Vísir - 25.10.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 25.10.1971, Blaðsíða 1
Harður árekstur á blind- hæð við Brynjudalsá Harður árekstur varð á blindhæð við Brynjudalsá á laugardaginn, síð degis, er tveir þungir fólksbilar úr Reykjavík rákust saman. Bílarnir voru ekki á ýkja mikilli ferð, en þeir rákust svo til beint hvor á annan. Rúða annars bílsins small inn og skarst ein kona sem í hon- um var dálítið, en að öðru leyti slapp fólkið í bílnum við meiðsli. Bílarnir voru gjörsamlega óöku- færir. — JH Þessi mynd var tekin af jeppanum.á slysstað aðfaranótt sunnudagsins. Banaslys á Hringbraut á sunnudagsnótt: \ •) Jeppa hvolfdi — ungur maður varð undir bílnum & Banaslys varð á mótum Sól- eyjargötu og Hringbrautar að- faranótt sunnudagsins. 18 ára piltur, Guðmundur Óskar Geirsson varð undir jeppa er kom akandi vestur Hringbraut. PHturinn stóð uppi á eyjunni milli akreinanna á Hringbrautinni, og beið færis að komast yfir göt- una. Kom þá Bronco-jeppi akandi vestur brautina, og mun ökumanni jeppans hafa fatazt stjórnin, senni- lega á hálku, því að kalt var og slydda um nóttina, og lenti jepp- inn uppi á eyjunni, og hvolfdi ofan á piltinn. Guðmundur Óskar var til heimil- is að Nesvegi 49. Hann hefur Iátizt samstundis, en að sögn lögreglunn- ar eru orsakir slyssins ekki með öllu kunnar, en allar líkur benda til að hálkunni sé að kenna um mis tök bílstjórans og svo of hröðum akstri. — GG SKÓLAMÁLA- DEILUR 1 KÓPAYQGI 62 foreldrar senda Fræðsluráði mótmælaplagg Blikur hafa verið á lofti í skóla- málum í Kópavogi. Fræðsluráð hélt fund núna snemma í október og urðu þar langar umræður um málefni Vighóiaskóla og skóla- stjóraskipti þar, en staða skóla- stjóra þar var augiýst laus til um sóknar f sumar. Hins vegar skor- uðu kennarar skólans á Odd Sig- urjónsson að sitja áfram og varö hann við því. Foreldrar nemenda virtust hins vegar ekki vera á sama máii og sendu 62 aðilar und Irskrifað plagg til Fræðsluráðs, þar sem lýst er undrun og óánægju með þessar ráðstafanir. Telja foreidrar þörf á endumýjun f yfirstjóm skólans. Fræðslustjóri var beðinn á fund inum að uppvísa, hvað hæft væri f því, sem sagt er f bréfi sem und irskriftum fylgja að flótti væri úr skólum gagnfræðastigsins í Kópavogi. Samkvæmt athugun Strætisvagna Kópavogs á því hve margir nemendur hafa lagt fram skilríki fyrir dvöl í gagnfræða- skólum Reykjavikur sl. vetur virt- ust þeir vera 77, flestir f Ármúía- skóla (verknámsskólanum) og Kvennaskólanum. Oddur Siguriónson, skólastióri flutti meðal annars allangt mál á hessum fundi Fræðsluráðsins, þar sem hann svaraði ýmsum aðdróttun um, sem skólinn hefur orðið fyrir meðal annars um flótta kennara frá skólanum. —JH Átti að myrða Kosygin — s/o bls. 3 Meirihlutinn vill ekki leyfa hundahald í béttbýli Sjá bls. 9 61. árg. — Mánudagur 25. október 1971. — 243. tbl. UTANRlKISMÁLIN HCYRA ALGJÖRLIGA UNDIR MIG' — segir Einar Agústsson og visar á bug áskorun um að segja af sér — Ég sé ekki ástæðu til þess, að ég sé að gera það fyrir Morgunblaðið að segja af mér, sagði Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, þegar Vís ir spurði hann í morgun um, hvaða afstöðu hann hefði til þeirrar kröfu, sem kom fram í Morg- unhlaðinn í ospr. að Utanríkismálin heyra algjör- lega undir mig og engan annan, sagði utanríkisráðherra, þegar hann var spurður um verksvið og áhrif þeirrar ráöherranefndar sem sett hefur verið á laggirnar til að fjalla um varnarliðs- og öryggismál þjóðarinnar. Eins og skýrt hefur verið frá eiga sæti í þeirri nefnd auk Einars þeir Magnús Kjartansson og Magnús Torfi Ólafssbn, sem báöir eru yfirlýstir hernámsandstæðingar og báðir hafa verið kenndir við kommúnisma. — ■ Ráðherranefndinni er ekki ætlað neitt annað hlutverk en að vera umræðunefnd. — Ilún sem slík mun ekki taka ákvarð- anir um það, hvernig á málum verður haldið og því kemur það hreint ekki til greina, að ég geti orðið í minnihluta í nefndinni og þá um leið í því' hvernig á málum verður haldi, sagði Einar Ágústsson. Aðspurður úm það hvort ekki væri óheppileg samningsstaða út á við, að hafa tvo slíka menn í nefnd sem þessari, svaraði Einar Ágústsson því til, að rik- isstjórnin væri mynduð með þátttöku þessara þriggja flokka. Það ylli kannski erfiðari samn- ingsstöðu í þessu máli, en væri þó staðreynd, sem ekki yrði horft fram hjá. Sjálfum finnst mér þetta engar fréttir vera, — sagöi utanríkisráðþerra, Málið hefúr verið hlásið út. Eins og mönnum er kunnugt hafa miklar umræður spunnizt um þessa nefndarskipan og hafa margir látið í Ijós ugg um það hvernig öryggismálum þjóðarinn ar sé komið. Þeir telja að með því að stofna sérstaka nefnd til að fjalla um varnarmálin og skipa yfirlýstan kommúnista i nefndina ásamt öðrum, sem tal- inn er mjög ,,rauður“ sé verið að bjóða hættunni heim 1 örygg ismálum þjóðarinnar, en það hafi aldrei gerzt áður, að kommún- istum sé veitt slík hlutdeild J utanríkismálum. t fyrri vinstri stjórnum hafi kommúnistum alltaf verið haldið utan við utan ríkismál. —VJ jl Best hótað j lifláti! ji I* Það var mikið um að vera íj1 jliþróttum um helgina. Víkingur*! .Jigraði Akurnesinga í bikar-Ij J.keppninni og er kominn í úrslit.J. «Jsn um hitt úrslitasætið berjast.J ■jFram og Breiðablik. Valur vannj* Jjalla leiki sína 1 Reykjavfkurmót-«J J.inu í handknattleik og þar vann.J •jÞróttur tvo síðustu leikj sina. ÁJ. *,EngIandi var George Best hótað.J Ijlífláti ef hann léki gegn New-Jj J.castle — en Best lét það ekkj á«J •Jsig fá og skoraði eina mark.J J«leiksins. En um þetta og margtj. jjannað má lesa á bls. 4, 5, 6 og 7V \Fischer vanníj ■J Sjá bls. 3 J; í \ 5 w.vmvAw.vððw.v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.