Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 1S. desember Jólagjafahandbók Vísis 13 Þú ert, AAária, mætust frú, musteri guðs hið fríða: þú ert englunum æðri nú, yfirdrottningin blíða: þú ert himnanna hjálparbrú, — heiðurinn þinn fer víða: þú ert hryggum huggun sú, sem hvergi náir að líða. Þú ert Mária, dagsbrún dýr, drottning himins og landa: þú ert meistarans móðir hýr, sem mýkir allan vanda: þú ert vænust, vitur og skír, — vernda oss frá fjanda: þú oss sætið signuð býr og sigrar líf og anda. Heyr, AAáría, heiðri glæst, hjálpa jafnan óðum: heyr, gimsteinninn, sem guði er næst, göfugust af fljóðum: heyr, mannkynsins móðir skærst, mest af siðunum góðum: heyr mig, dýrust drottning stærst: dugðu öllum þjóðum. (Loftur Guttormsson ríki.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.