Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1925, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1925, Blaðsíða 5
4. cvktóber 1925. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 a. Kristileg samyinna. b. Áætlanir um framhalds- starf „Life and Work'L A6 þessu sinni er hvorki tími nje heldur pláss til að greina frá umræðum um mál þessi eða inni- haldi nefndarálita, en margt var þar vel sagt og af mikilli mælsku. Gefst ef til vill tækifæri síðar að skýra frá sumu því, sem helst væri til uppbyggingar íslenskum lesendum. Ræðumenn voru eins og gefur að skilja margir og af ýmsum þjóðum, þar sem þjóðir voru 31 og fulltrúar um 600 þeg- ar allir voru komnir, þó að ekki þyrftu allir að taka til máls eða gætu fengið orðið. Enda var flestu niður raðað löngu áður, og því næsta erfitt að komast að, þótt eitthvað væri fram að bera. En öll fóru ræðuhöld og umræður fram í mesta bróðerni, og man jeg ekki til að nokkurntíma kæmi tii að mönnum yrði sundurorða, þó meiningamunar kendi vitan- lega í einstökum atriðum. Samsæti voru allmörg í sam- bandi við þingið, bæði hjá Stokk- hólmsbæ, utanríkisráðherranum, Ameríska sendiherranum o. fl., en jeg vil aðeins minnast eins þeirra. Til er fjelagsskapur, sem heitir Golden Rule. Ber hann nafnið eft- ir reglunni gullvægu: Alt seni þjer því viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þjer og þeim gera; því að þetta er lögmálið og spámennirnir (Matth. 7, 12). Starf ar hann að því að bjarga börnum í Balkanlöndunum og víðar í Aust urlöndum, þar sem ófriður og far- sóttir hafa geysað yfir löndin. Er þetta alþjóðafjelagsskapur, en er mest í Ameríku. Hafa margir amerískir auðmenn geist stuðn- ingsmenn hans á þann hátt, að lifa einn dag á ári eins og börnin sem íjelagið fæðir í Austurlönd- um, og gefa svo fjelaginu það fje sem sparast á þann hátt. Hefir fje lagið nú á framfæri 40 þús. börn, og eykur fjelagsskapnum fylgi með því að bjóða til borðhalds hingað og þangað um heiminn ýmsum merkum mönnum, og gefa þeim einn miðdegisverð eins og börnin fá. Var okkur í Stokkhólmi boðið í eina slíka átveislu. Þetta var borið á borð: Olífur í olíu, 1 epli, 2 stykki þurt brauð, soðin hrísgrjón með svo litlu af kjöti í, að hreinustu aðgæslu þurfti til að finna það, og cacoa eftir þörf- um. Var hverjum manni skamtað alt nema hrísgrjónin. Eftir mál- tíðina voru sýndar lifandi mynd- ir frá uppeldisstofnunum og skól- um fjelagsins, og starfsemi þess öll útskýrð með ræðu af einum af starfsmönnum þess. Víða voru kræsingar á borð bornar og glæsilegar veislur, en grunur minn er það, að minnis- stæðast verði þetta samaæti þeim sem, það sátu. Og fáir hafa víst þeir diskar gestanna verið, að ekki lægi þar eftir nokkur upp- hæð til stuðnings og hjáipar þessu barnabjörgunarfjelagi. Öll eru börn fjelagsins föður- og móður- laus og mörg þeirra vita ekki einu sinni hverrar þjóðar þau eru. En aðdáanlegt var að sjá alt fyr- irkomulag við uppeldi þeirra og mentun, enda úrvalsfólk sem að þessu starfar. Annars atburðar vil jeg minn- ast að síðustu, af því að hann lýsir að nokkru leyti þeim bróð- uranda, sem einkendi alt sem fram fór í sambandi við þingið. Skömmu áður hafði sú frjett borist út um heiminn, að bolsevikkar á Rúss- landi hefði skotið Tichon patri- arka, einhvern merkasta mann grísk-kaþólsku kirkjunnar. Sunnu daginn 23. ágúst var haldin minn- ingarguðsþjónusta (grísk-kaþólsk sálumessa) eftir hann í Gustav Vasa kirkju, undir forsæti patri- arkans af Alexandríu. Hjeidu þar ræður auk hans höfuðborgarbisk- upinn frá Sofía og erkibsikupinn af Dulin. Fyrir altari þjónuðu 6 höfuðprjelátar austurkirknanna og rússneskir söngflokkar tveir önnuðust sönginn. Var það mjög hátíðleg athöfn, en allólík þvi, sem við eigum að venjast. En mörgum fanst það vera merkilegt tímanna tákn að vera viðstaddur slíka at- hÖfn, ásamt öllum höfuðleiðtogum mótmælendakirknanna í einni af höfuðkirkjum lútersks lands. Síðasta fundardaginn 30. ágúst fóru allir fundarmenn sem ekki voru farnir heim, til Uppsala. — Var þar guðsþjónusta í dóm- kirkjunni og prjedikaði þar erki- biskupinn sjálfur. Var síðan bær-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.