Vísir - 26.10.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 26.10.1971, Blaðsíða 1
I arliöiö á Keflavikurflugvelli bar kennsl á viö strendur íslands. Eftir aö vinstri stjómin tók við völdum f sumar hefur hins vegar brugðið svo undarlega viö, aö rússncskar flugvélar og rússnesk herskin hata varia sézt í námunda viö landið, en áður leið vart svo dagur, aö ekki væri unnt að ljósmynda rússneskt skip með íslenzk fjöll f baksýn. Telja verður merkilega tilviljun, að svo skyndilega hafi dregið úr ferðum rússneskra flugvéla og her- skipa við íslandsstrendur við stjórnarskiptin en þessi staðreynd kom nýlega í Ijós, þegar útvarps- maður hafði viðtöl við hina ýmsu starfsmenn varnarliðsins á Kéfla- víkurflugvelli. — Vísir hefur reynt að fá töiur til staðfestingar á þess-i ari frétt. Þær liggja ekki á iausu ennþá, en eru væntanlegar. Til fróðleiks skal að lokum getið um fjölda þeirra rússnesku flug- véla sem varnarliðið bar kennsl á við íslandsstrendur árin 1963 — 70: 1963 (17 flugvélar), 1964 (11), 1965 (19), 1966 (33), 1937 (59), 1968 (152), 1969 (86) og 1970 (300). - Eins og fram kemur af þessum töl- um hefur orðið gifurleg aukning á þessum árum. Tölur um ferðir rúss- neskra herskipa liggja ekki fyrir, en það er á því sviði, sem athafna- aukning Rússa hefur þó orðið fyrst og fremst. — VJ Blákalf ráðherranei „Meiri ró en oft áður44 íslenzk fyrirtæki reyndu að komast irm á vöruflutninga- markað loftsins fyrir nokkrum misserum. Allt virtist ganga vel, fslenzkur fiskur var seldur á að 100 krónur kílóið, glae- nýr úr íslandsálum í hollenzka potta og pönnur. En svo sagði ráðuneytið stopp. Og enn hefur fjármálaráðherra hafnað þessum félögum. — Sjá bls. 9 — en vel unnið i samningunum, segir Eðvarb Fj'óldi rússneskra flugvéla v/ð landið 18 faldað- ist 1963-70 — Við stjórnarskiptin i sumar hurfu þeir • Eins og oft hefur verið ár. Til marks um aukin umsvif skýrt frá í fréttum hafa um- Rússa má telja, að á árunm 1963 svif Rússa á hemaðarsviðinu stór- tij 1970 18-faldaöist sá fjöldi aukizt á N.-Atlantshafi hin seinni rússneskra herflugvéla sem vam- fORMÚSU VAR SPARKAB ,Óheppilegt að báðir aðilar geti ekki verið bdtttakendur" segir Jóhann Hafstein Allsherjarþing Sameinuöu þjóðanna felldi f nótt tillögu Bandaríkjamanna með fjögurra atkvæða mun, og samþykkti aðild Pekingstjórn arinnar að samtökunum og brottvísun Formósu. — Vísir sneri sér í morgun til nokk- urra forystumanna stjórn- málafjokkanna og spurði hvað þeim fyndist um úrslit- in. Benedikt Gröndal: „Það hefur um árabli verið skoðun AJþýöuflokksins, að Peking- stjórnin ætti að fá sæti Kína hjá Samein- uðu þjóðunum. Hins vegar höfum við ekki séð ástæðu til að knýja Formósu til að víkja úr samtökunum. Við gerðum okkur vonir um að hjá því yrði komizt, þegar menn horfðust í augu við veruleikann, þótt stífn in hafi verið mikil á báða bóga. Úr því að svona fór, er ekki um annað að ræða en að taka því, og okkur finnst, að það beri nú að athuga, hvort ekki sé rétt að ísland taki upp stjórn málasamband v,ið Pekingstjórnina. Njósna- rómantík Sjá nánar um Kinamálið á bls. 3 Það verður ekki undan því kvartað, að ekki hafi verið unn ið af fullum krafti, en engu að síður er erfitt að fullyrða neitt um það, hvort eitthvað sé að nálgast milli samningsaðila, sagði Eðvarð Sigurðsson, for- maðúr verkamannafélagsins Dagsbrúnar í viðtali við Vísi í morgun, Eðvarð sagði að mikil vinna hefði verið unnin t.d. í undirnefndum samntngsaðila og mætti búast við Kví að undimefndir færp að skila af sér. Nú hafa samningar verið lausir mánuð. Er ekki farið að örla á öþolinmæði þar sem umbjóðendur ykkar eru á „gamla" kaupinu með an beðið er? Auðvitað er slæmt að þurfa bíða lengi eftir nýjum samningum. Með því er verið að hafa af mönn um kauphækkanir meðan beðið er, en ég tel mikilvægast, það sem framundan er, ekki það sem er liðið. En það hafa hevrzt raddir að drag ist samningar mikið úr þessu verði þeir látnir gilda aftur fyrir þó að slíkt sé mjög flókið í kvæmd, sagði Eðvarð. Eðvarð sagði að nú væri meiri ró yfir samningaviðræðum en oft hefði verið áður, sem stafaði m.a. af loforðum ríkisstjórnarinnar að setja lög um vinnutfmastyttingu og lengingu orlofs. áður en setzt var að samningaborðum. — Hann kvað þó óvfst hve lengi friður héldist enn ef ekki færi að nálgast í samninga- viðræðunum. ,.Ef harðnar á dalnum er ekki ólíklegt að hlanda verði sáttasemjara ríkisins í málið“ sagði Eðvarð. —VJ Fyrsti jólasveinninn er kominn í verzlunarglugga I Reykjavík. 1 morgun var starfsmaður Rammagerðarinnar að laga til fötin á fyrsta jólasveininum, sem er gamalþekktur úr glugga Ramma- gerðarinnar. Jóhann Hafstein: „Þetta gat ekki komiö á óvart, eins og sakir stóðu. Hins vegar tel ég það mjög óheppilegt, að ekki tókst að leysa málið með þeim hætti, að báðir aðil- ar gætu orðið þátttakendur í starfi Sam- einuðu þjóðanna." Nú er rætt og ritað af kappi um njósnir, — er njósnað á is- landi eða ekki? Eitt af lesenda- bréfunum fjallar einmitt um þetta atriði, annað um týndu Indíánana í sjónvarpinu og hið f riðja um „að hossast við hlið- ina á steypta veginum". Sjá bls. 6 „Bráðum koma blessuð..." „Það er ekki ráð nema 'í tima sé tekið" sagði Haukur Gunnars son, verzlunarstjóri Rammagerð arinnar í viðtali við Vfsi í morg un. i morgun var byrjað að setja jólaútstillinguna í glugga Rammagerðarinnar. — Eruð þið ekki fyrr á ferð- inni með jólaskreytinguna en í fyrra? „Jú, aðeins fyrr en í fyra. — Það er kannski nokkuð fljótt en má þó ekki seinna vera. — Fólk ætlar sér hvort eð er að senda pakka fyrir jólin og þetrta er áminning og flýtir fyrir. Is- lendingar eru kunnir fyrir aö vera heldur seinir að taka við sér“. — SB Blái engillinn Sjá bls. 7 Hannibal Vildimarsson: ,,Þaö þarf ekki að fara í grafgötur um mína skoðun, þar sem ég hef átt þátt í að móta stefnu rikisstjórn- arinnar í þessu máli. Menn verða að ger það upp við sig hvort Rauða-Kína, það er alþýðulýðveldiö, eða Formósustjóm sé full trúi fyrir a!It Kína. Sjálfir hafa Formósu- menn ekki viljaö kalla sig ríki, og ég var ekki í vafa um að greiða bæri þeim aðilanum atkvæði, sem hefur völdin á öllu meginlandinu." Ragnar Arnalds: „Þessi úrslit em bæði ánægjuleg og eðlileg. Formósa hefur ekki viljað vera aðili að Sameinuðu þjóðunum sem sérstakt sjálfstætt rfki. Stjómarand- staðan hér á landi hefur hajdið uppi furöu- legum blekkingaráróðri, meðan bæði stjórn og stjórnarandstaða f nær öllum nálægum ríkjum hafa ekki viljað taka þátt f skolla- leik Bandaríkjamanna.“ RÚSSARNIR HURFU!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.