugu manna sem í Kolbeinsstaðasókn voru á þeim tímum eða þá til minningar um einhvem þeirra. Helzt hefur verið hallazt að þeirri hugmynd, að kaleikurinn hafi verið gefinn kirkjunni til minningar um Ketil Þorláksson, þá hirðstjóra," hélt sr. Ámi áfram máli sínu. Lengi framan af var haldið, að kaleikurinn væri íslenzk smíð, þar eö menn þóttust lesa neðan á honum H úr höfða- letrinu. Þeirri hugmynd hefur því miður verið hrundið með þeirri staðreynd, að vitað er um annan kaleik söimu geröar sax- neskan að uppruna. Sá er mikiö farinn að láta á sjá, orðinn miklu eyddari, en kaleikur Kol- beinsstaðakirkju. Eitt er þó ábyggilegt, og það er þaö, að kaleikurinn hefur verið gerður sérstaklega fyrir Kolbeinsstaðakirkju. Sanna það myndirnar, sem greyptar eru í bláu smeltiplattana á fótstalli kaleiksins, þær sýna dýrlinga þá er kirkjan er helguö. — Raunar ekki þá alla, þar eð þeir eru svo margir að þeir hefðu ekki komizt fyrir svo vel hefði ver- ið, en höfuðdýrlingan kirkjunnar eru þar þó alltént. „Má þaö eiginlega undrun-. Ein dýrlingamyndanna á kaleiknum. Sýnir hún Maríu mey með Jesúbarnið. sæta, að kaleikurinn hafi varð- veitzt í Kolbeinsstaðakirkju í gegnum aldirnar, eins og gerðar voru margar „hreinsanir" á veg- um drottnara okkar á fyrri tím- um,“ sagðj sr. Árni. „Sennilega hafa safnaðarmenn falið hann svona vandlega fyrir „málm- leitarmönnunum“. En slíkt var mjög algengt. Sem dæmi um einn slíkan feluleik mætti t.d. nefna fornminjafundinn í ýkja löngu. Þá fannst ákaflega merkilegt eirpottasett í um það bil tíu til fimmtán metra djúpri hraunsprungu. Leikur enginn vafi á því, að þar .hafi því verið komiö fyrir á meðan leit- armenn fóru um.“ Það var ekki fyrr en fyrst á árinu 1911, að kaleikurinn vakti fyrst athygli fornminjafræðinga. Þá var hanp 11 rappspkaðþr og komizt að þeirrj niðurstqðu, að Hér er rnynd af hinum ævagamla kaleik Kolbeinsstaðakirkju í réttum stærðarhlutföllum. Skálin er það eina, sem endurnýjað hefur verið. roHauðamelshráuni fyrii' ékki svo hann Vvær}i,fitá’Lþýf>itirh'H440 tll 50 (síðari rannsóknir hafa leitt f Ijós, sem fyrr segir, að hann er heilum hundrað árum eldri). Að þeim rannsóknum loknum hélt Matthías Þórðarson þá þjóðminjavörður fund meö Kol- beinsstaðasöfnuðj og bauö þeim kr. 150.00 fyrir kaleikinn til Þjóðminjasafnsins. Ekki þætti þaö verð fyrir kaleikinn of- reiknað í dag, en þá voru aðrir tímar og Kolbeinsstaðakirkja félítil. Það var líka með naum- um meirihluta atkvæða safnað- armanna, að tillagan varðandi kaupin var felld. Síðan lá málið niðri þar til sr. Ámi Pálsson tók við presta- kallinu. Fékk hann strax áhuga á kaleiknum og vakti athygil dr. Kristjáns Eldjáms þá þjóð- minjavarðar á honum. Fékk dr. Kristján einnig mikinn á- huga á gripnum og tók til við að rannsaka hann í sam- vinnu við aðra fornminjafræð- inga á Norðurlöndunum, eink- um danska fornminjafræðing- inn Molke, sem einkum og sér I lagi hefur áhuga á kaleik- um. Er hann t.d. með I undir- búningi bók, sem rekur sögu kaleika. ,,1 samvinnu við þennan Molke vinnur dr. Kristján enn að rannsóknum á kaleiknum, að þvi er ég bezt veit,“ sagði sr. Árni. „Kaleikurinn er þó enn varðveitíur í Kolbeins- staðakirkju, þar eð hann hefur verið ljósmyndaður gaumgæfi- lega og Ijósmyndimar látnar nægja við rannsóknirnar". út- skýrði hann. „Mér er einkum annt um kaleikinn fyrir þaö, hve hann er fíngerður og vandaður í alla staði,“ sagði sr Ámi að lokum „Kaleikar frá þessum tímum vom annars svo einstaklega stórgerðir og grófir". — ÞJM a vtsstm — Finnast yður 56 þús. kr. mánaðarlaun þing- manna of há eða of lág? Bragi Eggertsson, starfsmaður hjá Orkustofnun: — Ég held að þaö sé ósköp hæfilegt. Slgurður Harðarson, útvarps- virki: — Það er ósköp temmi- legt. En ég ætlast líka til þess að þeir vinni fyrir þeim. Eiríkur Stefánsson, rafvirki: — Mér finnast þau of há miðað viö aðrar stéttir. Sigfríður Marinósdóttir, hús- móðir: — Mér finnast þeirra störf ekkj vera svo mikil. Þaó ætti að samræma þau þannig, að þau yrðu borguð eins og önnur vinna, sem tekur sama tíma. Einar Gústafsson, skrifstofu- maður: — Það verður enginn of saddur af því.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.