Vísir - 24.04.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 24.04.1971, Blaðsíða 1
Bæjarráp með ógreidda re a ur sögunni 61. árg. — Laugardagur 24. aprfl ra?!. — 91. tbl. Allir bankar og pósthús taka bátt i sameiginlegri giróbjónrstu n Útvarpið reynir að blekkja n —segir FIB i útvarpsgjalda„striðinu' ■ Félag íslenzkra bif- reiðaeigenda hefur sent frá sér harðorða fréttatii kynningu, þar sem inn- heimtuaðferðum forráða manna útvarpsins er líkt við starfsháttu Hitlers og Gestaposveita hans. í tilkynningunni er talað um „lygar, blekkingar og ofsóknaraðferðir“ út- varpsins, en fréttatil- kynningin er í heild svo- hljóðandi: „Sá einstæöi atburður átti sér stað, miðvikudaginn 21. apr í lsl. að starfsmaður Útvarps- ins, með aðsefcur hjá Bifreiða- eftirlitinu greip til blekkinga, til að reyna að knýja bifreiðaeig- endur, til að greiða hið órétt- láta útvarpsgjald af bifrreiöum þeirra. Veifaði starfsmaðurinn ávísim frá F.Í.B. og fullyrti að félagið hefði þegar greitt út- varpsgjald vegna bifreiðar sinn ar og hefði með þessu viður- kennt ósigur sinn í þessu máli. Ennfremur veifaði starfsmaður þessi, kveðjuspjaldi er átti að innihalda afsökunarbeiðni frá félaginu. Hið sanna í málinu er það að félagið hafði sent útvarp inu ávísún að upphæð kr. 2.224.00 til greiðslu á auglýs- ingu vegna afsláttarviðskipta til félagsmanna F.I.B. samkvæmt reifcningi frá Útvarpinu. Með- fylgjandi kveðjuspjald var árit- að skýringu vegna ávísunarinn- ar, sem send haföi verið til innheimtudei'ldar Útvarpsins að' Skúlagötu 4, R. Það afihyglis- verða í þessu máli er það að ávísun þessi er komin í hendur þessa starfsmanns hjá Bifreiða eftirlitinu, sem táknar það, að þessar blekkingar eru gerðar með vitund og vilja forráða- manna útvarpsins. F.Í.B. vill líkja þessum innheimtuaðferð- um við aðferðir Hitlers og Gestapósveita hans 1 Þýzka iandi þar sem notaðar voru blekkingar og lygar til að koma málum fram. F.l.B. skorar á alla bifreiða eigendur að láta ekiki blekking ar og ofsóknaraðferðir útvarps ins takast, og svara þeim með því að segja upp og lóta inn- sigla útvarpstæikin i bifreiðum sínum þegar í stað. F.I.B. mun halda áfram að berjast fyrir þessu réttlaetis- máli og skorar á al'la bifreiða- eigendur að staoda með F.l.B. í þessu réttlætismáli með því að greiða ekki hið óréttláta gjald.“ Vísir leitaði til þeirra Gunn- áws Vagnssionar fjármálastjóra rfkisútvarpsins og Axels Ólafs sonar innheimtustjóra til að kanna, hvort málið heföi ef til vill tvær hliðar. Þeim bar saman um, að mis- skilniogur hefði orðið, þannigað fyrmefnd ávísun frá F.Í.B. heföi fyrir vangát lent í þeirri deild útvarpsins ,sem fæst við aö innheimta afnotagjöld, en ávís unin átti að fara til að greiða auglýsingakostnað. Báðir vísuöu algeriega á bug þeim ásökunum, að þama hefði verið um að raeða skipulagða þetta kátlegur misskilningur, og blekkingarstanfsemi útvarpsins, ekki litið svo á, að þetta væri en sögöu, að starfsmanni þeim, eins mikið hita- og alvömmál sem í hlut átti, hefði þótt og FÍB-menn telja. —I® Fjörkippur í sölu fræðibóku — en Islendingasögur. seljast jafnt og bótt □ „Það er alltaf jöfn sala í ls- lendingasögum, og ekkert meira núna en endranær. Það hef- ur reyndar færzt talsverður fjör- kippur í sölu á fræðibókum um handritin svo sem „Handritin og fomsöjjurnar“. — Aðailega höfum við orðið vör við að fólk hefur keypt dönsk dagblöð, sem fjallað hafa um handritin og afhendingu þeirra“. Vísir hafði I gær samband við nokkrar bókaverzlanir í borg- inni, og höfðu flestir bóksalanna sömu sögu að segja: „Jöfn og góð sala í íslendingasögum allan ársins hring“. Hjá Eymundson í Austur- stræti, tjáði verzlunarstjórinn okk- ar að ævinlega væri sama salan í íslendingasögum, það er fomrita- útgáfan sem er 17 bindi og íslend- ingasögur í 42 bindum. „Nei, við höfum ekki enn orðið varir viö sérstakan fjörkipp vegna heim- komu handritanna". 1 Bókabúð Braga var okkur sagt að áhugi vegna heimkomu hand- ritanna endurspeglaðist sennilega bezt í því hve dönsk dagblöð seld- ust vel, en einnig virtist verzlun- arstjóranum aukast áhugi á fræði- bókum um handritin. Hjá verzlun Stefáns Stefánsson- ar á Laugavegi var okkur sagt að ekki væri sérlega mikil sala í ís- lendingasögum, ;,fóik kaupir þetta svo mikið hjá útgefendunum sjálf- um, og þá gegn afborgunum". „Það er alltaf sami gangur í sölu íslendingasagna. Þær þykja hvarvetna heimilisprýði, og ungt fólk sem er að stofna heimili, reyn- ir að koma sér upp safni“. — GG Fyrsta íslenzka græn metið í verzlunum □ Sólarleysi hafði þau áhrif á gróðurhúsaræktunina í vetur, að fyrsta íslenzka græn- metið, sem kom í verzlanir, var hálfum mánuöi á eftir tímanum. Grænmetið byrjaði að lífga upp á matarverzl. um síðustu mán- aðamót. Nú er hægt að fá i verzlunum gúrkur, salat, græn- kál steinselju og radísur. P Verö er mjög svipað og á síðasta ári. Gúrkurnar kosta 36 krónur stykkið, salatið 19 krónur, steinselja 18 kr„ radísur 18 kr. og grænkálið 18 kr. Enn er vorverð á gúrkunum en venjan hefur verið sú, að þær lækka í verði eftir þvf sem framboð hefur aukizt. — SB Ef vel tekst til með stofnun sam- eiginlegrar póst- og bankagíróþjón- ustu ,sem ætlað er að geti haf- izt í maímámiði má vænta þess að almenningur geti t.d. borgað margs konar refkninga á mun ffleiri stöð- um en hægt hefur verið hiagiað til. Það er að segja í öllum útíbúum banka og pósts eða sent upphæðina í pósti á gíróreikningi. Ólafur Steinar Vaildiniaitsson hjá Samgön gumálaráðuneytinu sagði í viðtali við Vifsi, að gert væri ráð fvrir því, að ýmsir stór ir aðilar rnuni taka þétt 1 g£ró þjónustunni eins og tfðkast t.d. á Norðuriöndunum, en ffestar stærri stofnanir þar notfæri sér þessa þjðnustu. Samstanfssamninguriim um gíróþjónustu heftrr þegar verið undirritaðar. Að samningnum standa póst- og símamálastjóm, viðskiptabankar, Samband fsl. sparisfóða og Seðiabanki Isl. Meö þessum samningi er tekið upp víðtækt samstarf um gíró- þjónustu, og er Island fyrsta landið, sem tekur sffikt upp, en í öðrum Töndum starfa póstgfró og bankagíró yfirieitt án nokk urrar samvkiniu sih á mftli. — Hins vegar em íslendmgar ekki fljótir að taka upp rrýjungar. Hér hefur Útvegsbankmn einn verið með gfrðþjónnstu að einhverju leytí. Samfcvæmt því, sem Ólaf- ur Steinar Valdimarsson sagði var gfróþjónusta tefcin upp fyrir aldamöt edendis og em nú yfir 40 lönd, sem nota þetba kerfi. Reyna að dæia olíu úr Sjór náði allt upp j borðsal, þeg- ar ég fór um borð í s-kipið f morg- un, sagöj Halldór Gunnarsson, haf- sögumaður á ísaiffrði, þegar Vúrir spurði hann um afdrif cnska tog- arans Cæsars, sem strandaði við ísafjörð á miðvrkudag. Togarinn viröist taisvert skemmdur og hefur fljótlega fyllst af sjó. Talsverð hætt er á aö gat komi á olíutanka skipsins. En þaö myndi hafa hræði- legar afieiðingar í för með sér, ef oiían fiyti út á Skutuisfjörðinn. Varðskip kom norður að strand- staðnum i gær og mun þess verða freistað að dæla olíunni úr tönkum skipsins. Það er þó nokkurum vandkvæðum bundið, þar sem svartolía er á tönkum þess og hana þarf helzt að hita upp tíl þess að hægt sé að dæla henn; úr tönkun- um. Tryggingarmenn voru væntanleg- ir til ísafjarðar í gærkvöldi til þess að segja fyrir um björgunaraðgerð- ir, en brezka eftirlitsskipið Mir- anda bíður við strandstað. Þegar togarinn Boston Wellvale strand- aði þarna var olíunin ekki dælt úr tönkum hans, enda náðist skipið svo tii óskemmt á flot aftur. Hins vegar má búast viö að Cæsar skemmist og tætist jafnvel í sund- ur, ef veður versna. þar sem hann liggur á stórgýttum grynningum. — JH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.