Vísir - 29.10.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 29.10.1971, Blaðsíða 1
Róttækar ráðstafanir á Kringlumýrarbraut: ILLRÆMD GATNAMOT VERÐA LÖGÐ NIÐUR Gatnagerðaryfirvöld borgar-1 aðgerða til þess að kveða niður I gatnamót Sléttuvegar og innar hafa nú gripið til róttækra | slysadrauginn við hin illræmdu Kringlumýrarbrautar. LOGREGLAN LEITAR ÖKUMANNS: Skilinn eftir í blóði sínu liggþndi á ganghraut Stakk af frá slysi á Miklatorgi snemma i morgun Leigubílstjóri frá Hreyfli kom að slösuð- um manni liggjandi í blóði sínu á gangbraut- inni yfir Hafnarfjarðar- veginn hjá Miklatorgi eldsnemma í morgun- Ökumaðurinn, sem ók á manninn, hafði stung- ið af, án þess að hirða neitt um að koma hinum slasaða undir læknis- hendur eða gera aðvart. „Við munum ekkert erfiði spara til þess að hafa upp á manni, sem skilur meðborgara sinn eftir þannig á sig kominn. — Og við skorum á fólk að leggja okkur iið við að finna manninn," sagði Kristmundur Sigurðsson aðalvarðstjórj um- ferðardeildar rannsóknarlög reglunnar, í morgun. — Þá stóð yfir umfangsmikil leit að öku- man-ninum, sem stakk af. ■ „Sérstaklega kæmi okkur vel, ef einhverjir hefðu mætt fólks- bifreið, sem ekið var suður Hafnarfjarðarveginn í morgun kl. rúmlega 6,“ sagði varðstjór- inn. Leigubílstjórinn kom að hin- um slasaða kl. 6.18 og gerði þá lögreglunnj strax viðvart. Hafði maðurinn misst meðvitund við áreksturinn og höggið, en hann komst til meðvitundar aftur í morgun á Borgarsjúkrahúsinu. Áverka hafðj hann hlotið á höfði og á fæti, en meiðsli hans voru ekki fullkönnuð, þegár blaðið fór í prentun. — Hins vegar var maðurinn ekki talinn í neinn; hættu. Þegar leigubílstjórinn kom að slysstaðnum, var árekstrar- bíllinn hvergi sjáanlegur, og greinilegt, að ökumaðurinn hafði forðað sér af staðnum. Slysið hafði viljað til á gang- brautinni sem tekur við á Háfnarfjarðarveginum skömmu eftir að ökumenn aka út úr Miklatorgj. Þar hafði hinn slasaði verið á leið yfir götuna á gangbraut- inni þegar bílinn bar að. Nánar var ekk; vitað um óhappið í morgun, því að slásaði maður- inn var ekki til yfirheyrslu fær. Lögreglan vann að rannsókn málsins 1 morgun, en varðist allra frétta um hvort nokkur spor hefðu fundizt á slysstað sem gefið gætj hugmynd um, hvaða bifreið hefði veriö þarna að verki. — GP Smyglvélin var aldrei skráb hér Vísir bar undir loftferðaeftir- liðið þá frásögn brezka blaðsins; Sunday Tmes að smyglflugvélin sem tekin var á Amsterdamflug! velli hafi verið skráð á íslandi, meðan Bíafraflugið stóð. Loft 'erðaeftirlitið upplýsti, að það kæmi ekki til greina. Sjá nánar um vopna- smyglið á bls. 8 Tvær konur i norskum sjómanna- skóla Sjá bls. 13 „Við erum núna að hrinda f fram kvæmd hugmynd, sem reyndar bar fyrst á góma löngu áður en Kringlu mýrarbrautin var gerð. — Nefni- lega opna leið af Kringlumýrar- brautinni inn á gamla Hafnafjarðar veginn hjá Fosvogskirkjugarðin- um“, sagði Guttormur Þormar deild arverkfræðingur hjá gatnamála- stjóminni. Með þessu ætlum við aö dragá úr umferðinni fram hjá Sléttuvegin um og eins við Miklubrautargatna mótin, því aö þarna munu fara um bílar sem koma sunnan úr Kópav. og Hafnarfirði og vilja komast á Hringrbautina. — Þessi leið verð ur malbikuð í dag, en síðan verða steyptir vegkantar og vonandj verð ur hægt að opna hana fyrir umferð núna fyrir helgina“, sagði verkfræð ingurinn og hélt áfram: „Jafnframt verður gripið til ann arra ráðstafana, lokað eyjunni á miðri Kringlumýrarbrautinni hjá Sléttuveginum. — Það er útséð um það, að bannið við vinstri beygj- unni, sem sett var á þessi gatna- mót dugir ekki til þess að draga úr slysum. Það verður að loka evjunni — nema bara fyrir strætis vagna og sjúkraflutninga. Hér eftir komast menn ekk; vestur Sléttuveg og yfir Kringlumýrarbraut, og þeir sem koma frá Borgarsjúkrahúsinu og ætla suöur í Kópavog verða að taka á sig krók niöur á Miklu- braut fyrst.“ —GP | Hér sést hvernig „öryggisventillinn“ á Kringlumýrarbrautinnl verður. Þarna á hættan að verða minni, segja sérfræðingamir. Snjómaður- inn ógurlegi hrekkir Argentínu- mann Sjá bls. 2 GETA FÆRT ÚT KYÍARNAR segir sérfræðingur í skýrslu um skipasmíðaiðnaðinn Fyrirliggjandi tölur um þörf fyrir þurrkvíar í heiminum benda til þess, að íslenzkur skipasmíðaiðnaður gæti annazt viðgerðir á eigin skipastól og meira en það, ef stöðvarnar gætu skapað sér góðan orðstír fyrir vandaða og góða þjónustu, segir meðal annars í skýrslu eft ir Lennart Aelson, sérfræðing- á vegum UNIDO, Iönþróunar stofnunar Sameinuðu þjöðanna í Vín. 1 skýrslunni er áætluð heildar- upphæð fyrir þurrkvíar- og viðger arþjónustu hér á landi 7 milljónir Bandar’ikjadollara, eða á 7. hundr að milljóna íslenzkra króna og heildarþörf fyrir nýsmíði er áætl- Uo annað eins. — Einnig er í skýrsl unn>i gert ráð fyrir að fyrirtæki skipaiðnaðarins táki að sér smíði stálgrinda til húsabygginga og jafn framt ættj að taka 'i reikninginn byggingu stálbrúa við undirbúnings hönnun skipasmíöastöðvanna. Sérfræðingurinn bendir á að mikil þörf sé fyrir þjónustumiðstöð fyrir skipasmíðastöðvar og þau ' janúar í fyrra. fyrirtæki, seni tengd eru skipasmíð um. Hlutverk slíkrar miðstöðvar yrði að veita margháttaða sérfræði lega aðstoð. tæknilega og hagfræði lega. í skýrslu þessari, sem er mjög yflrgripsmikil kemur meðal annars fram að íslenzkar skipasmíðastöðv ar sem nú eru alls 20 talsins hafa alls um 1000 mnns í vinnu, þar af 100 skrifstofu- og tæknimenn. — Stálsmiðjur og vélsmiðjur tengdar skipasmíði og skipaviögerðum haía 663 menn í vinnu samkvæmt skýrsl unni en sú tala mun miðuð við —JH Búa margir í bílum? Vandræðaástandiö í húsnæðis; málum höfuöborgarsvæðisins hefur verið til umræðu í blaöinu að undanförnu. Þessi mál em< enn til umræðu í grein inrti f! blaðinu. — Þar kemur m.a. fram] að í Reykjavík voru 988 fbúðir í smíðum um síðustu áramót. Þó virðist ástandið stöðugt versna. S/o bls. 9 ^*************************

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.