Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1928, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1928, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 237 Þ ý ð i n g a r. Upprnnl jarðlífsins. Eru fyrstu lífverur jarðarinnar komnar frá Venus? 0 r I ö g. Hamingjhsamt er trjeð, sem böl og sorgir ei bifa, en betra á steinninn þó í dauðans óminnishyl; því; ógæfusterk er höndin, og þrautin er þ.yngst að lifa, ei þjáning er nokkur meiri en sú að finna til. Að vera og ekkert þekkjat en stefna í blindni út í bláinn, að berjast við söknuð hins liðna og óttast komandi tíð; að vita ]>að eitt með vissu að verða á morgun dáinn, — og vonlaus að draga fram lífið í myrkrinu ár og síð! — í liringiðu hikandi vissu, hverfulla vona og efa; í hyldýpi holdsins fýsna, sem heillandi samvisku þjá, — þar bíður voru dauðinu hljóður, bíður með knýttan hnefa, — böðullinn, vomurinn sterki úr gröfúnum kallar oss á. (R. Dario: Lo fatal). Háttrcen geðhrif. Ó þjer, sem líka næturinnar hjarta heyrðuð slá og hlustuðuð í andvökunnar þráa rökkurtómi, ef hurð var skelt, ef klukkan sló, ef keyrðu vagnar hjá, .ef kvað í eyrum bergmál þýtt af fjarrum söngvahljómi. . . . . . ..Þau augnablik, er dularfulla dimma þögnin vefur, er dauða lífga, gleymda kalla fram í huga manns; þau augnablikin draumasæl,' er allur heimur sefur, — — þið óð minn lesið, þrunginn sorg og harmi brautíngjans! Því kvæðin eru bikar minn, er beiskju sálar geymir og bernskuminning, óhamingju, dimmuþrungin tár; 'og hugans löngun sjúka, er sælublómstur dreymir, og sorgir hjartans þreytta — eftir freistinganna ár; og eftir sjá: að liafa ekki orðið meiri, betri og ef til vill að liafa grafið ])undið mitt í jörð; — og hugsun þá: að æfi mín er líkust sólarsetri í sortahríð, en nóttin að baki heldur vörð. Minn kaleikur er barmafullur; nóttin niðasvarta næðiskaldan huliðsmöttul veröld færir í. — Mjer finst að bergmál klökt og milt frá heimsins stóra hjarta mitt hjarta eigið snerti og fargi Ijetti af því. (R. Dario: Nocturno.) Sænski vísindamaðurinn Svante Arrhenius kom fyrstur manna fram með þá kenningu, að örsmáar lífverur dreifðust um himingeim- ir.n milli hnattanna. Einn af herisveinum Svante Árrheniusar, dr. B. L. Clarke, sem er frægur efnafræðingur, hefir mikinn áhuga fyrir því, að þessi kenning Arrheniusar verði rann- ,ökuð. Kenningin um útbreiðslu lífsins milli himinhnattanna, er í stuttu niáli á þessa leið: Fyrstu lífverur jarðarinnar hafa verið gerlav, sem komið liafa hingað frá Venus. Þær hafa verið meðal þeirra gerla, er ])rífast í heitu loftslagi og ]>ola 100° hita. Arrhenius álítur að loftslagið á Venus og lífsskilyrði sjeu áþekk skilyrðum þeim, er voru hjer á jörðinni fyrir miljónum ára, um það leyti, sem fyrstu lífverumar lifðu á hnetti vorum. Ennþá koma smáverur þessar — gerlarnir — frá Venus og til jarðarinnar. Ef þær hitta hjer á kalda veðráttu þá deyja þær iit; en er þær koma í heitt loftslag halda ])ær lífi. En þær ná ekki til jarðarinnar nema á þeim tíma- bilum er Venus kemur sem næst jörðinni á braut sinni; en það er á lf> mánaða fnesti. Alt þetta eru getgátur Arrhen- iusar. En nú vill Clarke, læri- sveinn hans færa sönnur á, að kenning hans sje rjett. Ætlar hann að stofna til stór- feldra tilrauna vestur í Arizona eyðimörkinni. Þar er sólskin afar sterkt. Þar ætlar hann að setja upp tvær geysimiklar skálar, og í þeim ætlar hann að hafa næringar- vökva þann, er gerlafræðingar nota v ið tilraunir sínar og gerla- rækt. Báðar skálarnar eiga að vera vendilega lokaðar í loftþjettu hylki, svo enginn jarðneskur ger- ill geti smogið í ]>ær. En þegar Venus er í mestum námunda við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.