Vísir - 26.04.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 26.04.1971, Blaðsíða 1
Rannsakar Svíi stæði Ingólfs í 61. árg.—MBmrilagar 26. april T971. — 92. tbl. • Of snemmt er aö fullyrða, I Bengt Schönback, yfirmaður hvort af rannsóknum á bæj- járnaldardeildar þjóðminjasafns- arstæði Ingólfs verður í sumar, ins í Stokkhólmi er kominn hing en það er hins vegar rétt, að dr. I að til að kanna möguleikana á Háskólabíó var troðfullt við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær. Myndin sýnir fólkið. Jóhann Hafstein í ræðustóli sést í forgrunni. Veigameira sem sameinar en sundrar í landhelgismálinu bæjar- sumar? því, sagði Þór Magnússon þjóð- minjavörður í viðtali við Vísi í morgun. í viðtali, sem Jón Birgir Péturs- son, fréttastjóri Vísis átti við for- stöðumenn Statens Historiska Museum í Stokkhólmi í gær, var talið mjög lfklegt, að menn frá safninu undir yfirumsjón dr. Schönback og í samvinnu við ís- ienzka vísindamenn, hæfu upjigröft á bæjarstæði Ingólfs. Safnið er frægt fyrir rannsóknir á víkinga- tímanum og var talið mjcg lík- legt, að látið yrðj til skarar skríða ef athuganir og viðræður dr. Schönbacks í Reykjavík núna yrðu jákvæðar. Þór Maðnússon sagði að varlegra væri að vera hóflega bjartsýnn á fra.mgang málsins í sumar. Dr. Schönbáck væri hér að kanna hversu viðamikiö verkefnið væri almennt, hvort möguleikar væru. á því að gera þetta í sumar. Hann væri sjálfur þekktur fornleifafræð- ingur og hefði mikið á sinni könnu og vafasamt hvort hann gæti mikið sinnt þessu sjálfur. Jón Birgir sagði í viötali við Vísi í morgun, að sænska þjóð- minjasafnið virtist hafa mikinn á- huga á Islandi. M a. hefði það látið taka 5 þús. myndir á íslandi í fyrrasumar og væri nú verið að vinna úr þeim til sýningar, sem seinna yrði farandsýning. — VJ Veikindin — sagði Jóhann Hafstein, forsætisráðherra við setningu landsfundar sjálfstæðismanna i gærkvöldi „Af einstökum málum á þjóðmálasviðinu tel ég landhelgismálið afdrifa- ríkast fyrir þjóðina í heild. Það ætti að vera hafið yfir flokksdeilur, enda hygg ég það sanni næst, að um stefnu og efni þessa máls standi einhuga þjóð. Afgreiðsla málsins á Alþingi hefur ekki vitnað um þessa einingu. En þó vil ég leggja áherzlu á, að efn- iságreiningurinn er sára- lítffl.“ Þetta var inntak ummæla Jó- hanns Hafstein forsætisráöherra um landhelgismálið við setningu landsfundar sjálfstæðismanna í gær. Hann sagði að það væri ólíkt veigameira, sem sameinar okkur en sundrar. Menn væru sammála um fimm meginatriði málsins, til dæmis það, að ríkisstjórn íslands sé rétt og skylt að gera allar nauð- synlegar ráðstafanir á einhliða grundvelii til að vemda auölindir landgrunnsins, sem landið hvílir á. Menn væru sammála um, að fisk- veiðilandhelgim verði færð út í a. m. k. 50 sjómílur og jafnvel meiri víðáttu, sem fara muni eftir á- kvörðunarreglum um landgrunnið sjálft, íslendingar telja landgrunn- iö og landið eitt. Samkomulag hafi verið um að vinna að þessu í landhelgisnefndinni og vinna sam eiginlega að undirbúningi nýrrar löggjafar. Einnig sé eining um, að gerðar verði ráðstafanir, sem séu nógu víðtækar til að tryggja eftir- lit og vamir gegn þvi, að hafið •kringum Island geti orðið fyrir skaðlegum mengunaráhrifum úr- gangsefna. Þá sé ekki ágreiningur um friðunaraðgerðir til verndar ungfiski á landgrunnssvæöinu. Forsætisráðherra sagði, að s'koð- anir hafi aðeins verið skiptar um framkvæmd eða aðferðir við máls- meðferð. Um efnahagsmál sagði Jóhann Hafstein, að margsinnis hafi verið sýnt fram á, að launatekjur hafi fyllilega fylgt þróun þjóðartekna og jafnvel betur en svo. Atvinnu- líf sé nú í miklum blóma og raun- verulegt atvinnuleysi úr sögunni. Eðli og inntak verðstöðvunarlag- anna hafi verið að skapa atvinnu- öryggi. Með lögunum hafi náðst sá árangur, að aukinn kaupmáttur launa hafi reynzt meiri en gera mátti ráö fyrir viö samningagerð- ina, enda væri það að vonum, þegar til þess væri hugsað, að launþegar hafa aðeins þurft að búa við lítils háttar skerta vísitölu, um 1,3 stig, nú á þriðja mánuð, en hins vegar hafi þeir notið mikilla verð- lækkana á nauðsynjavörum. Lögin hefðu fyrst og fremst tryggt at- vinnulífið, sem ella hefði lent í miklum erfiðleikum. 4 ára bjargaði lífi fjölskyldunnar Móðir með 5 b'órn slapp naumlega út i eldsvoða „Mér tókst að komast út með börnin mín fimm, en það mátti ekki tæpara standa. í- búðin var orðin full af reyk og eldi, og ég reyndi að fara aftur inn til að bjarga ein- hverju, en ég varð að snúa við.“ Þannig sagði Elva Gunnars- dóttir frá því, þegar íbúðin, sem hún bjó í að Suðurlandsbraut 104 brann s.l. sunnudagsmorg- un. „Klukkan rúmlega átta á sunnudagsmorgun vaknaðj ég við grát í yngsta baminu mínu“. sagði Elva. ,,Og þegar ég ætlaði' að sinna því, sá ég, að ekki mátti tæpara standa“. Allt innbú Eivu var óvá- tryggt svo að tjón hennar er mjög tilfinnanlegt. ,,Mér vannst ekki einu sinni tími til að taka til einhver föt á börnin. Við björguðumst út á náttfötunum. Allt annað er brunnið. Föt og sængurföt, en kannski er einhver veik von til þess, að eitthvað hafj bjargazt af því, sem í stofunni var.“ Ekki er ennþá vitaö, hver voru upptök eldsins í þessari þriggja herbergja ibúð að Suðurlands- braut 104, þar sem Elva Gunn- arsdóttir bjó með fimm börnum sínum á aldrinum 4 til 12 ára. _ 1>B Jóhann Hafstein kvað óþarft að kvíða þeim erfiöleikum, sem að því leiddi, að verðstöðvun lyki. Reynslan hafi staðfest vaxandi velmegun og gróskumifcið atvinnu- líf. I upphafi ræðu sinnar minntist forsætisráðherra dr. Bjarna Bene- diktssonar og mikiila hæfileika hans. Mesta hæfileika hefði hann sýnt, þegar andróðurinn hafi verið mestur. Það hafi ekki aöeins verið, að sjálfstæðisfólkið í landinu hefði treyst ötulli forystu hans, heldur hafi hann notið meira trausts en nokkur annar stjómmálamaður landsins. — HH i renum •— ein veira greind — skyldari hvotsótt en inflúensu Veikindafaraldurinn, sem gengið hefur í Reykjavfk, er nú í rénun. Vitjanabeiðnir til vaktalækna eru nú ekki fleiri en venjuiega. Margrét Guðnadóttir prófessor sagði í viðtali við Vísi í morgun, aö hún væri búin að greina eina veiru og væri hún skyldari hvot- sótt en inflúensu. Margrét taildi einnig útbreiðslu veikinnar úti á landi fremur ólíka inflúensuút- breiðslu þar sem smitunin hefur verið miklu hægari. — SB Bræðurnir Valur og Ægir Gíslasynir. Ægir (t. h.) er 4 ára gamall, en bróðir hans er ári eldri. Það var Ægir, sem vaknaði við eldinn og vakti móður sína, sem svo bjargaði honum og fjórum systkin- um hans út úr brennandi húsinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.