Vísir - 21.04.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 21.04.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 21. april 1975. 3 Flugu á bíl í Tjörnina — kranastjórinn neitaði að vaða út í með krókana w Asatrúarmenn: SJÚKRAHÚS EÐA ÚTRÝM- INGARSTÖDVAR Ungur maður með nýtt ökupróf flaug stórum og aflmiklum fólksbíl út í Tjörnina í Reykjavík á laugardagskvöldið. Hvorki ökumann eða farþega hans sakaði, né heldur skemmdist bíllinn nema kannski af vatni. En þeir urðu að vaða til lands, rétt eins og Þór gerði forðum, þegar hann hafði barizt við Mið- garðsorm. Ekki þótti þeim þó gott að skilja bilinn eftir þarna úti i Tjörninni, heldur urðu sér úti um kranabil til að ná honum upp. Kranabillinn kom um mið- nættið, að nú haföifirifið að tölu- verðan hóp áhorfenda. Þegar kranamaðurinn hafði virt fyrir sér kringumstæður, var úrskurður hans hreinn og ótrviræður. Hann sagðist eiga eitthvað annað eftir frekar en fara að bleyta sig i Tjörninni. Annaðhvort yrðu piltarnir að vaða út i aftur og krækja bönd- unum i bilinn, eða þá að hann fengi að liggja þarna um eilifð hans vegna. Þessum dómi varð ekki áfrýjað, og piltarnir héldu út i á nýjan leik við mikil fagn- aðarlæti áhorfenda, klapp og hróp. Þegar billinn kom upp úr, duttu af honum drullukleprarn- ir, þvi Tjörnin er vist ekki sem allra hreinustu i botninn — full af leðju og fuglaskit. Og piltarn- ir hafa liklega orðið að halda heim og fara i baö eftir baðið. — SHH Ásatrúarmenn eru sem fyrr á móti fóstureyðingum og auknu frjálsræði I þeim efnum. t gær- dag hélt félagið fund að Prag- hálsi i Svinadal og itrekaði þá andmæli félagsins. „Fundurinn telur, að með lagasetningu i þá átt sé að þvi stefnt að gera is- lenzk sjúkrahús að útrýmingar- stöðvum, enda sé baráttan fyrir sliku runnin undan rifjum al- þjóðiegra hreyfinga, sem bein- ast gegn Norðurlandaþjóðum og norrænu kyni sérstaklega”, segir i ályktun fundarins. Telur fundurinn, að aðrar ráðstafanir séu nauðsynlegri til áð .hæ.ta, maonlif.á Islandi ep að „myrða ófædd börn”, eins og segir I fréttatilk. félagsins. „Enginn veit að hvaða barni gagn verður”, segir máltækið og minnir fundurinn á það um leið. Hann telur, að tslendingar þurfi á öllu sinu að halda til þess að geta gegnt sinu þjóðarhlut- verki. Benda Ásatrúarmenn á, að norska Stórþingið hafi hafnað fóstureyðingarfrumvarpi og gefið fordæmi, sem tslendingar gætu verið vel sæmdir af að fyigja. Ekki fylgir það sögunni hvaða álit Asatrúarmenn hinir nýju hafa á aðferðum forfeðra vorra úr heiðnum sið. Þeir létu nefni- lega bera óæskileg börn út. —JBP— Ölvuðum öku- konum fjölgar ó kvennaóri — ein slík meiddist í árekstri Kona ók bil aftan á annan á Flókagötu við Rauðarárstig i fyrrinótt og hlaut af nokkur meiðsli. Bilinn hafði hún fengið að láni eða tekið hann traustataki. Þar að auki var hún ekki ailsgáð. Það fer mjög i vöxt með kvennaárinu, að konur séu teknar fyrir ölvun við akstur. Á mánu- dagsnóttina fyrir viku voru þrjár teknar fyrir ölvun við akstur, og um miðjan dag I gær höfðu fjórar verið teknar það sem af var helg- inni. Sú yngsta þeirra er fædd 1959. Aðeins þessari einu hafði hlekkzt á við aksturinn, en hinar vöktu á sér athygli fyrir það, hve óöruggt aksturslag þeirra var. —SHH Spellvirki ó húsi í smíðum Á laugardaginn fóru unglingar inn i ibúðarblokk, sem Einhamar er með I byggingu i Breiðholti, og skemmdu þar tæki og efni, sem ætiað var múrurum til að vinna með og úr. Unglingarnir höfðu farið upp á stillansa við bygginguna og kom- ust þaðan inn um ólæstar gáttir hússins. Þegar inn kom, settu þeir i gang lyftur og verkfæri og unnu veruleg spellvirki. Ekki var þetta fyrsta ferð unglinganna á þessar slóðir, held- ur hafa þeir komið margoft áður, skarkað i verkfærum og lyftum, brotið niður milliveggi, stolið verkfærum og þess háttar. Verkamenn við bygginguna töldu svomikilbrögð orðin að þessu, að þeim væri varla orðið óhætt að bregða sér i kaffi. Lögreglan hefur handsamað nokkra peyja, sem þátt eiga i þessu athæfi. —SHH SIGRÍÐUR SYNGUR MEÐ FÓSTBRÆÐRUM Karlakórar eru ekki lengur svo stórir upp á sig, að þeir leiti ekki til kvenna eftir aðstoð. Það gera Fóstbræður a.m.k., en þeir halda árlega samsöngva sina i þessari viku. Hafa þeir fengiö Sigriði E. Magnúsdóttur til liðs við sig, en hún er komin heim frá Vin. Þá hafa þeir fengið Hákon Oddgeirsson og Þorgeir Andrésson sem einsöngvara, en Carl Billich sér um undirleik- inn. Samsöngvarnir fyrir styrktarfélaga kórsins verða öll kvöld frá miövikudegi til iaugardags kl. 19. Myndin er af æfingu hjá Fóstbræðrum, það var verið að finpússa hina fjöl- breyttu efnisskrá og Jónas Ingi- mundarson stjórnar af krafti. „Hunzor vilja meirihluta kjósenda" „Það er óhætt að segja að hreppsnefnd ólafsvikur hunzar viíja meirihluta kjósenda sinna”, varð Marteini Karlssyni i ólafsvik að orði, þegar við ræddum við hann, en Marteinn stendur nú I striði við hrepps- nefnd vegna veitinga- og kvöld- söluleyfis. t þrjár vikur hefur veitinga- staður hans staðið tilbúinn til opnunar. Það stendur hins veg- ar á samþykki frá hreppsnefnd. Marteinn getur fengið veitinga- leyfið með vissum skilyrðum, sem hann vill ekki ganga að. Hann óskaði eftir kvöldsölu- leyfi, en hefur fengið það svar, að samkvæmt samþykkt, sem eitt sinn var gerð hjá hrepps- nefnd, skuli eingöngu aðilar sem selja bensin og oliu hafa kvöldsöluleyfi. Ein slik BP-stöð er I Ólafsvik. „Ég held aö það sé mjög erfitt að reka svona veitingastað á vissum árstimum nema hafa eitthvað meira með”, sagði Marteinn. Veitingaleyfi fær hann með þvi skilyrði að hann selji eingöngu mat, kaffi og kök- ur, öl og gosdrykki og isrétti. Eftir nokkurt þras var honum svo veitt leyfi til þess að selja tóbak lika. „Leyfið er bundið þvi skil- yrði,” sagði Marteinn, ,,að ég undirriti yfirlýsingu þess efnis að ég selji ekkert, sem heitir sælgæti, tóbak né aðrar sjoppu- vörur, sem BP hefur I sinu leyfi”. Undanþága var hins veg- ar veitt I sambandi við tóbakið. Marteinn ákvað að kanna vilja ólafsvikinga i þessum efn- um og för af stað með undir- skriftasöfnun. Var árangur góð- ur og skrifuöu 284 kjósendur undir. Sendi Marteinn það til hreppsnefndar og fór fram á að þeir endurskoðuðu afstöðu sina. Töldu þeir ekki ástæðu til þess, en heimiluðu honum tókbaks- söluna. Veitingastaður Mar- teins biður þvi enn um sinn. — EA — stríð um veitinga- og kvöldsöluleyfi í Ólafsvík Þetta er veitingastofan, sem styrinn stendur um f ólafsvlk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.