Vísir - 11.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 11.10.1971, Blaðsíða 8
i VÍSIR. Mánudagur 11. október 1971, VISIR Dtgefandi: Pramkvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri Ritst jóman ulltrúi Auglýsinpastjóri Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjóm: Áskriftargjald kr. í lausasölu kr. 12, Prentsmiðja Vísis : Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Valdimar H. Jóhannesson : Skúli G. Jóhannesson : Bröttugötu 3b. Sfmar 15610, 11660 : Bröttugötu 3b. Sími 11660 : Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 línur) 195 á mánuði innanlands .00 eintakið. — Edda hf. Vinsæl heimili Aðsókn að barnaheimilum fer ört vaxandi um þess- ar mundir. Langir biðlistar hafa myndazt hjá for- stöðukonum þeirra. Þau heimili, sem byggð voru fyrir þarfirnar, eins og þær voru fyrir nokkrum árum, eru nú orðin allt of lítil. Smáauglýsingar Vísis bera þess og merki, að barnagæzla er í vaxandi mæli að færast inn á einkaheimili kvenna, sem afla sér nokkurrar aukagetu með þessu móti. Þetta stafar auðvitað af hinni stórauknu eftirsurn. Ýmsar ástæður valda þessari breytingu. Ein er sú, að foreldrar líta bamaheimili ekki sömu augum og áður. Þau eru orðin viðurkenndar uppeldisstofnanir, sem byggja á langri og góðri reynslu. Einkum á þetta við um leikskólana, sem taka börn hálfan daginn. Foreldrar eru almennt farnir að líta á þá sem heppi- lega tilbreytingu fyrir bömin frá uppeldi heimahús- anna. Hins vegar eru dagheimilin, sem hafa börnin allan vinnudaginn, frekar álitin vera neyðarlausn fyr- ir foreldra, sem búa við sérstakar aðstæður. En þau era þó einnig smám saman að vinna sér álit. Önnur ástæða er hið góða atvinnuástand, Hvar- vetna er mikil eftirspum eftir fólki í vinnu. Húsfreyj- ur freistast í vaxandi mæli til að taka þeim möguleik- um, er atvinnuástandið býður upp á. Og þær leita þá til bamaheimila og bamagæzlukvenna til að létta af sér hluta heimilisstarfanna. Skortur á lærðum fóstram er ein af ástæðunum fyr- ir því, hve seint gengur að hafa undan eftirspurninni. Fóstram hefur þó fjölgað ört á undanfömum árum. En þeim þarf að fjölga enn örar á næstu árum, eink- um utan Reykjavíkur, ef ekki á að myndast hálfgert neyðarástand í bamagæzlumálunum. önnur ástæða er sögulegs eðlis frá þ: ',.n t.'ina, er litið var á barnaheimili sem hálfgerða framfærslu- skyldu svc‘tarr'1aga. Þá myndaðist sú vsnja, að for- eldrar greiddu elrk' ns--a hlut*’ af !:cstnaðinum rekstur barnaheimilanna. Z eitarfélögin tóku á sig allan byggingakostnað heimilanna og hluta reksturs- kostnaðarins. Reykjavík greiðir nú 50% af rekstrar- kostnaði dagheimila og 25% af rekstrarkostnaði leilr- skóla. Þessi mikli baggi á sveitarfélögunum dregur auðvitað úr Iíkunum á því, að þau ráði við að leysa mál allra foreldra með þessum hætti. Ef foreldrar greiddu allan kostnað við byggingu og rekstur barnaheimila, mimdi kosta 5.400 krónur í stað 2.200 króna að hafa bam á dagheimili og 2.000 krónur í stað 1.200 króna að hafa bam í leikskóla. Enginn vafi er á því, að mikill fjöldi foreldra mundi vilja greiða slíkar upphæðir, ef bamaheimili byðust. Þetta kom greinilega fram í yiðtölum, sem birzt hafa í Vísi við mæöur, sem era að auglýsa eftir barna- gæzlu. Það mundi létta mjög á núverandi rekstrarfyr- irkomulagi barnaheimila, ef einnig væra byggð eða inuréttuð heimili, sem ættu að standa að öllu leyti undir s:r af framlagi foreldranna. Eiturefnið PCB finnst í vef jum og móðurmjólk magni. Matvælaefnafræðingur- inn Ludwig Acker hafi rann- sakað 93 sýnishorn af vefjum mannsiíkamans og 45 sýnishorn „í móðurmjólkinni og vefjum mannslíkamans hefur fundizt eitur, sem er hættulegra en skor- dýraeitrið DDT. Fram- Ieiðendur hafa ákveðið að hætta framleiðsl- unni.“ Þessa frétt má lesa í síðasta hefti þýzka tímaritsins Der Spiegel. Tímaritið grein ir frá því, að eiturefnið PCB hafi fundizt við rannsóknir á mannslík- amanum. í áratug hefur skordýraeitrið DDT ver ið talið dæmigert fyrir mengun og eitrun um- hverfisins. Klórkolvetn issambönd, svo sem PCB era hins vegar miklu hættulegri að sögn dr. Charles C. Edwards, sem er yfirmaður bandaríska eftirlitsins með lyfjum og matvælum. 146 þúsund hænur deyja Umsjón: Haukur Helgason Acker prófessor fann efnið í öllum sýnum. Illlllilllll fiSBSSBS Bandaríska blaðiö New York Times skýrir frá því, að fram- leidd séu áriega um 10 þúsund tonn af þessu efni. Þáð sé aö- allega notað á tveimur sviðum. í fyrsta lagi sem einangrunar- efni í rafmagnstæki og vélar ýmiss konar. PCB þolir 900 stiga hita á Celsfus. 1 öðru lagi í margs konar gerviefni, liti og lökk, skrifstofuhluti o. fl. R’ikis- eftirlitið bandaríska skýrir frá því, að efnið hafi fundizt f sum- um matvælum. PCB var f ýms- um umbúðum um ost, súkku- laði, þunmjólk, kex, hrísgrjón, mél, búðing og fleira V Banda- rfkjunum. William D. Rukkels- haus formaöur stjórnarnefndar um umhverfisv'rnd segir, að ,.3'1’^,r J:cssar upplýsingar um PC3 valdi áhýggjum“. Framleiðendum efnisins er orð ;ð þetta ljóst. í viðtali við Spiegei segir framkvæmdastjóri félags- ins Monsanto í Evrópu, að ýmsar hliöarverkanir efnisins virðist uggvænlegar. Um svipað leyti komu þær fréttir frá Bandarfkjunum, að í New York fylki hefðu í fyrra farizt 1-16 þúsund hænur úr PCB-eitrun. Svipaða sögu er unnt að segja frá Minnesotafylki. Eitrun í fóstrum Leifar af PCB hafa fundizt i blóðplasma manna í Bandaríkj- unum. Dr. Robert Risebrough prófessor i efnafræði við Berkeleyháskólann skýrði þing- nefnd frá því, að hann teldi að tvö börn, sem fæddust andvana og voru rannsökuð, hafi „borið merki PCB-eitrunar“. í Vestur-Þýzkalandi. segir Der Spiegel, hafa vlsindamenn skýrt frá, að efnið finnist f rnannslíkamanum f uggvænlegu Monsanto-tunnur með PCB- framleiðslu verður hætt Dahlström framkvæmdastj. Monsanto í Evrópu ákvað, að hættan væri of mikil. af mjóðurmjólk og fundið efnið í þeim öllum. I fiskum við Stokkhóhn Efnafræðingum hafi ekk; orð- ið Ijós hættan af PCB vegna þess hve skylt það sé skordýra- eitrinu DDT. Oft hafi komið fyrir, að það, sem talið var leif- ar af DDT, reynist \ rauninni leifar af PCB. PCB sé mjög erfitt aö eyöa úr líkama manna og dýra, þegar það er einu sinni þangað komið. Hins vegar fari DDT f líkamanum að hverfa með árunum PCB hefur verið framleitt síðan 1930, en árið 1966 fundu áðurnefndur Rise- brough og Svíinn Sören Jen- sen leifar þess í villtum dýrum. Jensen fann efnið 'i fiskum við Stokkhólm. Við frekari rann- sókn kom fram, að efnið hafði borizt frá einu dýri til annars um líkeðjuna f hafinu. Þetta hafi leitt til fækkunar dýra. Þúsund Japanar veikjast í fyrsta sinn hafi komið í ljós. hver hætta er af efninu, þegar fimm manneskjur létust í Japan árið 1966 af eitrun hrfsgrjóna, sem höfðu verið soðin f ofíu með PCB. Eitt þúsund Japanar veiktust f það sinn af skinn- veiki og útbrotum vegna eitrun- ar. Vísindamenn álíta að ekki þurfi að gerast jafn voðalegir hlutir og uröu í Japan, þótt efnið komist ( mannslíkamann. Þvert á möti verði menn þess lengi lítið varir. Svíinn Jensen fann efnið til dæmis í hár,- sínu og konu sinn- ar og jafvel fimm mánaða gam- allar dóttur sinnar. Jensen taldi, að bamið heföi drukkið efnið með móðurmjðlkinni. Við rannsóknir f Munster fundust yfirleitt þrisvar til fimm sinnum meiri leifar af PCB f móður- mjólk og fituvef heldur en leif- ar af DDT, sem þar voru. PCB í andrúmsloftínu í Kiel vinna vísindamenn viö Jeit að PCB f kúamjólk. Banda- rískir vfsindamenn hafa byggt á kenningum um flutning efnis- ins með lífkeðjunni frá einni líf- veru til annarrar, þegar hin slðari etur þá fyrri. Þjóðverjar hafa haldið því fram, að efnið sé jafnvel í andrúmsloftinu og geti borizt þannig f líkama manna og dýra. Áðurnefndur Ludwig Acker telur sig hafa fundið upplausnir. sem komizt höfðu f snertingu við andrúms- loftið, mengaðar af PCB. Spor efnisins fundust reyndar þegar fyrir sex árum f þoku yfir Ham- borg og London, en þeirri upp- götvun var ekki veitt athygli að marki. Vansköpuð afkvæmi Framleiðendurnir Bayer f Þýzkalandi og Monsanto, sem er ameriskt en hefur viða útibú, ætla að hætta framleiðslu. Samt getur enn verið langur tfmi, unz dregur úr menguninn; af efninu PCB hefur valdið skemmdum í lifur dýra, að sögn lækna, sem það hafa athugað. Vanskapanir unga hafa komið í Ijós við rgnn- sóknir á hænum, ogmeðálþeirra 1000 Japana, sem veiktust af PCB-eitrun, fæddu nokkrar kvennanna vansköpuð böm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.