Vísir - 11.03.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 11.03.1972, Blaðsíða 1
62. árg. — Laugardagur 11. marz 1972 — 60.tbl. ÁTRÚNAÐARGOÐ Á LITMYND Hundruð drengja i Reykjavik eiga hina bláklæddu Framara að átrúnaöargoðum, enda ekki að furða, þvi Framarar hafa undanfarin 10 ár eða lengur verið i fararbroddi i þeirri iþróttgrein, sem viö höfum staðið okkurhvað bezt iá alþjóðlegum vettvangi, -handknattleinum. A dögunum urðu Framarar enn einu sinni Islandsmeistarar, og fyrir hina fjölmörgu áhangendur Fram birtum viö litmynd af liðinu inni i blaðinu.- wm HLUTAFEÐ YKJUR EINAR? Norðurbakki h.f. tekinn til gjaldþrotaskipta — Kröfurnar nema a.m.k. 5 millj. króna AÐ BJARGA! „ÞOKKALEG TÓNSMÍÐ VARÐ AÐ BÓMULL" „Það heldur áfram að vera torráðin gáta, hvernig drengir á borð við Proinnsias O’Duinn fá þá flugu að ger- ast hljómsveitarstjórar”. Gunnar Björnsson, tónlistar- gagnrýnandi Visis segir þetta i upphafi greinar um sinfóniutónleikana á'fimmtu dagskvöldið. „Þokkaleg tónsmið varö að bómull I höndum hans”, segir Gunn- ar. — Sjá bls. 7. Kjarnorkuknúin hjörtu Scrfræðingum miðar stöðugt áfram i baráttunni gegn hjartasjúkdómum. Það nýjasta er kjarnorkuknúin hjörtu, sem eiga aö endast lengur. Um þetta efni fjallar örnólfur Thorlacíus m.a. i þætti sinum um tækni og vis- indi i sjónvarpinu i kvöld. —Sjá nánar á bls. 13 BLAÐIÐ HANS VAR SPRENGT í LOFT UPP - Sœkir nú hugmyndir að nýju blaðhúsi ú r Islandi og í og í Ameríku Það hlýtur að vera óþægileg tilfinning fyrir hvern sem er að veröa vitni að eyðilegg- ingu á vinnustaðnum. Þannig var það slika fyrir blaðamenn og og prentara Föðuriandsvinarins á dögunum. Visir fékk i gær heimsókn hagræðingar- ráðunauts frá blaðinu. Hann kom hér við á leið til Ameriku til að skoða húsa- kynni og útbúnað Blaða- prents og Visis. Sjá bls.2 Já, torgklukkunni verður að bjarga, vist er um það. Klukkan var vist, jú, hana hlýtur að hafa vantað 16 minútur i 2 i gær, þegar þetta gamla Reykjavikur „sim- ból” fór .að láta undan hama- gangnum i veðrinu. Og þaö var ekki að spyrja að, menn þustu að gömlu Persil- klukkunni til bjargar. Areiðan- lega hafa lögregluþjónarnir, strætisvagnastjórarnir og aörir, sem hjálpuðust að, átt góðar end- urminningar við klukkuna, þar sem flestir hafa þurft að biða eftir elskunni sinni, þvi þau eru orðin mörg stefnumótin, sem gamla klukkan hefur orðið vitni að. (Ljósmynd Visis BG.) Kröfur aö upphæð allt að 8 milljónum munu hafa borizt vegna gjaldþrotaskipta i tveim fyrirtækjum, sem Vísir hefur að undanfömu gert að umtalsefni vegna einkennilegra viðskipta. Eignir til að greiða upp í kröfur lánardrottna munu aðeins nema litlum hluta þessarar upphæðar. Hlutafé Norðurbakka hf. var tilkynnt 1,5 milljónir þegar það var stofnað í því skyni að byggja sumarbústaði og selja. Ástæða er til að ætla að svo hafi ekki verið, en sýslumaðurinn í Arnessýslu, Páll Hallgrimsson sagði i viðtali í gær, að ekki væri á færi embættismanna að kanna sannleiksgildi slikraupp lýsinga. - SJA BAKSIÐU FE SAFNAÐ TIL KAUPA Á HJARTABÍL — Sjú bls. 3 Furðulegt er það, - en satt eigi að síður í útlöndum gerast margir furðulegir hlutir: LJÓTASTI KOTTUR heimsins á sýningu, STÆRSTI VINDILLINN i minnsta riki Evrópu, RÚSSNESK KANINA slær allar kynsystur sinar út i kyndeyfð, ’ENSKAR TIZKUDRÓSIR klæddar enska fánanum. Sjá NÚ-siðuna á bls. 4. • BRETAR BÚNIR AÐ TAPA MÁLINU FYRIRFRAM - segir Halldór í Politiken - sjd ndnar í frétt d baksíðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.