Vísir - 16.04.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 16.04.1971, Blaðsíða 1
TTTCl m Landeigendur V Í3J 1 £% á framboð í 6Í. áhg. — Föstudagur 16. apríl 1971. — 85. tbl. □ Landeigendafélag Laxár undirbúningi, en að því er og Mývatns er nú með Hermóður Guðmundsson, for framboðslista utan flokka í maður félagsins, sagði í við- BEZTA V0R1FJÖOIR ÁR hyggja vor tali við Vísi í morgun, er enn ekki ákveðið, hvort af þessu verður. □ Hermðður sagði, að auk þess sem komið hefði til tals að bjóða fram utan flokka lista í Norðurlandskjör dæmi eystra, hefði einnig ver ið rætt um að bjóða fram ó- háðan lista í Reykjavík. —VJ — segir Haftidi Jónsson, garðyrkjustjóri „Það er langt síðan það hefur komið svona góð tíð að vori og sýnist mér þetta vera a. m. k. bezta árið hvað snertir gróður í fjög- ur ár,“ sagði Hafliði Jóns- son garðyrkjustjóri í við- tafi við Vísi í morgun um gróðurfar og veðrið. „En raunverulega er aldrei kotn ið vor fyrr en ánamaðkurinn kem- ur upp, eftir að klaki er farinn úr jörðu. Við getum alveg fylgzt með klakalagi eftir ánamaðkinum. — Þetta er svona leikmannavisdómur en gaman að honum samt“, sagði Hafliöi ennfremur. Samkvæmt ánamaðkinum er þá vorið ekki enn komið og verður varla f“rr en í maí, en þá er venju lega farið að plægja garðlöndin eftir að klaki er kominn úr jörðu. 'Undanfarið hafa samt sézt breyt- ingar á gróöri, brum á trjám og örlítil litur á garðblettum í skjóli. Næturfrostið mun hafa þau áhrif á gróðurinn samkvæmt því sem Hafliði sagði, að halda aftur af honum svo að hann standi í stað og tefur þvi aðeins fyrir vorkomunni. í nótt var tveggja stiga frost í Reykjavík og komst í sex stiga frost á Akureyri, en frost var um allt land og horfur á að nætur verði kaldar eittihvað áfram sam- kvæmt spá Veðurstofunnar. — SB Þrjár litlar stúlkur sóttar í erlend skip — e/n jbeirra hafði falið sig i kæliklefa skipsins • Kvenþjóðin virðist sækja talsvert í skip, þrátt fyrir misjafnlega elskulegar móttök- ur erlendra sjómanna. 1 nótt hafði lögreglan í Reykjavík spurnir af ferðum þriggja stúlkna um borð í danskt skip, sem liggur í Reykjavíkurhöfn. Er lögreglan kom á staðinn fann hún tvær stúlknanna, 15 ára gami ar, og voru þær í gleðskap með sjómönnum. Stúlkumar vom send ar heim til sín, en hin þriöja faldi sig, er hún sá til ferða lögreglunn ar, Fann hún ágætis klefa til að fela sig i, en gætti eikki að því, að klefinn sá var kæliklefi skips ins. Lögreglan fór síðan aðra ferð í skipið, þá um nóttina, og fann þá stúlkuna í klefanum. Var henni býsna kalt orðið, og því frelsinu fegin. — GG Kópavogsbúar fá fíeirí sima Síðan i febrúar 1970 hefur fjöldi Kópavogsbúa orðið að bíða eftir að fá síma frá bæjarsímanum. Nú mun nokkuð rætast úr, því sím- stöðin í Kópavogi, hefur verið stækkuö um 600 númer, og verður sú stækkun tekin í notkun á morg- un, laugardaginn 17. april. Eru það númerin frá 43000 til 43599 sem tekin verða í notkun, og tjáði Hafsteinn Þorsteinsson hjá bæjarsímanum Vísi í morgun, að væntanlega yrðj þá hægt að sinna öllum beiðnum um síma i' Kópa- vogi næstu 2 árin, ,,en naumast dugar þessi stækkun lengur", sagði Hafsteinn. Sagði Hafsteinn að enn væri rúmt um númer í Haftiarfirði, „en þar er að byggjast nýtt hverfi, ætli það verði ekki farið að þrengjast um þar innan árs, þá þarf eflaust að huga að stækkun í Hafnarfirði". Fyrirhuguð er bygging nýrrar símstöövar í Breiðholti, og eru vél- ar í þá stöð væntanlegar til lands- ins í haust, en þá er enn eftir að byggja hús yfir vélamar, þannig að Breiðholtsstöðjn kemst ekki í gagn- ið alveg á næstunni. — GG Vorið að koma Að vísu gætti vetrarins nokkuð í sólskininu í gær, eigi aö síður trúa margir því að vorið sé að koma. Og veörið í dag virðist vissulega gefa tilefni til bjartsýni. Kannski er það ekki seinna vænna, komin sumarmál. Lóan er komin, æðurin farin að hreiðra sig. Ungir kappar af Kvisthagamun skynjuöu vorið á sinn hátt og brugðu sér í Tarzanlelk í trjánum, sem virðast hafa lifað bærilega af vetramæðingana við Skothúsveg- inn. — Strangt tekið er Tarzan apabróður auövitað bannað að klifra f trjám við Skothúsveginn, en Tarzan getur kannsiki ekki enda laust tekið tillit til þess — ékki sfzt þegar hann er bara sex ára og þar að auki úr Vesturbæmim. —-JH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.